Af ábyrgð stjórnenda Kolbrún Baldursdóttir skrifar 8. nóvember 2021 08:30 Forvarnardagur gegn einelti er í dag 8. nóvember. Sem sálfræðingur til þrjátíu ára hef ég komið að fjölda eineltismála bæði í skólum, á vinnustöðum og í aðstæðum þar sem börn og fullorðnir stunda íþróttir og áhugamál sín. Beint er sjónum að vinnustöðum í þessari grein. Einelti í alls konar myndum virðist því miður lifa góðu lífi á sumum vinnustöðum. Ábyrgð stjórnenda/yfirmanna er mikil því hann hefur allt um það segja hvort tekið verði á eineltismáli með faglegum hætti. Verði það ekki gert eru allar líkur á að eineltishegðun muni lifa góðu lífi á vinnustaðnum. Ekki er öllum gefið að vera góður yfirmaður. Því miður finnast yfirmenn sem skortir flest það sem telst prýða góðan yfirmann. Það þýðir samt ekki að allir yfirmenn sem ekki teljast „góðir yfirmenn“ séu gerendur eineltis. Allir geta fundið sig í þeim aðstæðum að vera lagðir í einelti, líka yfirmaðurinn. Dæmi eru um að það sé ekki linnt látum á vinnustaðnum fyrr en búið er að koma yfirmanni frá, kannski vegna þess að hann var ómögulegur yfirmaður að mati einhverra. Þessi mál eru almennt séð ekki einföld og aldrei einsleit. Yfirmaður, gerandi eineltis Það sem einkennir yfirmann sem leggur starfsmann í einelti er oft „valdafíkn“ í bland við minnimáttarkennd. Þessi yfirmaður misnotar gjarnan vald sitt til að næra laskað sjálf og eigið óöryggi. Svona yfirmaður heldur oft öllu starfsfólkinu í heljargreipum. Finnist honum einhver ógna sér eða skyggja á sig á vinnustaðnum gæti hann gripið til þess ráðs að reyna að koma þeim starfsmanni illa eða gera hann ótrúverðugan í augum annarra. Það sem einnig einkennir þessa tegund af yfirmanni er sveiflukennt skap og pirringur sem bitnar á starfsfólki eftir atvikum. Hann getur jafnframt átt það til að reiðast skyndilega, rjúka upp ef honum mislíkar. Það kitlar hann jafnvel að finna að hann getur með lund sinni, líkamsmáli og samskiptaháttum valdið óöryggi á vinnustaðnum. Liður í að minna starfsfólkið á hver ræður er að vera gagnrýninn, dómharður og óútreiknanlegur. Að vera óútreiknanlegur er tækni sem er til þess fallin að grafa undan öryggistilfinningu starfsmanna og að þeir geti átt von á „öllu“. Skilaboðin eru að enginn á vinnustaðnum skuli halda að hann geti verið öruggur með stöðu sína. Þessi yfirmaður fylgist vel með fólkinu á staðnum og notar til þess ýmsar leiðir, leyndar og ljósar.Sumum kann að finnast að þessi yfirmaður hreinlega bíði færis á að geta tekið einhvern á beinið. Þegar starfsmaður er tekinn á beinið er það oft gert af hörku og óbilgirni. Farsæli yfirmaðurinn Sá yfirmaður sem telst góður skartar þveröfugum persónuleikaeinkennum en sá sem lýst er hér að ofan og hefur auk þess góða félagslega færni. Farsæll yfirmaður lætur sig nærumhverfið varða. Hann gefur skýr skilaboð um samskiptareglur. Stjórnunarstíll hans er gegnsær og fyrirsjáanlegur. Góður yfirmaður hefur tiltæka stefnu í ofbeldismálum og viðbragðsáætlun sem skapar lausnarfarveg fyrir vandamál sem upp kunna að koma. Góður yfirmaður hvetur starfsfólkið til að gera skaðvalda óvirka, séu þeir á staðnum og upplýsa um neikvæða hegðun, verði hennar vart. Hann leggur sig fram um að vera í jákvæðu sambandi við starfsfólkið. Góður yfirmaður gerir að sjálfsögðu miklar kröfur til starfsmanna sinna um að skila góðri vinnu, leggja sig alla fram og hafa hagsmuni vinnustaðarins í heiðri í hvívetna. Metnaður yfirmannsins er líklegur til að smitast til starfsmannanna. Á vinnustað sem þessum er líklegt að eineltismál séu sjaldgæf. Komi þau upp er tekið á þeim. Eineltismál eru eins ólík og þau eru mörg. Því miður er ekki alltaf hægt að lenda þessum erfiðu málum þannig að aðilar gangi sáttir frá borði. Þau eru flóknari en svo. Hvernig svo sem þeim lyktar skiptir öllu máli að aðilar finni að allt kapp var lagt í að leysa málið með faglegum og manneskjulegum aðferðum. Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Geðheilbrigði Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Forvarnardagur gegn einelti er í dag 8. nóvember. Sem sálfræðingur til þrjátíu ára hef ég komið að fjölda eineltismála bæði í skólum, á vinnustöðum og í aðstæðum þar sem börn og fullorðnir stunda íþróttir og áhugamál sín. Beint er sjónum að vinnustöðum í þessari grein. Einelti í alls konar myndum virðist því miður lifa góðu lífi á sumum vinnustöðum. Ábyrgð stjórnenda/yfirmanna er mikil því hann hefur allt um það segja hvort tekið verði á eineltismáli með faglegum hætti. Verði það ekki gert eru allar líkur á að eineltishegðun muni lifa góðu lífi á vinnustaðnum. Ekki er öllum gefið að vera góður yfirmaður. Því miður finnast yfirmenn sem skortir flest það sem telst prýða góðan yfirmann. Það þýðir samt ekki að allir yfirmenn sem ekki teljast „góðir yfirmenn“ séu gerendur eineltis. Allir geta fundið sig í þeim aðstæðum að vera lagðir í einelti, líka yfirmaðurinn. Dæmi eru um að það sé ekki linnt látum á vinnustaðnum fyrr en búið er að koma yfirmanni frá, kannski vegna þess að hann var ómögulegur yfirmaður að mati einhverra. Þessi mál eru almennt séð ekki einföld og aldrei einsleit. Yfirmaður, gerandi eineltis Það sem einkennir yfirmann sem leggur starfsmann í einelti er oft „valdafíkn“ í bland við minnimáttarkennd. Þessi yfirmaður misnotar gjarnan vald sitt til að næra laskað sjálf og eigið óöryggi. Svona yfirmaður heldur oft öllu starfsfólkinu í heljargreipum. Finnist honum einhver ógna sér eða skyggja á sig á vinnustaðnum gæti hann gripið til þess ráðs að reyna að koma þeim starfsmanni illa eða gera hann ótrúverðugan í augum annarra. Það sem einnig einkennir þessa tegund af yfirmanni er sveiflukennt skap og pirringur sem bitnar á starfsfólki eftir atvikum. Hann getur jafnframt átt það til að reiðast skyndilega, rjúka upp ef honum mislíkar. Það kitlar hann jafnvel að finna að hann getur með lund sinni, líkamsmáli og samskiptaháttum valdið óöryggi á vinnustaðnum. Liður í að minna starfsfólkið á hver ræður er að vera gagnrýninn, dómharður og óútreiknanlegur. Að vera óútreiknanlegur er tækni sem er til þess fallin að grafa undan öryggistilfinningu starfsmanna og að þeir geti átt von á „öllu“. Skilaboðin eru að enginn á vinnustaðnum skuli halda að hann geti verið öruggur með stöðu sína. Þessi yfirmaður fylgist vel með fólkinu á staðnum og notar til þess ýmsar leiðir, leyndar og ljósar.Sumum kann að finnast að þessi yfirmaður hreinlega bíði færis á að geta tekið einhvern á beinið. Þegar starfsmaður er tekinn á beinið er það oft gert af hörku og óbilgirni. Farsæli yfirmaðurinn Sá yfirmaður sem telst góður skartar þveröfugum persónuleikaeinkennum en sá sem lýst er hér að ofan og hefur auk þess góða félagslega færni. Farsæll yfirmaður lætur sig nærumhverfið varða. Hann gefur skýr skilaboð um samskiptareglur. Stjórnunarstíll hans er gegnsær og fyrirsjáanlegur. Góður yfirmaður hefur tiltæka stefnu í ofbeldismálum og viðbragðsáætlun sem skapar lausnarfarveg fyrir vandamál sem upp kunna að koma. Góður yfirmaður hvetur starfsfólkið til að gera skaðvalda óvirka, séu þeir á staðnum og upplýsa um neikvæða hegðun, verði hennar vart. Hann leggur sig fram um að vera í jákvæðu sambandi við starfsfólkið. Góður yfirmaður gerir að sjálfsögðu miklar kröfur til starfsmanna sinna um að skila góðri vinnu, leggja sig alla fram og hafa hagsmuni vinnustaðarins í heiðri í hvívetna. Metnaður yfirmannsins er líklegur til að smitast til starfsmannanna. Á vinnustað sem þessum er líklegt að eineltismál séu sjaldgæf. Komi þau upp er tekið á þeim. Eineltismál eru eins ólík og þau eru mörg. Því miður er ekki alltaf hægt að lenda þessum erfiðu málum þannig að aðilar gangi sáttir frá borði. Þau eru flóknari en svo. Hvernig svo sem þeim lyktar skiptir öllu máli að aðilar finni að allt kapp var lagt í að leysa málið með faglegum og manneskjulegum aðferðum. Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun