Ætlaði að hætta eftir leikinn gegn Englandi: „Fór að hágrenja í klefanum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2021 13:31 Hannes Þór Halldórsson lék sinn síðasta landsleik í september. vísir/vilhelm Hannes Þór Halldórsson ætlaði að hætta með landsliðinu síðasta haust. Hann ákvað hins vegar að reyna að hjálpa landsliðinu að komast á eitt stórmót í viðbót. Eftir leikinn gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli í september greindi Hannes frá því að hann hefði spilað sinn síðasta landsleik. Hann ætlaði hins vegar að hætta í landsliðinu fyrir ári síðan, eftir að Ísland komst ekki á EM 2020. Mikið hefur gengið á í kringum íslenska landsliðið að undanförnu vegna ásakana um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna þess. Hannes hefði að sjálfsögðu kosið að hætta við aðrar aðstæður, en hann hefði hætt sama hvernig staðan hefði verið. „Auðvitað hefði ég viljað að þetta hefði verið öðruvísi. Ég held að allir séu sammála um það. Þetta er mjög leiðinlegt staða sem er komin upp og vond. Ef maður hefði teiknað það upp hefði það verið allt annað. En þessi staða er komin upp og var komin upp þarna og ég gat engu breytt um það,“ sagði Hannes. „Þannig að mér fannst minn tími vera kominn með landsliðinu og ég held að það hefði gerst hvort sem allt hefði verið frábært eða eins og þetta var þarna.“ Hannes var nánast búinn að ákveða í landsliðinu síðasta haust. Hann beygði nánast af í viðtali eftir leikinn gegn Englandi á Wembley í Þjóðadeildinni sem honum fannst líklegt að yrði hans síðasti landsleikur. „Ég var næstum því búinn að taka þá ákvörðun að hætta eftir að duttum út á móti Ungverjum í umspilinu á hræðilegan hátt. Svo spiluðum við tvo leiki í viðbót. Ég kom inn á móti Englendingum og spilaði þar minn 74. landsleik sem þýddi að ég jafnaði landsleikjamet Birkis Kristinssonar, vinar míns. Ég hafði horft á það sem markmið lengi og gat alveg sætt mig við að það væri fínt enda fór ég að grenja eftir viðtalið og hélt að þetta væri búið. Ég fór aðeins að gráta í þessu viðtali og fór svo að hágrenja inni í klefanum eftir leik. Ég réði ekki við mig,“ sagði Hannes en umrætt viðtal má sjá hér fyrir neðan. Hann ákvað hins vegar að taka enn einn slaginn með landsliðinu eftir að dregið var í riðla fyrir undankeppni HM enda möguleikarnir á að komast á þriðja stórmótið góðir. „Maður sá að þetta var riðill þar sem við áttum að taka 2. sætið í. Það voru allir enn með. Þjálfararnir heyrðu í mér og ég ætlaði ekki að sitja heima ef við myndum ná 2. sætinu og komast á HM. Ég ákvað að taka slaginn. Svo þróuðust málin eins og þau þróuðust, bæði innan vallar og utan,“ sagði Hannes. „Miðað við allt fannst mér kominn tími á þetta, á mig. Mér fannst neistinn ekki vera eins mikill og svo eigum við frábæra markverði sem er kominn tími á. Það er óþarfi að hafa mig að þvælast fyrir þeim.“ Hannes lék 77 landsleiki og er leikjahæsti markvörður í sögu íslenska landsliðsins. Hann lék alla leiki Íslands á EM 2016 og HM 2018. HM 2022 í Katar Einkalífið Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Eftir leikinn gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli í september greindi Hannes frá því að hann hefði spilað sinn síðasta landsleik. Hann ætlaði hins vegar að hætta í landsliðinu fyrir ári síðan, eftir að Ísland komst ekki á EM 2020. Mikið hefur gengið á í kringum íslenska landsliðið að undanförnu vegna ásakana um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna þess. Hannes hefði að sjálfsögðu kosið að hætta við aðrar aðstæður, en hann hefði hætt sama hvernig staðan hefði verið. „Auðvitað hefði ég viljað að þetta hefði verið öðruvísi. Ég held að allir séu sammála um það. Þetta er mjög leiðinlegt staða sem er komin upp og vond. Ef maður hefði teiknað það upp hefði það verið allt annað. En þessi staða er komin upp og var komin upp þarna og ég gat engu breytt um það,“ sagði Hannes. „Þannig að mér fannst minn tími vera kominn með landsliðinu og ég held að það hefði gerst hvort sem allt hefði verið frábært eða eins og þetta var þarna.“ Hannes var nánast búinn að ákveða í landsliðinu síðasta haust. Hann beygði nánast af í viðtali eftir leikinn gegn Englandi á Wembley í Þjóðadeildinni sem honum fannst líklegt að yrði hans síðasti landsleikur. „Ég var næstum því búinn að taka þá ákvörðun að hætta eftir að duttum út á móti Ungverjum í umspilinu á hræðilegan hátt. Svo spiluðum við tvo leiki í viðbót. Ég kom inn á móti Englendingum og spilaði þar minn 74. landsleik sem þýddi að ég jafnaði landsleikjamet Birkis Kristinssonar, vinar míns. Ég hafði horft á það sem markmið lengi og gat alveg sætt mig við að það væri fínt enda fór ég að grenja eftir viðtalið og hélt að þetta væri búið. Ég fór aðeins að gráta í þessu viðtali og fór svo að hágrenja inni í klefanum eftir leik. Ég réði ekki við mig,“ sagði Hannes en umrætt viðtal má sjá hér fyrir neðan. Hann ákvað hins vegar að taka enn einn slaginn með landsliðinu eftir að dregið var í riðla fyrir undankeppni HM enda möguleikarnir á að komast á þriðja stórmótið góðir. „Maður sá að þetta var riðill þar sem við áttum að taka 2. sætið í. Það voru allir enn með. Þjálfararnir heyrðu í mér og ég ætlaði ekki að sitja heima ef við myndum ná 2. sætinu og komast á HM. Ég ákvað að taka slaginn. Svo þróuðust málin eins og þau þróuðust, bæði innan vallar og utan,“ sagði Hannes. „Miðað við allt fannst mér kominn tími á þetta, á mig. Mér fannst neistinn ekki vera eins mikill og svo eigum við frábæra markverði sem er kominn tími á. Það er óþarfi að hafa mig að þvælast fyrir þeim.“ Hannes lék 77 landsleiki og er leikjahæsti markvörður í sögu íslenska landsliðsins. Hann lék alla leiki Íslands á EM 2016 og HM 2018.
HM 2022 í Katar Einkalífið Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira