Losa sig við Beckham á afmælisdaginn hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2021 14:15 Odell Beckham Jr. hefur spilað sinn síðasta leik með Cleveland Browns í NFL deildinni. AP/David Richard Eftir mikla vandræðaviku þá hafa forráðamenn Cleveland Browns ákveðið að losa sig við útherjann Odell Beckham Jr. Odell hafði verið rekinn af æfingu tvo daga í röð og nú er ljóst að málin verði ekki leyst. Aðilar náðu samkomulagi um starfslok og hann getur fljótlega farið að leita sér að nýju félagi í NFL-deildinni. Browns are releasing WR Odell Beckham Jr. (via @RapSheet) pic.twitter.com/z6Cw6MAroc— NFL (@NFL) November 5, 2021 Það ótrúlega við þetta er að Cleveland losar sig við hann á 29 ára afmælisdaginn hans. Kannski er þetta ígildi afmælisgjafar enda ljóst að það var ekkert gott að fara koma út veru hans innan raða Cleveland Browns. Odell var mjög óánægður með þá þjónustu og það hlutverk sem hann hefur fengið hjá Cleveland liðinu og eftir að félaginu mistókst að skipta honum áður en glugginn lokaði í vikunni þá funduðu leikmaðurinn og félagið um starfslok. The Browns are releasing Odell Beckham Jr, per @RapSheet.Cleveland will convert Beckham's base salary into signing bonus to lower his cap number.Today is also OBJ's 29th birthday. pic.twitter.com/uGVIssIicX— Sports Section (@SportsSection) November 5, 2021 Beckham var um tíma einn mest spennandi leikmaður NFL-deildarinnar en fljótlega eftir að hann gerði risasamning við New York Giants fór að halla undan fæti hjá honum. Honum var skipt til Cleveland Browns í mars 2019 en hefur verið mikið meiddur síðan hann kom þangað. Frammistaðan hefur heldur ekki verið merkileg þegar hann hefur verið leikfær. Samband hans og leikstjórnandans Baker Mayfield var ekki gott og Beckham var farinn að kvarta mikið yfir þjónustunni í gegnum sitt fólk. NFL Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Sjá meira
Odell hafði verið rekinn af æfingu tvo daga í röð og nú er ljóst að málin verði ekki leyst. Aðilar náðu samkomulagi um starfslok og hann getur fljótlega farið að leita sér að nýju félagi í NFL-deildinni. Browns are releasing WR Odell Beckham Jr. (via @RapSheet) pic.twitter.com/z6Cw6MAroc— NFL (@NFL) November 5, 2021 Það ótrúlega við þetta er að Cleveland losar sig við hann á 29 ára afmælisdaginn hans. Kannski er þetta ígildi afmælisgjafar enda ljóst að það var ekkert gott að fara koma út veru hans innan raða Cleveland Browns. Odell var mjög óánægður með þá þjónustu og það hlutverk sem hann hefur fengið hjá Cleveland liðinu og eftir að félaginu mistókst að skipta honum áður en glugginn lokaði í vikunni þá funduðu leikmaðurinn og félagið um starfslok. The Browns are releasing Odell Beckham Jr, per @RapSheet.Cleveland will convert Beckham's base salary into signing bonus to lower his cap number.Today is also OBJ's 29th birthday. pic.twitter.com/uGVIssIicX— Sports Section (@SportsSection) November 5, 2021 Beckham var um tíma einn mest spennandi leikmaður NFL-deildarinnar en fljótlega eftir að hann gerði risasamning við New York Giants fór að halla undan fæti hjá honum. Honum var skipt til Cleveland Browns í mars 2019 en hefur verið mikið meiddur síðan hann kom þangað. Frammistaðan hefur heldur ekki verið merkileg þegar hann hefur verið leikfær. Samband hans og leikstjórnandans Baker Mayfield var ekki gott og Beckham var farinn að kvarta mikið yfir þjónustunni í gegnum sitt fólk.
NFL Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Sjá meira