Demókratinn hélt velli í New Jersey Þorgils Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 23:42 Phil Murphy var naumlega endurkjörinn ríkisstjóri New Jersey. Mark Makela/Getty Images Demókratinn Philip Murphy mun sitja annað tímabil sem ríkisstjóri í New Jersey, en hann sigraði repúblikanann Jack Ciattarelli afar naumlega. Kosningarnar fóru fram í gær, en svo mjótt var á munum að hann var ekki lýstur sigurvegari fyrr en í kvöld, þegar um 90% atkvæða höfðu verið talin. Þá munaði tæpum 20.000 atkvæðum milli frambjóðendanna, eða um 0,8%. Demókratar geta því andað léttar, en flokksbróðir hans Terry McAuliffe tapaði ríkisstjórastólnum í Virginíuríki til repúblikanans Glenn Youngkin í gær. Fyrirfram var búist við öruggum sigri Murphys, enda New Jersey jafnan hneigst að demókrötum, en strangar aðgerðir hans í Covid-faraldrinum öfluðu honum lítilla vinsælda. Auk þess þykir fylgistap Joe Bidens forseta sýna veika stöðu demókrata á landsvísu. Niðurstaða kosninganna í gær ætti að hringja viðvörunarbjöllum fyrir demókrata í aðdraganda þingkosninga sem fara fram á næsta ári. Mun útkoman úr umbótalögum Bidens sem liggja nú fyrir þinginu sennilega ráða miklu þar um. Eftir að tapið í Virginíu lá fyrir sagði Biden að ljóst væri að fólk sé ósátt og í óvissum en hann sór þó að halda sínu striki og berjast fyrir að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið. Bandaríkin Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Kosningarnar fóru fram í gær, en svo mjótt var á munum að hann var ekki lýstur sigurvegari fyrr en í kvöld, þegar um 90% atkvæða höfðu verið talin. Þá munaði tæpum 20.000 atkvæðum milli frambjóðendanna, eða um 0,8%. Demókratar geta því andað léttar, en flokksbróðir hans Terry McAuliffe tapaði ríkisstjórastólnum í Virginíuríki til repúblikanans Glenn Youngkin í gær. Fyrirfram var búist við öruggum sigri Murphys, enda New Jersey jafnan hneigst að demókrötum, en strangar aðgerðir hans í Covid-faraldrinum öfluðu honum lítilla vinsælda. Auk þess þykir fylgistap Joe Bidens forseta sýna veika stöðu demókrata á landsvísu. Niðurstaða kosninganna í gær ætti að hringja viðvörunarbjöllum fyrir demókrata í aðdraganda þingkosninga sem fara fram á næsta ári. Mun útkoman úr umbótalögum Bidens sem liggja nú fyrir þinginu sennilega ráða miklu þar um. Eftir að tapið í Virginíu lá fyrir sagði Biden að ljóst væri að fólk sé ósátt og í óvissum en hann sór þó að halda sínu striki og berjast fyrir að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið.
Bandaríkin Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira