Robert Durst ákærður fyrir að hafa myrt eiginkonu sína Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 10:41 Robert Durst hefur verið ákærður fyrir morðið á fyrstu eiginkonu sinni, Kathie Durst, sem hvarf fyrir nær fjórum áratugum síðan. Getty/Myung J. Chung Bandaríski fasteignaerfinginn og morðinginn Robert Durst hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt fyrstu eiginkonu sína, Kathie Durst, sem hvarf fyrir nær fjórum áratugum síðan. Ákærudómstóll í New York fylki tilkynnti í gær að Durst yrði ákærður vegna málsins. Hann hefur lengi verið grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana en hann afplánar nú lífstíðardóm í Kaliforníu fyrir að hafa myrt vinkonu sína, sem hjálpaði Durst að fela morðið á Kathie. Fréttastofa AP segir frá. Durst var sakfelldur fyrir morðið í Los Angeles 14. október síðastliðinn en var stuttu síðar lagður inn á sjúkrahús vegna Covid-19, þar sem hann þurfti að vera í öndunarvél. Hann var í síðustu viku færður yfir á fangelsissjúkrahús. Handtökuskipun hefur nú verið gefin út á hendur honum í New York fylki. Kathie Durst hvarf 31. janúar 1982, þá aðeins 29 ára gömul og á síðasta ári sínu í læknisnámi. Hún og Robert, sem þá var 38 ára gamall höfðu verið gift í nær níu ár og bjuggu í bænum South Salem í New York. Lík Kathie fannst aldrei en að sögn Roberts hafði hún farið til New York borgar, þar sem hún stundaði nám, kvöldið sem síðast sást til hennar. Aldrei fengust sannanir fyrir því að hún hafi farið til New York. Robert skildi formlega við hana árið 1990 og vísaði þar til þess að hún hafi yfirgefið hann en hún var ekki úrskurðuð látin fyrr en árið 2017 að beiðni fjölskyldu hennar. „Myrti þau öll, að sjálfsögðu“ Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en gleymdist nær alveg þar til málið var til umfjöllunar í HBO heimildaþáttunum The Jinx sem komu út árið 2015. Í þáttunum voru tekin ítarleg og viðamikil viðtöl við Robert en mesta athygli vakti þó að Robert náðist á upptöku viðurkenna að hafa myrt fólk eftir að hann fór afsíðis enn með hljóðnema fastan á sér og sagði: „Myrti þau öll, að sjálfsögðu.“ Durst var, eins og áður segir, sakfelldur fyrir að hafa myrt Susan Berman vinkonu sína í desember árið 2000. Á þeim tíma var Berman að undirbúa sig undir það að s´tiga fra og segja lögreglu frá aðkomu sinnin að morðinu á Kathie. Að sögn saksóknara hafði Berman sagt vinum sínum að hún hafi logið til um fjarvistarsönnun Durst. Eftir morðið á Berman fór Durst í felur. Hann flutti til Galveston í Texas og þóttist þar vera mállaus kona. Durst myrti þar nágranna sinn, limlesti lík hans og kastaði út í sjó. Durst bar fyrir sig sjálfsvörn í málinu og var sýknaður af morðákæru en var sakfelldur fyrir að hafa fargað sönnunargögnum og fyrir að hafa losað sig við líkið. Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Auðkýfingurinn Robert Durst dæmdur í lífstíðarfangelsi Auðkýfingurinn Robert Durst, sem öðlaðist frægð þegar hann var viðfangsefni heimildarþáttaraðar HBO, The Jinx, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Susan Berman árið 2000. 14. október 2021 23:16 Auðkýfingurinn Robert Durst sakfelldur fyrir að myrða bestu vinkonu sína Robert Durst, sem er 78 ára gamall, var í dag sakfelldur fyrir að myrða Susan Berman árið 2000. Meðal sönnunargagna í málinu var atriði úr heimildarþætti um hann þar sem hann heyrðist segja „Þarna kom það. Þeir náðu þér.“ 17. september 2021 23:57 Robert Durst þarf að svara fyrir ummælin í The Jinx Bandaríski auðkýfingurinn Robert Durst þarf að svara til saka vegna andláts vinkonu hans, sem talið er að hafa verið myrt árið 2000. 26. október 2018 16:45 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Ákærudómstóll í New York fylki tilkynnti í gær að Durst yrði ákærður vegna málsins. Hann hefur lengi verið grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana en hann afplánar nú lífstíðardóm í Kaliforníu fyrir að hafa myrt vinkonu sína, sem hjálpaði Durst að fela morðið á Kathie. Fréttastofa AP segir frá. Durst var sakfelldur fyrir morðið í Los Angeles 14. október síðastliðinn en var stuttu síðar lagður inn á sjúkrahús vegna Covid-19, þar sem hann þurfti að vera í öndunarvél. Hann var í síðustu viku færður yfir á fangelsissjúkrahús. Handtökuskipun hefur nú verið gefin út á hendur honum í New York fylki. Kathie Durst hvarf 31. janúar 1982, þá aðeins 29 ára gömul og á síðasta ári sínu í læknisnámi. Hún og Robert, sem þá var 38 ára gamall höfðu verið gift í nær níu ár og bjuggu í bænum South Salem í New York. Lík Kathie fannst aldrei en að sögn Roberts hafði hún farið til New York borgar, þar sem hún stundaði nám, kvöldið sem síðast sást til hennar. Aldrei fengust sannanir fyrir því að hún hafi farið til New York. Robert skildi formlega við hana árið 1990 og vísaði þar til þess að hún hafi yfirgefið hann en hún var ekki úrskurðuð látin fyrr en árið 2017 að beiðni fjölskyldu hennar. „Myrti þau öll, að sjálfsögðu“ Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en gleymdist nær alveg þar til málið var til umfjöllunar í HBO heimildaþáttunum The Jinx sem komu út árið 2015. Í þáttunum voru tekin ítarleg og viðamikil viðtöl við Robert en mesta athygli vakti þó að Robert náðist á upptöku viðurkenna að hafa myrt fólk eftir að hann fór afsíðis enn með hljóðnema fastan á sér og sagði: „Myrti þau öll, að sjálfsögðu.“ Durst var, eins og áður segir, sakfelldur fyrir að hafa myrt Susan Berman vinkonu sína í desember árið 2000. Á þeim tíma var Berman að undirbúa sig undir það að s´tiga fra og segja lögreglu frá aðkomu sinnin að morðinu á Kathie. Að sögn saksóknara hafði Berman sagt vinum sínum að hún hafi logið til um fjarvistarsönnun Durst. Eftir morðið á Berman fór Durst í felur. Hann flutti til Galveston í Texas og þóttist þar vera mállaus kona. Durst myrti þar nágranna sinn, limlesti lík hans og kastaði út í sjó. Durst bar fyrir sig sjálfsvörn í málinu og var sýknaður af morðákæru en var sakfelldur fyrir að hafa fargað sönnunargögnum og fyrir að hafa losað sig við líkið.
Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Auðkýfingurinn Robert Durst dæmdur í lífstíðarfangelsi Auðkýfingurinn Robert Durst, sem öðlaðist frægð þegar hann var viðfangsefni heimildarþáttaraðar HBO, The Jinx, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Susan Berman árið 2000. 14. október 2021 23:16 Auðkýfingurinn Robert Durst sakfelldur fyrir að myrða bestu vinkonu sína Robert Durst, sem er 78 ára gamall, var í dag sakfelldur fyrir að myrða Susan Berman árið 2000. Meðal sönnunargagna í málinu var atriði úr heimildarþætti um hann þar sem hann heyrðist segja „Þarna kom það. Þeir náðu þér.“ 17. september 2021 23:57 Robert Durst þarf að svara fyrir ummælin í The Jinx Bandaríski auðkýfingurinn Robert Durst þarf að svara til saka vegna andláts vinkonu hans, sem talið er að hafa verið myrt árið 2000. 26. október 2018 16:45 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Auðkýfingurinn Robert Durst dæmdur í lífstíðarfangelsi Auðkýfingurinn Robert Durst, sem öðlaðist frægð þegar hann var viðfangsefni heimildarþáttaraðar HBO, The Jinx, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Susan Berman árið 2000. 14. október 2021 23:16
Auðkýfingurinn Robert Durst sakfelldur fyrir að myrða bestu vinkonu sína Robert Durst, sem er 78 ára gamall, var í dag sakfelldur fyrir að myrða Susan Berman árið 2000. Meðal sönnunargagna í málinu var atriði úr heimildarþætti um hann þar sem hann heyrðist segja „Þarna kom það. Þeir náðu þér.“ 17. september 2021 23:57
Robert Durst þarf að svara fyrir ummælin í The Jinx Bandaríski auðkýfingurinn Robert Durst þarf að svara til saka vegna andláts vinkonu hans, sem talið er að hafa verið myrt árið 2000. 26. október 2018 16:45