Það vantar tvo kílómetra á menntaveginn Arnór Guðmundsson skrifar 5. nóvember 2021 13:00 Í síðustu viku stóð Byggðastofnun fyrir Byggðaráðstefnu á Vík í Mýrdal undir yfirskriftinni „Menntun án staðsetningar“. Það var reyndar haft á orði að réttara væri að tala um „Menntun óháð staðsetningu“ sem vísar betur til þeirrar kröfu að fólk á landsbyggðinni búi við jöfn tækifæri til menntunar hvar svo sem það er búsett. Á ráðstefnunni kom fram að vissulega hefur margt áunnist í að auka menntunartækifæri á landsbyggðinni. Má þar nefna aukna fjarkennslu á framhalds- og háskólastigi, öfluga starfsemi þekkingarsetra víða um land og aukin tækifæri til nýsköpunar í stafrænum hönnunarsmiðjum (Fab-labs) sem staðsettar eru á átta stöðum um land allt. Sem dæmi um grósku í framhaldsskólastarfi á landsbyggðinni er nýleg námsbraut í fjallamennsku við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu á Höfn þar sem 80 nemendur stunda nú nám og komast færri að en vilja. Það vill hins vegar oft gleymast að menntun kallar á aðra innviði en vegi og ljósleiðara. Vissulega eru samgöngur og fjarskipti mikilvæg fyrir landsbyggðina en hvaða gildi hafa vegirnir ef ungt fólk hrekkst á brott af landsbyggðinni vegna skorts á menntunartækifærum? Það eru líka of mörg dæmi þess að sérfræðingar með háskólamenntun vilja ekki setjast að á landsbyggðinni þar sem þeir treysta því ekki að börn þeirra geti fengið þar nægilega góða menntun. Efling menntunar á landsbyggðinni krefst stuðningskerfis af hálfu sveitarfélaga þar sem skólastjórnendur og kennarar fá viðeigandi þjónustu hvað varðar þróun þekkingar, kennsluhátta, starfsþróunar og uppbyggingu lærdómssamfélaga í skólum. Einnig þurfa nemendur að hafa aðgang að sértækri þjónustu. Stórauka þarf námsframboð í fjarkennslu og bæta gæði hennar. Þarna ber ríkið ábyrgð til að styðja við sveitarfélög við uppbyggingu menntunarþjónustu, fjölga námstækifærum og efla gæði menntunar. Því ber að fagna að í nýrri tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, sem lögð hefur verið fyrir Alþingi, er að finna tillögur sem eru til þess fallnar að styrkja stoðir menntunar á landsbyggðinni. Eigi þær tillögur að ná tilgangi sínum er nauðsynlegt að þeim fylgi fjármagn eins og ætíð er gert ráð fyrir þegar ráðist er í annars konar innviðauppbyggingu. Til að setja hlutina í samhengi þá má áætla að einn kílómetri af bundnu slitlagi á landsbyggðinni kosti um hálfan milljarð króna. Menn blikka varla auga yfir slíkum kostnaði við þjóðveginn. Það hlýtur því að vera hógvær krafa lagður sé einn milljarður á ári í að byggja menntaveginn landsbyggðinni. Tvo kílómetra í menntun á landsbyggðinni takk! Höfundur er forstjóri Menntamálastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Fjarskipti Grunnskólar Framhaldsskólar Byggðamál Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku stóð Byggðastofnun fyrir Byggðaráðstefnu á Vík í Mýrdal undir yfirskriftinni „Menntun án staðsetningar“. Það var reyndar haft á orði að réttara væri að tala um „Menntun óháð staðsetningu“ sem vísar betur til þeirrar kröfu að fólk á landsbyggðinni búi við jöfn tækifæri til menntunar hvar svo sem það er búsett. Á ráðstefnunni kom fram að vissulega hefur margt áunnist í að auka menntunartækifæri á landsbyggðinni. Má þar nefna aukna fjarkennslu á framhalds- og háskólastigi, öfluga starfsemi þekkingarsetra víða um land og aukin tækifæri til nýsköpunar í stafrænum hönnunarsmiðjum (Fab-labs) sem staðsettar eru á átta stöðum um land allt. Sem dæmi um grósku í framhaldsskólastarfi á landsbyggðinni er nýleg námsbraut í fjallamennsku við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu á Höfn þar sem 80 nemendur stunda nú nám og komast færri að en vilja. Það vill hins vegar oft gleymast að menntun kallar á aðra innviði en vegi og ljósleiðara. Vissulega eru samgöngur og fjarskipti mikilvæg fyrir landsbyggðina en hvaða gildi hafa vegirnir ef ungt fólk hrekkst á brott af landsbyggðinni vegna skorts á menntunartækifærum? Það eru líka of mörg dæmi þess að sérfræðingar með háskólamenntun vilja ekki setjast að á landsbyggðinni þar sem þeir treysta því ekki að börn þeirra geti fengið þar nægilega góða menntun. Efling menntunar á landsbyggðinni krefst stuðningskerfis af hálfu sveitarfélaga þar sem skólastjórnendur og kennarar fá viðeigandi þjónustu hvað varðar þróun þekkingar, kennsluhátta, starfsþróunar og uppbyggingu lærdómssamfélaga í skólum. Einnig þurfa nemendur að hafa aðgang að sértækri þjónustu. Stórauka þarf námsframboð í fjarkennslu og bæta gæði hennar. Þarna ber ríkið ábyrgð til að styðja við sveitarfélög við uppbyggingu menntunarþjónustu, fjölga námstækifærum og efla gæði menntunar. Því ber að fagna að í nýrri tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, sem lögð hefur verið fyrir Alþingi, er að finna tillögur sem eru til þess fallnar að styrkja stoðir menntunar á landsbyggðinni. Eigi þær tillögur að ná tilgangi sínum er nauðsynlegt að þeim fylgi fjármagn eins og ætíð er gert ráð fyrir þegar ráðist er í annars konar innviðauppbyggingu. Til að setja hlutina í samhengi þá má áætla að einn kílómetri af bundnu slitlagi á landsbyggðinni kosti um hálfan milljarð króna. Menn blikka varla auga yfir slíkum kostnaði við þjóðveginn. Það hlýtur því að vera hógvær krafa lagður sé einn milljarður á ári í að byggja menntaveginn landsbyggðinni. Tvo kílómetra í menntun á landsbyggðinni takk! Höfundur er forstjóri Menntamálastofnunar.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun