Taldi sig eiga rétt á bólusetningarvottorði eftir meðferð hjá hómópata Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2021 16:45 Aaron Rodgers er frábær leikmaður og var kosinn mikilvægasti leikmaður NFL deildarinnar á síðustu leiktíð. AP/Rick Scuteri Það er talsvert fjaðrafok í kringum fréttirnar af kórónusmiti NFL-stjörnunnar Aaron Rodgers en hann missir af næsta leik liðsins um helgina. Aaron Rodgers var kosinn besti leikmaður NFL-deildarinnar á síðustu leiktíð og undir hans forystu hefur Green Bay Packers liðið nú unnið sjö leiki í röð. Þarna er því á ferðinni ein stærsta stjarna deildarinnar. #Packers QB Aaron Rodgers received homeopathic treatment from his personal doctor to raise his antibody levels and asked the NFL to review his status. The NFL, NFLPA and joint docs ruled him as unvaccinated. Now, he has COVID-19. More here: https://t.co/YtnH67bn18— Ian Rapoport (@RapSheet) November 3, 2021 Umræðan um bólusetningarvottorð leikmannsins hefur stolið fyrirsögnunum í gær og dag. Rodgers taldi sig sjálfan sig vera með ónæmi fyrir veirunni og var að berjast fyrir því að fá slíkan stimpil frá NFL-deildinni. Rodgers fó þó ekki í bólusetningu heldur fór hann í staðinn í það að styrkja ónæmiskerfið sitt í gegnum meðferð hjá hómópata. Hann hélt því síðan fram að með því ætti hann skilið að fá sömu réttindi og þeir sem höfðu fengið bólusetningu. Rodgers fór í umrædda meðferð fyrir tímabilið en eftir smitið hans í gær er ljóst að það gekk ekki alveg upp hjá honum. Viðræður milli NFL og Rodgers um þetta vottorð höfðu staðið yfir en á endanum fékk hann skiljanlega ekki bólusetningarvottorðið. Aaron Rodgers getting vaccinated pic.twitter.com/nFofDQqJ1K— NFL Memes (@NFL_Memes) November 3, 2021 Green Bay Packers segist hafa farið eftir öllum reglum sem gilda um óbólusetta leikmenn en í þau skipti sem Rodgers hefur sést opinberlega lítur ekki út fyrir að hann hafi haft miklar áhyggjur af smitvörnum. Rodgers á að hafa borið grímu þegar hann var innanhúss hjá Green Bay Packers en hann mætti grímulaus á alla fjölmiðlafundi. Aðrir leikmenn liðsins veittu bara viðtöl á fjarfundum. NFL deildin gaf það út að hún ætli að skoða betur verklag Packers mann í kringum aðalleikstjórnanda sinn. Rodgers missir af næsta leik Green Bay Packers liðsins og af því að hann var óbólusettur þarf hann að vera í einangrun í tíu daga. Hann mun ekki geta spilað aftur fyrr en í fyrsta lagi 13. nóvember næstkomandi. Here s the video on August 26th when Aaron Rodgers was directly asked if he had been vaccinated pic.twitter.com/kskQDRpWi8— Chancellor Johnson (@ChancellorTV) November 3, 2021 NFL Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sjá meira
Aaron Rodgers var kosinn besti leikmaður NFL-deildarinnar á síðustu leiktíð og undir hans forystu hefur Green Bay Packers liðið nú unnið sjö leiki í röð. Þarna er því á ferðinni ein stærsta stjarna deildarinnar. #Packers QB Aaron Rodgers received homeopathic treatment from his personal doctor to raise his antibody levels and asked the NFL to review his status. The NFL, NFLPA and joint docs ruled him as unvaccinated. Now, he has COVID-19. More here: https://t.co/YtnH67bn18— Ian Rapoport (@RapSheet) November 3, 2021 Umræðan um bólusetningarvottorð leikmannsins hefur stolið fyrirsögnunum í gær og dag. Rodgers taldi sig sjálfan sig vera með ónæmi fyrir veirunni og var að berjast fyrir því að fá slíkan stimpil frá NFL-deildinni. Rodgers fó þó ekki í bólusetningu heldur fór hann í staðinn í það að styrkja ónæmiskerfið sitt í gegnum meðferð hjá hómópata. Hann hélt því síðan fram að með því ætti hann skilið að fá sömu réttindi og þeir sem höfðu fengið bólusetningu. Rodgers fór í umrædda meðferð fyrir tímabilið en eftir smitið hans í gær er ljóst að það gekk ekki alveg upp hjá honum. Viðræður milli NFL og Rodgers um þetta vottorð höfðu staðið yfir en á endanum fékk hann skiljanlega ekki bólusetningarvottorðið. Aaron Rodgers getting vaccinated pic.twitter.com/nFofDQqJ1K— NFL Memes (@NFL_Memes) November 3, 2021 Green Bay Packers segist hafa farið eftir öllum reglum sem gilda um óbólusetta leikmenn en í þau skipti sem Rodgers hefur sést opinberlega lítur ekki út fyrir að hann hafi haft miklar áhyggjur af smitvörnum. Rodgers á að hafa borið grímu þegar hann var innanhúss hjá Green Bay Packers en hann mætti grímulaus á alla fjölmiðlafundi. Aðrir leikmenn liðsins veittu bara viðtöl á fjarfundum. NFL deildin gaf það út að hún ætli að skoða betur verklag Packers mann í kringum aðalleikstjórnanda sinn. Rodgers missir af næsta leik Green Bay Packers liðsins og af því að hann var óbólusettur þarf hann að vera í einangrun í tíu daga. Hann mun ekki geta spilað aftur fyrr en í fyrsta lagi 13. nóvember næstkomandi. Here s the video on August 26th when Aaron Rodgers was directly asked if he had been vaccinated pic.twitter.com/kskQDRpWi8— Chancellor Johnson (@ChancellorTV) November 3, 2021
NFL Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti