Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 77-70 | Montrétturinn er Njarðvíkinga sem tylltu sér á toppinn Atli Arason skrifar 3. nóvember 2021 23:00 Aliyah A'taeya Collier átti frábæran leik í liði Njarðvíkur. Vísir/Bára Dröfn Nýliðar Njarðvíkur kórónuðu frábæra byrjun sína á tímabilinu með því að skella grönnum sínum í Keflavík í Suðurnesja- og toppslag umferðarinnar í Subway-deild kvenna í körfubolta. Lokatölur í kvöld 77-70 og toppsætið sem og montrétturinn því Njarðvíkinga að svo stöddu. Þetta var leikur mikla áhlaupa en Njarðvíkingar byrjuðu leikinn af fítonskrafti. Eftir rúman tveggja mínúta leik var staðan orðinn 8-2, en þá fær Tunde Kilin, leikmaður Keflavíkur, dæma á sig óíþróttamannslega villu. Njarðvíkingar fá tvö víti og boltann að auki og setja niður 4 stig í röð. Eftir það vaknaði Keflavíkur hraðlestin og þær skoruðu næstu 8 stig leiksins til að komast í forystu, 8-10, þegar fyrsti leikhluti var rétt tæplega hálfnaður. Við tók æsi spennandi kafli þar sem bæði lið skiptust á því að setja boltann ofan í körfuna sitt hvoru megin. Njarðvíkingar gerðu þó örlítið fleiri körfur og unnu fyrsta leikhluta með tveimur stigum, 18-16. Annar leikhluti hélt áfram á svipaðan hátt, liðin skiptust á því að halda í forskotið og á sama tíma gefa það frá sér. Þegar tæpar 14 mínútur eru búnar af leiknum þá skýtur Kamilla Sól, leikmaður Njarðvíkur, þriggja stiga tilraun sem svífur ofan í körfuna og kemur heimakonum þar með í 5 stiga forskot, 27-22, sem var mesti munurinn á milli liðanna til þessa frá því snemma í fyrsta leikhluta. Eins og áður þá vöknuðu Keflvíkingar til lífsins þegar Njarðvíkingar komu með áhlaup og svöruðu með sínu eigin áhlaupi og næstu níu stig voru Keflvíkinga, Tunde Kilin gerði þrjú stig og Anna Ingunn sex og Keflavík aftur komið yfir, 27-31. Gestunum tókst aðeins að halda í þetta forskot að þessu sinni en þegar tvær mínútur lifðu eftir af leikhlutanum jafnaði Diane Diéné leikinn í 33-33. Njarðvíkingar voru svo sterkari það sem eftir lifði af fjórðungnum sem þær unnu með fimm stigum, 40-35. Keflvíkingar koma óðar út úr hálfleikshléinu og inn í þriðja leikhluta. Gestirnir skoruðu fyrstu 7 stig leikhlutans og komust yfir í stöðunni 40-42. Eftir þetta áhlaup Keflavíkur kom áhlaup Njarðvíkur sem skoruðu næstu 11 stig leiksins en Aliyah Collier gerði 6 af þessum 11 stigum og staðan orðinn 51-42 þegar þriðji leikhluti er hálfnaður. Eftir þetta var ekki aftur snúið fyrir heimakonur en þær komust mest í 10 stiga forystu, sem var mesti munur milli liðanna í leiknum, þegar De Silva setur niður auðvelt sniðskot og staðan orðin 57-47 og tvær mínútur eru eftir af leikhlutanum. Keflvíkingar settu síðustu fjögur stig leikhlutans og skorið fyrir loka fjórðunginn var því 57-51. Gestirnir byrjuðu fjórða leikhluta vel en Njarðvíkingum gekk illa að ráða við Danielu Wallen sem skoraði sjö af fyrstu níu stigum Keflavíkur í fjórðungnum, allt frá vítalínunni. Staðan var því 62-60 þegar fjórar mínútur voru liðnar af síðasta leikhlutanum, en nær komst Keflavík ekki. Njarðvíkingar skoruðu næstu 8 stig og munurinn aftur orðinn 10 stig, 70-60, þegar lítið er eftir. Gestirnir náðu ekki að brúa þetta bil og fór svo að lokum að Njarðvík vann sjö stiga sigur, 77-70. Af hverju vann Njarðvík? Varnarleikur Njarðvíkur verður að fá hrós en þær voru þó umfram allt mjög öflugar í fráköstunum. Njarðvík tók 54 fráköst gegn 35 hjá Keflavík en heimakonur skoruðu alls 15 stig úr seinni tilraun gegn aðeins tveimur frá Keflavík. Hverjar stóðu upp úr? Aliyah Collier heldur áfram að vera óstöðvandi hjá þeim grænklæddu. Collier var stigahæst í leiknum með 27 stig, hún var fákastahæst allra á vellinum með 16 fráköst og gaf þess að auki 5 stoðsendingar, en enginn leikmaður náði að gefa fleiri stoðsendingar í kvöld. Frammistaða sem skilaði henni alls 27 framlagspunktum. Hjá gestunum var Daniela Wallen stigahæst með 23 stig og 14 fráköst. Hvað gerist næst? Við tekur landsleikjahlé og því verður gert stutt hlé á deildinni. Næsti leikur Keflavíkur er á útivelli gegn Skallagrím þann 21. nóvember en sama dag taka Njarðvíkingar á móti Haukum í Ljónagryfjunni. „Líklega slakasti leikurinn sem við höfum spilað í vetur“ Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður karlaliðs Keflavíkur og aðstoðarþjálfari kvennaliðs Keflavíkur. Hörður Axel Vilhjálmsson, aðstoðarþjálfari Keflavíkur, var til tals eftir leik en Jón Halldór Eðvaldsson, aðalþjálfari Keflavíkur, yfirgaf húsið fljótlega eftir leik og gaf ekki kost á viðtali. „Við förum í alla leiki til að vinna og okkur finnst við vera með lið til að gera það. Þegar það gengur ekki upp þá erum við svekkt yfir úrslitunum,“ sagði Hörður Axel í viðtali við Vísi eftir leik. Að mati Harðar var þetta slakasti leikur liðsins í vetur og að hans mati var mikið sem fór úrskeiðis hjá Keflavík í kvöld. „Það var ansi margt. Þetta er líklega slakasti leikurinn sem við höfum spilað í vetur. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er, hvort það sé andrúmsloftið og að hér sé mikið af fólki sem er kannski aðeins öðruvísi en hefur verið undanfarið. Það er líka að við vorum að elta leikinn nánast allan tímann og mér fannst við vera að flýta okkur of mikið. Sérstaklega sóknarlega. Þetta er eitthvað sem við munum læra af.“ Það var ekki mikið sem kom Keflvíkingum á óvart í leik Njarðvíkur í kvöld að frátöldu einu kerfi sem þær bjuggust ekki við frá heimakonum. „Nei í rauninni ekki, það var kannski eitt kerfi sem þau breyttu þar sem þær póstuðu upp Kanann sinn öðruvísi en þær hafa verið að gera í vetur sem er bara flott hjá þeim. Það er kannski það eina,“ svaraði Hörður, aðspurður af því hvort að leikplan Njarðvíkur hafi komið þeim að óvörum í þessum leik. Fram undan er landsleikjahlé hjá kvennalandsliðum og því verður gert stutt hlé á deildinni áður en Keflavík á leik við Skallagrím þann 21. nóvember. Keflvíkingar ætla að nýta sér þessa pásu til gagns. „Það er margt sem við getum unnið í og sem við munum vinna í. Á sama tíma þurfum við að læra að halda kúlinu þegar það gengur kannski ekki fullkomlega upp sóknar- og varnarlega. Að halda trúnni og halda róinni í því sem við erum að gera,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, aðstoðarþjálfari Keflavíkur. „Þetta er sá leikur sem skiptir mestu máli fyrir bæjarfélagið“ Rúnar Ingi Erlingsson var ángæður með sigur kvöldsinsFacebook/Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum afar sáttur með sigurinn í kvöld. Montrétturinn í Reykjanesbæ er nú Njarðvíkinga. „Við komum hérna í dag til að sækja sigur og við trúðum því að við gætum unnið þetta mjög góða Keflavíkur lið. Það er ekki á hverjum degi sem kvennalið Njarðvíkur er á sama stað og kvennalið Keflavíkur. Við komum hingað til að ná í sigur og við gerðum það,“ sagði Rúnar Ingi í viðtali við Vísi eftir leik. Að mati Rúnars eru það litlu atriðin sem skipta sköpum í sigri Njarðvíkur í kvöld. „Þetta eru svo mikil smáatriði, lausu boltarnir, fráköstin, passa að gefa þeim ekki vond ‘turnover‘ á opnum velli sem þær eru mjög góðar að nýta sér. Það eru þessir litlu hlutir, það er erfitt að lýsa því en mér fannst við gera mjög vel. Við þurftum að breyta aðeins um varnarplan þegar líða tók á leikinn. Ég er með leikmenn sem eru miklir leiðtogar og þær finna lausnirnar sjálfar inn á vellinum sem er frábært.“ Anna Ingunn Svansdóttir, leikmaður Keflavíkur, var að leika Njarðvíkinga grátt í fyrri hálfleik en þar var hún stigahæst Keflvíkinga með 13 stig. Heimakonur náðu að loka á Önnu í þriðja leikhluta þar sem hún náði ekki að skora áður en Anna setur svo sjö stig á töfluna undir lok leiksins þegar Njarðvík var nánast með sigurinn vísan. „Við vorum kannski aðeins að svindla á leikplaninu okkar í fyrri hálfleik þannig við gerðum [í síðari hálfleik] ákveðna hluti bara betur og svo breyttum við aðeins hvernig við vorum að eiga við hana [Önnu Ingunni] á bolta ‘screen-um.‘ Það gekk upp en hún á samt frábæran leik og við ætlum okkur að láta hana skora minna næst,“ svaraði Rúnar aðspurður að því hvernig þær náðu að loka á Önnu í síðari hálfleik. Njarðvík vann alla leikhluta leiksins í kvöld en þó mjög tæpt, stærsti leikhlutasigurinn var sá annar sem vannst þó með aðeins þremur stigum. Leikurinn var heilt yfir jafn, hraður og spennandi. Bæði lið sýndu mikinn baráttuvilja og stúkan í Ljónagryfjunni var nánast troðfull af stuðningsmönnum beggja liða. Rúnar kveðst strax orðinn spenntur fyrir næsta leik þessara liða, í leik sem er stærri en aðrir. „29. desember, á milli jóla og nýárs. Það verður bara veisla og það verður ekkert minna stríð þá en núna. Það sést alveg, þó svo að einhverjir segja að þetta er bara einn annar leikur, þá er þetta ekkert einn annar leikur. Þetta er sá leikur sem skiptir mestu máli fyrir bæjarfélagið og rosa gaman að ná í sigur,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF Íslenski körfuboltinn
Nýliðar Njarðvíkur kórónuðu frábæra byrjun sína á tímabilinu með því að skella grönnum sínum í Keflavík í Suðurnesja- og toppslag umferðarinnar í Subway-deild kvenna í körfubolta. Lokatölur í kvöld 77-70 og toppsætið sem og montrétturinn því Njarðvíkinga að svo stöddu. Þetta var leikur mikla áhlaupa en Njarðvíkingar byrjuðu leikinn af fítonskrafti. Eftir rúman tveggja mínúta leik var staðan orðinn 8-2, en þá fær Tunde Kilin, leikmaður Keflavíkur, dæma á sig óíþróttamannslega villu. Njarðvíkingar fá tvö víti og boltann að auki og setja niður 4 stig í röð. Eftir það vaknaði Keflavíkur hraðlestin og þær skoruðu næstu 8 stig leiksins til að komast í forystu, 8-10, þegar fyrsti leikhluti var rétt tæplega hálfnaður. Við tók æsi spennandi kafli þar sem bæði lið skiptust á því að setja boltann ofan í körfuna sitt hvoru megin. Njarðvíkingar gerðu þó örlítið fleiri körfur og unnu fyrsta leikhluta með tveimur stigum, 18-16. Annar leikhluti hélt áfram á svipaðan hátt, liðin skiptust á því að halda í forskotið og á sama tíma gefa það frá sér. Þegar tæpar 14 mínútur eru búnar af leiknum þá skýtur Kamilla Sól, leikmaður Njarðvíkur, þriggja stiga tilraun sem svífur ofan í körfuna og kemur heimakonum þar með í 5 stiga forskot, 27-22, sem var mesti munurinn á milli liðanna til þessa frá því snemma í fyrsta leikhluta. Eins og áður þá vöknuðu Keflvíkingar til lífsins þegar Njarðvíkingar komu með áhlaup og svöruðu með sínu eigin áhlaupi og næstu níu stig voru Keflvíkinga, Tunde Kilin gerði þrjú stig og Anna Ingunn sex og Keflavík aftur komið yfir, 27-31. Gestunum tókst aðeins að halda í þetta forskot að þessu sinni en þegar tvær mínútur lifðu eftir af leikhlutanum jafnaði Diane Diéné leikinn í 33-33. Njarðvíkingar voru svo sterkari það sem eftir lifði af fjórðungnum sem þær unnu með fimm stigum, 40-35. Keflvíkingar koma óðar út úr hálfleikshléinu og inn í þriðja leikhluta. Gestirnir skoruðu fyrstu 7 stig leikhlutans og komust yfir í stöðunni 40-42. Eftir þetta áhlaup Keflavíkur kom áhlaup Njarðvíkur sem skoruðu næstu 11 stig leiksins en Aliyah Collier gerði 6 af þessum 11 stigum og staðan orðinn 51-42 þegar þriðji leikhluti er hálfnaður. Eftir þetta var ekki aftur snúið fyrir heimakonur en þær komust mest í 10 stiga forystu, sem var mesti munur milli liðanna í leiknum, þegar De Silva setur niður auðvelt sniðskot og staðan orðin 57-47 og tvær mínútur eru eftir af leikhlutanum. Keflvíkingar settu síðustu fjögur stig leikhlutans og skorið fyrir loka fjórðunginn var því 57-51. Gestirnir byrjuðu fjórða leikhluta vel en Njarðvíkingum gekk illa að ráða við Danielu Wallen sem skoraði sjö af fyrstu níu stigum Keflavíkur í fjórðungnum, allt frá vítalínunni. Staðan var því 62-60 þegar fjórar mínútur voru liðnar af síðasta leikhlutanum, en nær komst Keflavík ekki. Njarðvíkingar skoruðu næstu 8 stig og munurinn aftur orðinn 10 stig, 70-60, þegar lítið er eftir. Gestirnir náðu ekki að brúa þetta bil og fór svo að lokum að Njarðvík vann sjö stiga sigur, 77-70. Af hverju vann Njarðvík? Varnarleikur Njarðvíkur verður að fá hrós en þær voru þó umfram allt mjög öflugar í fráköstunum. Njarðvík tók 54 fráköst gegn 35 hjá Keflavík en heimakonur skoruðu alls 15 stig úr seinni tilraun gegn aðeins tveimur frá Keflavík. Hverjar stóðu upp úr? Aliyah Collier heldur áfram að vera óstöðvandi hjá þeim grænklæddu. Collier var stigahæst í leiknum með 27 stig, hún var fákastahæst allra á vellinum með 16 fráköst og gaf þess að auki 5 stoðsendingar, en enginn leikmaður náði að gefa fleiri stoðsendingar í kvöld. Frammistaða sem skilaði henni alls 27 framlagspunktum. Hjá gestunum var Daniela Wallen stigahæst með 23 stig og 14 fráköst. Hvað gerist næst? Við tekur landsleikjahlé og því verður gert stutt hlé á deildinni. Næsti leikur Keflavíkur er á útivelli gegn Skallagrím þann 21. nóvember en sama dag taka Njarðvíkingar á móti Haukum í Ljónagryfjunni. „Líklega slakasti leikurinn sem við höfum spilað í vetur“ Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður karlaliðs Keflavíkur og aðstoðarþjálfari kvennaliðs Keflavíkur. Hörður Axel Vilhjálmsson, aðstoðarþjálfari Keflavíkur, var til tals eftir leik en Jón Halldór Eðvaldsson, aðalþjálfari Keflavíkur, yfirgaf húsið fljótlega eftir leik og gaf ekki kost á viðtali. „Við förum í alla leiki til að vinna og okkur finnst við vera með lið til að gera það. Þegar það gengur ekki upp þá erum við svekkt yfir úrslitunum,“ sagði Hörður Axel í viðtali við Vísi eftir leik. Að mati Harðar var þetta slakasti leikur liðsins í vetur og að hans mati var mikið sem fór úrskeiðis hjá Keflavík í kvöld. „Það var ansi margt. Þetta er líklega slakasti leikurinn sem við höfum spilað í vetur. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er, hvort það sé andrúmsloftið og að hér sé mikið af fólki sem er kannski aðeins öðruvísi en hefur verið undanfarið. Það er líka að við vorum að elta leikinn nánast allan tímann og mér fannst við vera að flýta okkur of mikið. Sérstaklega sóknarlega. Þetta er eitthvað sem við munum læra af.“ Það var ekki mikið sem kom Keflvíkingum á óvart í leik Njarðvíkur í kvöld að frátöldu einu kerfi sem þær bjuggust ekki við frá heimakonum. „Nei í rauninni ekki, það var kannski eitt kerfi sem þau breyttu þar sem þær póstuðu upp Kanann sinn öðruvísi en þær hafa verið að gera í vetur sem er bara flott hjá þeim. Það er kannski það eina,“ svaraði Hörður, aðspurður af því hvort að leikplan Njarðvíkur hafi komið þeim að óvörum í þessum leik. Fram undan er landsleikjahlé hjá kvennalandsliðum og því verður gert stutt hlé á deildinni áður en Keflavík á leik við Skallagrím þann 21. nóvember. Keflvíkingar ætla að nýta sér þessa pásu til gagns. „Það er margt sem við getum unnið í og sem við munum vinna í. Á sama tíma þurfum við að læra að halda kúlinu þegar það gengur kannski ekki fullkomlega upp sóknar- og varnarlega. Að halda trúnni og halda róinni í því sem við erum að gera,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, aðstoðarþjálfari Keflavíkur. „Þetta er sá leikur sem skiptir mestu máli fyrir bæjarfélagið“ Rúnar Ingi Erlingsson var ángæður með sigur kvöldsinsFacebook/Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum afar sáttur með sigurinn í kvöld. Montrétturinn í Reykjanesbæ er nú Njarðvíkinga. „Við komum hérna í dag til að sækja sigur og við trúðum því að við gætum unnið þetta mjög góða Keflavíkur lið. Það er ekki á hverjum degi sem kvennalið Njarðvíkur er á sama stað og kvennalið Keflavíkur. Við komum hingað til að ná í sigur og við gerðum það,“ sagði Rúnar Ingi í viðtali við Vísi eftir leik. Að mati Rúnars eru það litlu atriðin sem skipta sköpum í sigri Njarðvíkur í kvöld. „Þetta eru svo mikil smáatriði, lausu boltarnir, fráköstin, passa að gefa þeim ekki vond ‘turnover‘ á opnum velli sem þær eru mjög góðar að nýta sér. Það eru þessir litlu hlutir, það er erfitt að lýsa því en mér fannst við gera mjög vel. Við þurftum að breyta aðeins um varnarplan þegar líða tók á leikinn. Ég er með leikmenn sem eru miklir leiðtogar og þær finna lausnirnar sjálfar inn á vellinum sem er frábært.“ Anna Ingunn Svansdóttir, leikmaður Keflavíkur, var að leika Njarðvíkinga grátt í fyrri hálfleik en þar var hún stigahæst Keflvíkinga með 13 stig. Heimakonur náðu að loka á Önnu í þriðja leikhluta þar sem hún náði ekki að skora áður en Anna setur svo sjö stig á töfluna undir lok leiksins þegar Njarðvík var nánast með sigurinn vísan. „Við vorum kannski aðeins að svindla á leikplaninu okkar í fyrri hálfleik þannig við gerðum [í síðari hálfleik] ákveðna hluti bara betur og svo breyttum við aðeins hvernig við vorum að eiga við hana [Önnu Ingunni] á bolta ‘screen-um.‘ Það gekk upp en hún á samt frábæran leik og við ætlum okkur að láta hana skora minna næst,“ svaraði Rúnar aðspurður að því hvernig þær náðu að loka á Önnu í síðari hálfleik. Njarðvík vann alla leikhluta leiksins í kvöld en þó mjög tæpt, stærsti leikhlutasigurinn var sá annar sem vannst þó með aðeins þremur stigum. Leikurinn var heilt yfir jafn, hraður og spennandi. Bæði lið sýndu mikinn baráttuvilja og stúkan í Ljónagryfjunni var nánast troðfull af stuðningsmönnum beggja liða. Rúnar kveðst strax orðinn spenntur fyrir næsta leik þessara liða, í leik sem er stærri en aðrir. „29. desember, á milli jóla og nýárs. Það verður bara veisla og það verður ekkert minna stríð þá en núna. Það sést alveg, þó svo að einhverjir segja að þetta er bara einn annar leikur, þá er þetta ekkert einn annar leikur. Þetta er sá leikur sem skiptir mestu máli fyrir bæjarfélagið og rosa gaman að ná í sigur,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti