Daníel Guðni: Ánægður með hvernig við nálguðumst leikinn Smári Jökull Jónsson skrifar 5. nóvember 2021 20:10 Daníel Guðni og lærisveinar hans í Grindavík eru komnir í toppsæti Subway-deildarinnar. Vísir / Bára „Við gerðum það sem við áttum að gera, létum pressu á þá og létum þá setja boltann í gólfið. Við komum okkur aftur í vörn og það er mjög mikilvægt gegn þeim,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigur liðsins á Breiðablik í Subway-deildinni í kvöld. Með sigrinum er Grindavík komið í toppsæti deildarinnar og Daníel Guðni var ánægður með þá staðreynd. „Við erum að sjá okkar frammistöðu batna og batna og við þurfum að halda áfram á þeirri braut. Þetta má ekki verða þægilegt heldur þurfum við að vera einbeittir á okkar frammistöðu og gera eins vel og við getum í hvert skipti.“ Almennt séð var Daníel ánægður með frammistöð liðsins lengst af en áhlaup heimamanna í 3. leikhluta, þar sem þeir náðu mest 27 stiga forskoti, gerði úti um vonir Blika. „Ég er nokkuð ánægður með hvernig við nálguðumst leikinn. Við vissum alltaf að þeir myndu koma með áhlaup eins og þeir gerðu en fyrri hálfleikur spilaðist nokkuð þægilega. Við vorum góðir fyrstu mínúturnar í þriðja en urðum svo kærulausir í sókninni.“ Lykilatriði hjá Grindvíkingum var að halda Hilmari Péturssyni í skefjum en hann hefur verið frábær á tímabilinu. „Hann er búinn að vera einn besti leikmaðurinn í deildinni í vetur. Við lékum góða vörn hann og létum hann hafa fyrir hlutunum. Við vildum ekki að hann kæmist á hægri höndina og vildum ekki gefa honum frí skot. Það gekk vel upp í kvöld. Ég held þeir hafi skorað yfir 100 stig í öllum leikjum í vetur þannig að ég er nokkuð ánægður með 84 stig“. Kristófer Breki Gylfason átti einn sinn besta leik í Grindavíkurbúningnum. Hann skoraði sex þriggja stiga körfur í átta tilraunum og spilaði auk þess fínan varnarleik. „Hann endaði með 31 í framlag í kvöld, stóð sig mjög vel gegn Tindastóli síðast og hélt bara áfram á sömu braut. Hann er rosalega duglegur varnarlega og er aðallega varnarmaður og getur svo sett þrista. Hann er að gera það mjög vel,“ dagði Daníel Guðni að lokum. UMF Grindavík Breiðablik Íslenski körfuboltinn Körfubolti Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Breiðablik 100-84 | Grindavík komið í toppsætið Grindvíkingar eru nýtt topplið í Subway-deild karla í körfuknattleik eftir öruggan sigur á Breiðablik í HS Orku-höllinni í kvöld. Lokatölur 100-84 í leik sem heimamenn leiddu allan tímann. 5. nóvember 2021 20:35 Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
Með sigrinum er Grindavík komið í toppsæti deildarinnar og Daníel Guðni var ánægður með þá staðreynd. „Við erum að sjá okkar frammistöðu batna og batna og við þurfum að halda áfram á þeirri braut. Þetta má ekki verða þægilegt heldur þurfum við að vera einbeittir á okkar frammistöðu og gera eins vel og við getum í hvert skipti.“ Almennt séð var Daníel ánægður með frammistöð liðsins lengst af en áhlaup heimamanna í 3. leikhluta, þar sem þeir náðu mest 27 stiga forskoti, gerði úti um vonir Blika. „Ég er nokkuð ánægður með hvernig við nálguðumst leikinn. Við vissum alltaf að þeir myndu koma með áhlaup eins og þeir gerðu en fyrri hálfleikur spilaðist nokkuð þægilega. Við vorum góðir fyrstu mínúturnar í þriðja en urðum svo kærulausir í sókninni.“ Lykilatriði hjá Grindvíkingum var að halda Hilmari Péturssyni í skefjum en hann hefur verið frábær á tímabilinu. „Hann er búinn að vera einn besti leikmaðurinn í deildinni í vetur. Við lékum góða vörn hann og létum hann hafa fyrir hlutunum. Við vildum ekki að hann kæmist á hægri höndina og vildum ekki gefa honum frí skot. Það gekk vel upp í kvöld. Ég held þeir hafi skorað yfir 100 stig í öllum leikjum í vetur þannig að ég er nokkuð ánægður með 84 stig“. Kristófer Breki Gylfason átti einn sinn besta leik í Grindavíkurbúningnum. Hann skoraði sex þriggja stiga körfur í átta tilraunum og spilaði auk þess fínan varnarleik. „Hann endaði með 31 í framlag í kvöld, stóð sig mjög vel gegn Tindastóli síðast og hélt bara áfram á sömu braut. Hann er rosalega duglegur varnarlega og er aðallega varnarmaður og getur svo sett þrista. Hann er að gera það mjög vel,“ dagði Daníel Guðni að lokum.
UMF Grindavík Breiðablik Íslenski körfuboltinn Körfubolti Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Breiðablik 100-84 | Grindavík komið í toppsætið Grindvíkingar eru nýtt topplið í Subway-deild karla í körfuknattleik eftir öruggan sigur á Breiðablik í HS Orku-höllinni í kvöld. Lokatölur 100-84 í leik sem heimamenn leiddu allan tímann. 5. nóvember 2021 20:35 Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Breiðablik 100-84 | Grindavík komið í toppsætið Grindvíkingar eru nýtt topplið í Subway-deild karla í körfuknattleik eftir öruggan sigur á Breiðablik í HS Orku-höllinni í kvöld. Lokatölur 100-84 í leik sem heimamenn leiddu allan tímann. 5. nóvember 2021 20:35