Segir „ofbeldismenningu“ ríkja á skrifstofu Eflingar Kjartan Kjartansson skrifar 2. nóvember 2021 20:22 Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, dró upp dökka mynd af starfsfólki á skrifstofu félagsins í Kastljósi í kvöld. Vísir/Vilhelm Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir hálfgerða ofbeldismenningu ríkja á skrifstofu stéttarfélagsins þar sem starfsfólk telji sig geta farið fram með grófar og ósannar ásakanir. Hann telur ekki að neikvæð upplifun starfsfólks á vinnustaðnum hafi verið raunveruleg. Sólveig Anna Jónsdóttir tilkynnti um afsögn sína sem formaður Eflingar vegna innanhússdeilna á skrifstofu Eflingar á sunnudagskvöld. Viðar hætti störfum fyrir félagið í kjölfarið. Ástæða afsagnar Sólveigar Önnu var sú að hún taldi að starfsfólk á skrifstofu Eflingar hefði lýst yfir vantrausti á sig með því að draga ekki til baka ályktun frá því í sumar þar sem það lýsti ótta við fyrirvaralausar uppsagnir og ógnarstjórn þegar hún fór fram á það á föstudag. Viðar var spurður út í atganginn á skrifstofu Eflingar í viðtali í Kastljósi á Ríkisútvarpinu í kvöld. Þar sagði hann að stjórnendur félagsins hefðu rætt við trúnaðarmenn eftir að starfsfólkið samþykkti ályktun sína í júní. Hann hafi talið að þar með væri málið leyst. Af einhverjum ástæðum hefði ályktunin haldið áfram í umferð og umræðu. Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður hjá Eflingu, hafi fengið pata af tilvist hennar og hafið herferð til að fá hana afhenta. Þá hafi mannauðsstjóri verið fenginn til að kynna fyrir stjórninni umbætur í starfsmannamálum og aðrir stjórnarmenn en Guðmundur verið sáttir við stöðuna í þeim. Komist upp með grófar og ósannar ásakanir Í ályktuninni sem um ræðir lýstu starfsmenn vanlíðan í vinnunni og ótta við fyrirvaralausar uppsagnir. Viðar gaf lítið fyrir þær lýsingar í Kastljósi og sagði að sér væri ekki kunnugt um að ástandið sem í henni var lýst hafi verið raunverulegt. Spurður að því hvers vegna svo mikill munur væri á upplifun starfsfólksins annars vegar og lýsingum þeirra Sólveigar vísaði Viðar til menningar sem hafi myndast strax eftir að Sólveig Anna var kjörin formaður Eflingar árið 2018. Efling hafi þá ekki verið raunveruleg baráttusamtök um áratugaskeið og til að breyta því hafi þurft að ráðast í stórtækar breytingar á rekstri og skipulagi, þar á meðal í ráðningum og skipulagsmálum. Margir úr stjórnendahóp félagsins hafi hætt sjálfviljugir. Óánægðir fyrrverandi starfsmenn hafi í kjölfarið farið af stað með neikvæða umfjöllun og rógburð um kjarasamningsbrot í fjölmiðlum. Viðar fullyrti að þetta hefði haft mikil áhrif á vinnustaðinn og umræðuna um félagið og forystusveit þess. Þetta hefði leitt til þess að fólk hafi talið sig geta komist auðveldlega upp með að fara fram með grófar og ósannar ásakanir á hendur Sólveigu Önnu og honum. Þessi reynsla hafi mótað hugi kjarna starfsfólks á vinnustaðnum þannig að þegar upp hafi komið annars auðleysanleg vandamál hafi verið farið út í menninguna sem var komið af stað árið 2018. „Ég kalla þetta hálfgerða ofbeldismenningu,“ sagði Viðar. Starfsfólk haldi trúverðugleika Eflingar í gíslingu Þegar Viðar var spurður út í ánægju starfsfólks á skrifstofunni sem þau Sólveig Anna réðu þangað inn sagðist hann ekki geta rætt óánægju einstakra starfsmanna. Lærdómurinn sem þau Sólveig Anna drægju af reynslu sinni væri að ekki hafi verið nógu langt gengið í að endurheimta félagið til félagsmanna og að starfsfólk þess hafi haldið trúverðugleika þess í gíslingu. Það hafi verið tilbúið að setja formanninn í þá stöðu að lýsa henni og stjórnarháttum hennar sem ofbeldi og kjarasamningsbrotum vegna sjálfsagðra skipulagsbreytinga. Sagði hann þau Sólveigu Önnu hafa þurft að láta af störfum þar sem þau hafi verið svipt trúverðugleika sínum í að ræða um raunveruleg vandamál og brot gegn félagsmönnum Eflingar vegna ásakananna á hendum þeim. Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Sólveig segir af sér sem varaforseti ASÍ Sólveig Anna Jónsdóttir fyrrverandi formaður hefur sagt af sér sem varaforseti ASÍ og jafnframt hefur hún sagt sig frá varaformennsku hjá Starfsgreinasambandinu. 2. nóvember 2021 16:09 Ekki vilji starfsmanna að Sólveig Anna segði af sér Trúnaðarmenn hjá Eflingu segja í yfirlýsingu fyrir hönd starfsmanna stéttarfélagsins að ekki hafi verið vilji eða meining starfsmannafundar síðastliðinn föstudag að Sólveig Anna segði af sér formennsku. 2. nóvember 2021 12:32 Segir starfsmann Eflingar hafa rætt um að beita sig ofbeldi Ónefndur karlmaður á skrifstofu stéttarfélagsins Eflingar ræddi um að skaða Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fráfarandi formann félagsins. Þetta fullyrðir hún í færslu á samfélagsmiðli þar sem hún gagnrýnir enn fyrrverandi samstarfsfólk sitt. 1. nóvember 2021 21:47 Sólin að setjast á stormasama, tíðindamikla, róttæka og herskáa formannstíð Sólveigar Önnu Óhætt er að segja að formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttir, sem sagði af sér sem formaður Eflingar í fyrradag, hafi verið viðburðarrík þótt hún hafi aðeins setið sem formaður í þrjú ár. Sólveig Anna boðaði herskáa og róttæka stéttabaráttu frá upphafi formannstíðar hennar, sem var bæði stormasöm og tíðindamikil. 2. nóvember 2021 06:01 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir tilkynnti um afsögn sína sem formaður Eflingar vegna innanhússdeilna á skrifstofu Eflingar á sunnudagskvöld. Viðar hætti störfum fyrir félagið í kjölfarið. Ástæða afsagnar Sólveigar Önnu var sú að hún taldi að starfsfólk á skrifstofu Eflingar hefði lýst yfir vantrausti á sig með því að draga ekki til baka ályktun frá því í sumar þar sem það lýsti ótta við fyrirvaralausar uppsagnir og ógnarstjórn þegar hún fór fram á það á föstudag. Viðar var spurður út í atganginn á skrifstofu Eflingar í viðtali í Kastljósi á Ríkisútvarpinu í kvöld. Þar sagði hann að stjórnendur félagsins hefðu rætt við trúnaðarmenn eftir að starfsfólkið samþykkti ályktun sína í júní. Hann hafi talið að þar með væri málið leyst. Af einhverjum ástæðum hefði ályktunin haldið áfram í umferð og umræðu. Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður hjá Eflingu, hafi fengið pata af tilvist hennar og hafið herferð til að fá hana afhenta. Þá hafi mannauðsstjóri verið fenginn til að kynna fyrir stjórninni umbætur í starfsmannamálum og aðrir stjórnarmenn en Guðmundur verið sáttir við stöðuna í þeim. Komist upp með grófar og ósannar ásakanir Í ályktuninni sem um ræðir lýstu starfsmenn vanlíðan í vinnunni og ótta við fyrirvaralausar uppsagnir. Viðar gaf lítið fyrir þær lýsingar í Kastljósi og sagði að sér væri ekki kunnugt um að ástandið sem í henni var lýst hafi verið raunverulegt. Spurður að því hvers vegna svo mikill munur væri á upplifun starfsfólksins annars vegar og lýsingum þeirra Sólveigar vísaði Viðar til menningar sem hafi myndast strax eftir að Sólveig Anna var kjörin formaður Eflingar árið 2018. Efling hafi þá ekki verið raunveruleg baráttusamtök um áratugaskeið og til að breyta því hafi þurft að ráðast í stórtækar breytingar á rekstri og skipulagi, þar á meðal í ráðningum og skipulagsmálum. Margir úr stjórnendahóp félagsins hafi hætt sjálfviljugir. Óánægðir fyrrverandi starfsmenn hafi í kjölfarið farið af stað með neikvæða umfjöllun og rógburð um kjarasamningsbrot í fjölmiðlum. Viðar fullyrti að þetta hefði haft mikil áhrif á vinnustaðinn og umræðuna um félagið og forystusveit þess. Þetta hefði leitt til þess að fólk hafi talið sig geta komist auðveldlega upp með að fara fram með grófar og ósannar ásakanir á hendur Sólveigu Önnu og honum. Þessi reynsla hafi mótað hugi kjarna starfsfólks á vinnustaðnum þannig að þegar upp hafi komið annars auðleysanleg vandamál hafi verið farið út í menninguna sem var komið af stað árið 2018. „Ég kalla þetta hálfgerða ofbeldismenningu,“ sagði Viðar. Starfsfólk haldi trúverðugleika Eflingar í gíslingu Þegar Viðar var spurður út í ánægju starfsfólks á skrifstofunni sem þau Sólveig Anna réðu þangað inn sagðist hann ekki geta rætt óánægju einstakra starfsmanna. Lærdómurinn sem þau Sólveig Anna drægju af reynslu sinni væri að ekki hafi verið nógu langt gengið í að endurheimta félagið til félagsmanna og að starfsfólk þess hafi haldið trúverðugleika þess í gíslingu. Það hafi verið tilbúið að setja formanninn í þá stöðu að lýsa henni og stjórnarháttum hennar sem ofbeldi og kjarasamningsbrotum vegna sjálfsagðra skipulagsbreytinga. Sagði hann þau Sólveigu Önnu hafa þurft að láta af störfum þar sem þau hafi verið svipt trúverðugleika sínum í að ræða um raunveruleg vandamál og brot gegn félagsmönnum Eflingar vegna ásakananna á hendum þeim.
Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Sólveig segir af sér sem varaforseti ASÍ Sólveig Anna Jónsdóttir fyrrverandi formaður hefur sagt af sér sem varaforseti ASÍ og jafnframt hefur hún sagt sig frá varaformennsku hjá Starfsgreinasambandinu. 2. nóvember 2021 16:09 Ekki vilji starfsmanna að Sólveig Anna segði af sér Trúnaðarmenn hjá Eflingu segja í yfirlýsingu fyrir hönd starfsmanna stéttarfélagsins að ekki hafi verið vilji eða meining starfsmannafundar síðastliðinn föstudag að Sólveig Anna segði af sér formennsku. 2. nóvember 2021 12:32 Segir starfsmann Eflingar hafa rætt um að beita sig ofbeldi Ónefndur karlmaður á skrifstofu stéttarfélagsins Eflingar ræddi um að skaða Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fráfarandi formann félagsins. Þetta fullyrðir hún í færslu á samfélagsmiðli þar sem hún gagnrýnir enn fyrrverandi samstarfsfólk sitt. 1. nóvember 2021 21:47 Sólin að setjast á stormasama, tíðindamikla, róttæka og herskáa formannstíð Sólveigar Önnu Óhætt er að segja að formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttir, sem sagði af sér sem formaður Eflingar í fyrradag, hafi verið viðburðarrík þótt hún hafi aðeins setið sem formaður í þrjú ár. Sólveig Anna boðaði herskáa og róttæka stéttabaráttu frá upphafi formannstíðar hennar, sem var bæði stormasöm og tíðindamikil. 2. nóvember 2021 06:01 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Sólveig segir af sér sem varaforseti ASÍ Sólveig Anna Jónsdóttir fyrrverandi formaður hefur sagt af sér sem varaforseti ASÍ og jafnframt hefur hún sagt sig frá varaformennsku hjá Starfsgreinasambandinu. 2. nóvember 2021 16:09
Ekki vilji starfsmanna að Sólveig Anna segði af sér Trúnaðarmenn hjá Eflingu segja í yfirlýsingu fyrir hönd starfsmanna stéttarfélagsins að ekki hafi verið vilji eða meining starfsmannafundar síðastliðinn föstudag að Sólveig Anna segði af sér formennsku. 2. nóvember 2021 12:32
Segir starfsmann Eflingar hafa rætt um að beita sig ofbeldi Ónefndur karlmaður á skrifstofu stéttarfélagsins Eflingar ræddi um að skaða Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fráfarandi formann félagsins. Þetta fullyrðir hún í færslu á samfélagsmiðli þar sem hún gagnrýnir enn fyrrverandi samstarfsfólk sitt. 1. nóvember 2021 21:47
Sólin að setjast á stormasama, tíðindamikla, róttæka og herskáa formannstíð Sólveigar Önnu Óhætt er að segja að formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttir, sem sagði af sér sem formaður Eflingar í fyrradag, hafi verið viðburðarrík þótt hún hafi aðeins setið sem formaður í þrjú ár. Sólveig Anna boðaði herskáa og róttæka stéttabaráttu frá upphafi formannstíðar hennar, sem var bæði stormasöm og tíðindamikil. 2. nóvember 2021 06:01
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda