Biden keikur þrátt fyrir kosningahremmingar demókrata Þorgils Jónsson skrifar 5. nóvember 2021 06:00 Joe Biden Bandaríkjaforseti segist fullviss um að hagur demókrata muni vænkast þegar umbótalög hans komast í gegnum þingið. AP/Susan Walsh Joe Biden Bandaríkjaforseti segir enga ástæðu til að örvænta þó að samflokksfólk hans í Demókrataflokknum hafi átt misjöfnu gengi að fagna í kosningum sem fóru fram í vikunni. Þetta kemur fram í úttekt fréttastofu AP. Terry McAuliffe tapaði ríkisstjórasætinu í Virginíu til Repúblikana, og flokksbróðir hans Phil Murphy hélt sínum ríkisstjórastól í New Jersey með næfurþunnum mun. Ári eftir að Biden lagði Donald Trump að velli, hafa vinsældir hans farið ört dvínandi, svo að farið hefur um marga af tilhugsun um þingkosningarnar sem fara fram á næsta ári. Fari sem horfir, eiga Demókratar á hættu að missa meirihlutann í báðum þingdeildum, en Biden segir að fólk þurfi að slaka á. Demókratar muni ná vopnum sínum þegar þingið komi í gegn umbóta- og uppbyggingarlögum hans. Frumvörp eftir forskrift Bidens um félagslegar umbætur og stóreflis fjárfestingar í innviðum og umhverfisvænum lausnum Build Back Better hafa setið föst í þinginu í lengri tíma þar sem þingmenn hans eigin flokks hafa ekki náð lendingu sín á milli um endanlegar áherslur. „Ef mér tekst að koma Build Back Better í gegnum þingið, munum við sjá þessar áhyggjur hverfa fljótt,“ hefur AP eftir forsetanum. Bandaríkin Tengdar fréttir Demókratinn hélt velli í New Jersey Demókratinn Philip Murphy mun sitja annað tímabil sem ríkisstjóri í New Jersey, en hann sigraði repúblikanann Jack Ciattarelli afar naumlega. 3. nóvember 2021 23:42 Árangur Repúblikana skekur Demókrataflokkinn Demókratar hafa áhyggjur af því að niðurstöður ríkisstjórakosninga í Virginíu gefi til kynna að þingkosningarnar á næsta ári muni reynast flokknum erfiðar. Ríkisstjóri Virginíu, sem er Demókrati, tókst ekki að halda embættinu og það þrátt fyrir að Joe Biden, forseti, hafi sigrað Donald Trump með tíu prósentustigum í Virginíu í fyrra. 3. nóvember 2021 14:12 Allar líkur á óvæntum sigri Repúblikana í vígi Demókrata Repúblikaninn Glenn Youngkin verður að öllum líkindum næsti ríkisstjóri Virginíu í Bandaríkjunum en kosningar fóru fram í ríkinu í gær. Hann er tæpum þremur prósentum á undan frambjóðanda Demókrata þegar 95 prósent atkvæða hafa verið talin. 3. nóvember 2021 07:23 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Þetta kemur fram í úttekt fréttastofu AP. Terry McAuliffe tapaði ríkisstjórasætinu í Virginíu til Repúblikana, og flokksbróðir hans Phil Murphy hélt sínum ríkisstjórastól í New Jersey með næfurþunnum mun. Ári eftir að Biden lagði Donald Trump að velli, hafa vinsældir hans farið ört dvínandi, svo að farið hefur um marga af tilhugsun um þingkosningarnar sem fara fram á næsta ári. Fari sem horfir, eiga Demókratar á hættu að missa meirihlutann í báðum þingdeildum, en Biden segir að fólk þurfi að slaka á. Demókratar muni ná vopnum sínum þegar þingið komi í gegn umbóta- og uppbyggingarlögum hans. Frumvörp eftir forskrift Bidens um félagslegar umbætur og stóreflis fjárfestingar í innviðum og umhverfisvænum lausnum Build Back Better hafa setið föst í þinginu í lengri tíma þar sem þingmenn hans eigin flokks hafa ekki náð lendingu sín á milli um endanlegar áherslur. „Ef mér tekst að koma Build Back Better í gegnum þingið, munum við sjá þessar áhyggjur hverfa fljótt,“ hefur AP eftir forsetanum.
Bandaríkin Tengdar fréttir Demókratinn hélt velli í New Jersey Demókratinn Philip Murphy mun sitja annað tímabil sem ríkisstjóri í New Jersey, en hann sigraði repúblikanann Jack Ciattarelli afar naumlega. 3. nóvember 2021 23:42 Árangur Repúblikana skekur Demókrataflokkinn Demókratar hafa áhyggjur af því að niðurstöður ríkisstjórakosninga í Virginíu gefi til kynna að þingkosningarnar á næsta ári muni reynast flokknum erfiðar. Ríkisstjóri Virginíu, sem er Demókrati, tókst ekki að halda embættinu og það þrátt fyrir að Joe Biden, forseti, hafi sigrað Donald Trump með tíu prósentustigum í Virginíu í fyrra. 3. nóvember 2021 14:12 Allar líkur á óvæntum sigri Repúblikana í vígi Demókrata Repúblikaninn Glenn Youngkin verður að öllum líkindum næsti ríkisstjóri Virginíu í Bandaríkjunum en kosningar fóru fram í ríkinu í gær. Hann er tæpum þremur prósentum á undan frambjóðanda Demókrata þegar 95 prósent atkvæða hafa verið talin. 3. nóvember 2021 07:23 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Demókratinn hélt velli í New Jersey Demókratinn Philip Murphy mun sitja annað tímabil sem ríkisstjóri í New Jersey, en hann sigraði repúblikanann Jack Ciattarelli afar naumlega. 3. nóvember 2021 23:42
Árangur Repúblikana skekur Demókrataflokkinn Demókratar hafa áhyggjur af því að niðurstöður ríkisstjórakosninga í Virginíu gefi til kynna að þingkosningarnar á næsta ári muni reynast flokknum erfiðar. Ríkisstjóri Virginíu, sem er Demókrati, tókst ekki að halda embættinu og það þrátt fyrir að Joe Biden, forseti, hafi sigrað Donald Trump með tíu prósentustigum í Virginíu í fyrra. 3. nóvember 2021 14:12
Allar líkur á óvæntum sigri Repúblikana í vígi Demókrata Repúblikaninn Glenn Youngkin verður að öllum líkindum næsti ríkisstjóri Virginíu í Bandaríkjunum en kosningar fóru fram í ríkinu í gær. Hann er tæpum þremur prósentum á undan frambjóðanda Demókrata þegar 95 prósent atkvæða hafa verið talin. 3. nóvember 2021 07:23