Hagsmunir hverra? Heiðar Guðjónsson skrifar 5. nóvember 2021 09:01 Nú er fimmtíu manna sendinefnd á vegum hins opinbera á fundi Sameinuðu þjóðanna um loftlagsmál í Skotlandi. Það er skrýtið að sjá hvað forystumenn í hópnum leggja áherslu á. Ástæðan er sú að það er frumskylda íslenskra embættis- og stjórnmálamanna að standa vörð um íslenska hagsmuni, ekki hagsmuni annarra. Eins fer enginn heill aðili inn í samningaviðræður þar sem hann gefur eftir alla sína hagsmuni fyrirfram. Ísland er í fararbroddi með nýtingu endurnýjanlegrar orku og hefur verið um langt skeið. Það er því lítið upp á okkur að klaga. Hins vegar tekur einfalt regluverk í kringum þessar ráðstefnur Sameinuðu þjóðanna takmarkað tillit til þess hvar þjóðir eru staddar í umgengni sinni við náttúruna, þar eru nánast sömu kröfur settar jafnt á alla. Skussarnir eiga að minnka útblástur jafn mikið og hinir sem nánast engan útblástur hafa. Það er lítið vit í slíku kerfi. Svo eru aðrir sem bara bæta í útblásturinn. Indland er að byggja ný kolaorkuver sem eru tuttugu sinnum aflmeiri en öll rafmagnsframleiðsla Íslands. Fyrir hefur Indland ógrynni kolaorkuvera sem menga allt að hundraðfalt á við hagkvæmustu gasorkuver. Það sama á við um Kína sem á þessu ári byggir nánast nýtt kolaorkuver í hverri viku. En þessi tvö lönd eru fráleitt ein um gríðarlega aukningu útblásturs. Í þessu ljósi hlýtur að mega að spyrja hvaðan sú furðuhugmynd framkvæmdastjóra Landverndar komi um að Íslendingar eigi að sýna fordæmi fyrir öll önnur lönd og fremja efnahagslegt harakiri með því að banna alla notkun jarðefnaeldsneytis. Íslendingar sem eru algerlega háðir alþjóðaviðskiptum eiga þannig að hætta nota eina orkugjafa millilandaflutninga. Og hvaðan koma tillögur umhverfisráðherra, fyrrverandi formanns Landverndar, sem hann kynnir í Skotlandi þar sem þrjár af fimm sviðsmyndum ganga út á að slökkva á stóriðju og snúa sér að ylrækt til að geta minnkað stórlega neyslu landans á kjöti. Þar er reyndar viðurkennt að það bitni á lífsgæðum Íslendinga. En fyrir hvern? Íslendingar eru meðal þess fólks sem verður hvað verst úti ef kólnar á jörðinni. Við vitum að jafnvægi í veðri fyrirfinnst ekki nema í vitlausum reiknilíkunum. Jörðin er annað hvort að kólna eða hitna. Við erum því sú þjóð sem hefur hvað minnsta hagsmuni af stórfelldum inngripum í dag. Ég spyr mig því þeirrar einföldu spurningar, hverra hagsmuna er þessi sendinefnd að gæta á fundinum í Skotlandi? Höfundur er hagfræðingur og forstjóri Sýnar hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðar Guðjónsson Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Nú er fimmtíu manna sendinefnd á vegum hins opinbera á fundi Sameinuðu þjóðanna um loftlagsmál í Skotlandi. Það er skrýtið að sjá hvað forystumenn í hópnum leggja áherslu á. Ástæðan er sú að það er frumskylda íslenskra embættis- og stjórnmálamanna að standa vörð um íslenska hagsmuni, ekki hagsmuni annarra. Eins fer enginn heill aðili inn í samningaviðræður þar sem hann gefur eftir alla sína hagsmuni fyrirfram. Ísland er í fararbroddi með nýtingu endurnýjanlegrar orku og hefur verið um langt skeið. Það er því lítið upp á okkur að klaga. Hins vegar tekur einfalt regluverk í kringum þessar ráðstefnur Sameinuðu þjóðanna takmarkað tillit til þess hvar þjóðir eru staddar í umgengni sinni við náttúruna, þar eru nánast sömu kröfur settar jafnt á alla. Skussarnir eiga að minnka útblástur jafn mikið og hinir sem nánast engan útblástur hafa. Það er lítið vit í slíku kerfi. Svo eru aðrir sem bara bæta í útblásturinn. Indland er að byggja ný kolaorkuver sem eru tuttugu sinnum aflmeiri en öll rafmagnsframleiðsla Íslands. Fyrir hefur Indland ógrynni kolaorkuvera sem menga allt að hundraðfalt á við hagkvæmustu gasorkuver. Það sama á við um Kína sem á þessu ári byggir nánast nýtt kolaorkuver í hverri viku. En þessi tvö lönd eru fráleitt ein um gríðarlega aukningu útblásturs. Í þessu ljósi hlýtur að mega að spyrja hvaðan sú furðuhugmynd framkvæmdastjóra Landverndar komi um að Íslendingar eigi að sýna fordæmi fyrir öll önnur lönd og fremja efnahagslegt harakiri með því að banna alla notkun jarðefnaeldsneytis. Íslendingar sem eru algerlega háðir alþjóðaviðskiptum eiga þannig að hætta nota eina orkugjafa millilandaflutninga. Og hvaðan koma tillögur umhverfisráðherra, fyrrverandi formanns Landverndar, sem hann kynnir í Skotlandi þar sem þrjár af fimm sviðsmyndum ganga út á að slökkva á stóriðju og snúa sér að ylrækt til að geta minnkað stórlega neyslu landans á kjöti. Þar er reyndar viðurkennt að það bitni á lífsgæðum Íslendinga. En fyrir hvern? Íslendingar eru meðal þess fólks sem verður hvað verst úti ef kólnar á jörðinni. Við vitum að jafnvægi í veðri fyrirfinnst ekki nema í vitlausum reiknilíkunum. Jörðin er annað hvort að kólna eða hitna. Við erum því sú þjóð sem hefur hvað minnsta hagsmuni af stórfelldum inngripum í dag. Ég spyr mig því þeirrar einföldu spurningar, hverra hagsmuna er þessi sendinefnd að gæta á fundinum í Skotlandi? Höfundur er hagfræðingur og forstjóri Sýnar hf.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun