Að því er kemur fram í færslu lögreglunnar á Facebook varð annars vegar umferðarslys á Moldhaugnahálsi og hins vegar bílvelta við Staðarbakka.
Slysið á Moldhaugnahálsi var alvarlegt en þar höfðu tveir bílar lent saman. Ökumenn beggja bílanna og farþegi í öðrum bílnum voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri.

Á Staðarbakka hafði gámaflutningabíll oltið en ökumaður og farþegi voru í bílnum þegar hann valt. Meiðsl þeirra virðast þó minniháttar að sögn lögreglu.
Þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið um slysin tvö á sama tíma eru þau ótengd. Hringvegurinn um Moldhaugnahálsinn er nú lokaður en opið er fyrir hjáleið um Skjaldavík.


Í framhaldi af því að bílar fóru að aka hjáleiðina um Skjaldavík valt stór vöruflutningabíll. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu gaf vegkantur sig og vörubíllinn lagðist á hliðina. Ekki urðu slys á fólki.
Fréttin hefur verið uppfærð.