Sport

Útherji Las Vegas Raiders varð öðrum ökumanni að bana

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Henry Ruggs III verður að öllum líkindum ákærður fyrir að keyra undir áhrifum sem varð til þess að annar ökumaður lést.
Henry Ruggs III verður að öllum líkindum ákærður fyrir að keyra undir áhrifum sem varð til þess að annar ökumaður lést. Ethan Miller/Getty Images

Útherjinn Henry Ruggs III, sem leikur með Las Vegas Raiders í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, varð í dag öðrum ökumanni að bana er hann keyrði undir áhrifum.

Lögreglan í Las Vegas var kölluð út klukkan 03:39 í nótt, eða klukkan 10:39 á íslenskum tíma. Lögreglan kom að bílslysi þar sem að Chevrolet Corvette-bifreið Ruggs hafði lent aftan á Toyota Rav4.

Toyota-bifreiðin stóð í ljósum logum er lögreglan mætti á svæðið, og ökumaður bílsins var þegar látinn.

Ruggs var enn á vettvangi þegar lögreglan kom á svæðið og virtist hann sýna þess merki að hann væri undir áhrifum.

Hann var færður á nálægt sjúkrahús þar sem gert var að minniháttar áverkum, en búist er við því að útherjinn verði ákærður fyrir að keyra undir áhrifum og verða þannig valdur að dauða annarrar manneskju.


NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.990 krónur á mánuði.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×