Bjóða útiketti velkomna á Blönduósi: „Ég botna ekkert í félögum mínum á Akureyri“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2021 18:32 Þetta er köttur. Hann býr í Reykjavík, en ekki á Blönduósi. vísir/vilhelm „Sum sveitarfélög halda kattaskrá. Ekki öll birta hana á netinu. En það gerir Blönduós og nú langar mig að heimsækja allar kisurnar á Blönduósi. Myndi byrja hjá Snöru Snar.“ Þessu tístir Ásþór Ásþórsson sem fór að grennslast fyrir um reglur um kattahald eftir að fréttir bárust frá Akureyri þess efnis að lausaganga katta verði bönnuð á svæðinu árið 2025. Sum sveitarfélög halda kattaskrá. Ekki öll birta hana á netinu. En það gerir Blönduós og nú langar mig að heimsækja allar kisurnar á Blönduósi. Myndi byrja hjá Snöru Snar. pic.twitter.com/roiXSKiTDF— Ásþór Sævar Scheving Ásþórsson (@asthor_s) November 6, 2021 Einungis sautján kettir eru skráðir með búsetu á Blönduósi. Þeirra á meðal eru Mosi Gosi, Gúllas, Snara Snar og Leifur. Í samtali við fréttastofu segir Ásþór að hans uppáhalds köttur á listanum sé líklegast Robinson Knúsó en nafnið finnst honum áberandi gott. Sjálfur er hann ekki hrifinn af ákvörðun Akureyrabæjar. Valdimar O. Hermannsson er sveitastjóri Blönduósbæjar.blönduósbær „Mér finnst að kettir ættu að ganga lausir ef þeir eru vanir því.“ Fréttamaður hafði samband við Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóra Blönduósbæjar til að ganga úr skugga um að kattaskráin væri raunveruleg. „Já við höldum skrá yfir ketti og hunda. Það eru 17 kettir á svæðinu en 51 hundur.“ Valdimar segir að bærinn hvetji til skráningar katta en reglur eru til um kattahald á svæðinu. Hann segir að það sé ekki á dagskrá að fara að fordæmi Akureyringa og botnar raunverulega ekkert í ákvörðuninni. „Við erum ekki að fara að banna lausagöngu katta. Ég botna ekkert í félögum mínum á Akureyri,“ segir Valdimar. Blönduós Akureyri Gæludýr Kettir Dýr Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Sjá meira
Þessu tístir Ásþór Ásþórsson sem fór að grennslast fyrir um reglur um kattahald eftir að fréttir bárust frá Akureyri þess efnis að lausaganga katta verði bönnuð á svæðinu árið 2025. Sum sveitarfélög halda kattaskrá. Ekki öll birta hana á netinu. En það gerir Blönduós og nú langar mig að heimsækja allar kisurnar á Blönduósi. Myndi byrja hjá Snöru Snar. pic.twitter.com/roiXSKiTDF— Ásþór Sævar Scheving Ásþórsson (@asthor_s) November 6, 2021 Einungis sautján kettir eru skráðir með búsetu á Blönduósi. Þeirra á meðal eru Mosi Gosi, Gúllas, Snara Snar og Leifur. Í samtali við fréttastofu segir Ásþór að hans uppáhalds köttur á listanum sé líklegast Robinson Knúsó en nafnið finnst honum áberandi gott. Sjálfur er hann ekki hrifinn af ákvörðun Akureyrabæjar. Valdimar O. Hermannsson er sveitastjóri Blönduósbæjar.blönduósbær „Mér finnst að kettir ættu að ganga lausir ef þeir eru vanir því.“ Fréttamaður hafði samband við Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóra Blönduósbæjar til að ganga úr skugga um að kattaskráin væri raunveruleg. „Já við höldum skrá yfir ketti og hunda. Það eru 17 kettir á svæðinu en 51 hundur.“ Valdimar segir að bærinn hvetji til skráningar katta en reglur eru til um kattahald á svæðinu. Hann segir að það sé ekki á dagskrá að fara að fordæmi Akureyringa og botnar raunverulega ekkert í ákvörðuninni. „Við erum ekki að fara að banna lausagöngu katta. Ég botna ekkert í félögum mínum á Akureyri,“ segir Valdimar.
Blönduós Akureyri Gæludýr Kettir Dýr Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Sjá meira