Landspítalinn á hættustig Þorgils Jónsson skrifar 5. nóvember 2021 18:07 Landspítalinn var færður á hættustig í dag. Vísir/Vilhelm Landspítali var færður á hættustig kl. 16 í dag. Í tilkynningu á Facebooksíðu spítalans segir að þá hafi viðbragðsstjórn komið saman til fundar ásamt farsóttanefnd og tekið ákvarðanir sem varða breytta starfsemi. Hættustigi er lýst yfir þegar atburður kallar á að starfað sé eftir viðbragðsáætlun. Aukið og breytt álag er á fjölmargar starfseiningar, sem getur falið í sér bæði breytta starfsemi og tilflutning á verkefnum og starfsfólki, að því er fram kemur í tilkynningunni. Nú eru 1.082 einstaklingar í eftirliti COVID göngudeildar. Þrír sjúklingar liggja á gjörgæsludeild, allir í öndunarvél og einn í hjarta- og lungnavél. Á smitsjúkdómadeild eru nú 13 sjúklingar og nálgast deildin hratt þolmörk. Byrjað er að huga að flutningi sjúklinga frá lungnadeild til að skapa rými þar fyrir COVID sjúklinga en búast má við a.m.k. þremur innlögnum á dag að jafnaði næstu daga. Í tilkynningunni er leitt líkum að því að mikill og vaxandi fjöldi smita undanfarið muni skila talsverðum fjölda innlagna á næstu vikum. Legutími óbólusettra sjúklinga og þeirra sem þurfa á gjörgæslumeðferð að halda sé nokkuð lengri en þeirra sem eru fullbólusettir og því er erfitt að spá um flæði sjúklinga, en gott flæði sé lykillinn að því að hafa vís legurými á hverjum degi. Þegar spítalinn er færður á hættustig er dregið úr valkvæðri starfsemi (aðgerðum, inngripum, göngudeildarþjónustu). Með því móti losni um eitthvað af starfsfólki sem getur þá komið til liðs við COVID-deildirnar. Einnig skapist svigrúm á legudeildum. Spítalinn mun meðal annars grípa til eftirfarandi úrræða: 1. Vegna fjölda smita sem hafa borist inn á spítalann með gestum á undanförnum dögum og vikum telur farsóttanefnd einboðið að setja á heimsóknarbann frá og með miðnætti. Eins og áður veita forsvarsmenn deilda nauðsynlegar undanþágur. 2. Leyfi sjúklinga eru aðeins heimil ef þau eru nauðsynlegur undirbúningur útskriftar og/eða hluti endurhæfingar. Leyfi er þá bundið við einn stað og að viðkomandi hitti fáa. 3. Fundir hvers konar skulu haldnir sem fjarfundir. 4. Aldrei verður hægt að leggja of mikla áherslu á mikilvægi persónubundinna sóttvarna, réttrar grímunotkunar og að fara strax í sýnatöku ef einkenna verður vart. Þetta eru þau verkfæri sem við eigum, þekkjum og eru auðveld í notkun. Áfram er grímuskylda og eins metra regla. Þegar gríma er tekin niður til að matast gildir tveggja metra regla. 5. Þá er starfsfólk eindregið hvatt til að fara í örvunarbólusetningu. Gögn sýna að örvun bætir mótefnasvarið verulega og það hjálpar við að takast á við delta afbrigði veirunnar. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd spítalans munu funda daglega næstu daga og gefa út tilkynningar að fundi loknum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Innlent Fleiri fréttir Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Sjá meira
Hættustigi er lýst yfir þegar atburður kallar á að starfað sé eftir viðbragðsáætlun. Aukið og breytt álag er á fjölmargar starfseiningar, sem getur falið í sér bæði breytta starfsemi og tilflutning á verkefnum og starfsfólki, að því er fram kemur í tilkynningunni. Nú eru 1.082 einstaklingar í eftirliti COVID göngudeildar. Þrír sjúklingar liggja á gjörgæsludeild, allir í öndunarvél og einn í hjarta- og lungnavél. Á smitsjúkdómadeild eru nú 13 sjúklingar og nálgast deildin hratt þolmörk. Byrjað er að huga að flutningi sjúklinga frá lungnadeild til að skapa rými þar fyrir COVID sjúklinga en búast má við a.m.k. þremur innlögnum á dag að jafnaði næstu daga. Í tilkynningunni er leitt líkum að því að mikill og vaxandi fjöldi smita undanfarið muni skila talsverðum fjölda innlagna á næstu vikum. Legutími óbólusettra sjúklinga og þeirra sem þurfa á gjörgæslumeðferð að halda sé nokkuð lengri en þeirra sem eru fullbólusettir og því er erfitt að spá um flæði sjúklinga, en gott flæði sé lykillinn að því að hafa vís legurými á hverjum degi. Þegar spítalinn er færður á hættustig er dregið úr valkvæðri starfsemi (aðgerðum, inngripum, göngudeildarþjónustu). Með því móti losni um eitthvað af starfsfólki sem getur þá komið til liðs við COVID-deildirnar. Einnig skapist svigrúm á legudeildum. Spítalinn mun meðal annars grípa til eftirfarandi úrræða: 1. Vegna fjölda smita sem hafa borist inn á spítalann með gestum á undanförnum dögum og vikum telur farsóttanefnd einboðið að setja á heimsóknarbann frá og með miðnætti. Eins og áður veita forsvarsmenn deilda nauðsynlegar undanþágur. 2. Leyfi sjúklinga eru aðeins heimil ef þau eru nauðsynlegur undirbúningur útskriftar og/eða hluti endurhæfingar. Leyfi er þá bundið við einn stað og að viðkomandi hitti fáa. 3. Fundir hvers konar skulu haldnir sem fjarfundir. 4. Aldrei verður hægt að leggja of mikla áherslu á mikilvægi persónubundinna sóttvarna, réttrar grímunotkunar og að fara strax í sýnatöku ef einkenna verður vart. Þetta eru þau verkfæri sem við eigum, þekkjum og eru auðveld í notkun. Áfram er grímuskylda og eins metra regla. Þegar gríma er tekin niður til að matast gildir tveggja metra regla. 5. Þá er starfsfólk eindregið hvatt til að fara í örvunarbólusetningu. Gögn sýna að örvun bætir mótefnasvarið verulega og það hjálpar við að takast á við delta afbrigði veirunnar. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd spítalans munu funda daglega næstu daga og gefa út tilkynningar að fundi loknum.
1. Vegna fjölda smita sem hafa borist inn á spítalann með gestum á undanförnum dögum og vikum telur farsóttanefnd einboðið að setja á heimsóknarbann frá og með miðnætti. Eins og áður veita forsvarsmenn deilda nauðsynlegar undanþágur. 2. Leyfi sjúklinga eru aðeins heimil ef þau eru nauðsynlegur undirbúningur útskriftar og/eða hluti endurhæfingar. Leyfi er þá bundið við einn stað og að viðkomandi hitti fáa. 3. Fundir hvers konar skulu haldnir sem fjarfundir. 4. Aldrei verður hægt að leggja of mikla áherslu á mikilvægi persónubundinna sóttvarna, réttrar grímunotkunar og að fara strax í sýnatöku ef einkenna verður vart. Þetta eru þau verkfæri sem við eigum, þekkjum og eru auðveld í notkun. Áfram er grímuskylda og eins metra regla. Þegar gríma er tekin niður til að matast gildir tveggja metra regla. 5. Þá er starfsfólk eindregið hvatt til að fara í örvunarbólusetningu. Gögn sýna að örvun bætir mótefnasvarið verulega og það hjálpar við að takast á við delta afbrigði veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Innlent Fleiri fréttir Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Sjá meira