Lífið

Ernu­land ó­frísk af tví­burum: „Lífið er ó­út­reiknan­legur rússí­bani“

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Erna Kristín og Bassi eiga von á tvíburum.
Erna Kristín og Bassi eiga von á tvíburum. Instagram/Ernuland

Samfélagsmiðlastjarnan, guðfræðingurinn og rithöfundurinn Erna Kristín Stefánsdóttir, betur þekkt undir nafninu Ernuland, á von á tvíburum með eiginmanni sínum, trommuleikaranum Bassa Ólafssyni. Hún segir að um óvæntan en velkominn glaðning sé að ræða.

„Lífið.....eina sekúnduna veit ég ekkert hvert ég er að stefna. Hina þá ofplana ég lífið frá A-Ö til þess að sannfæra sjálfan mig að allt sé að sigla í rétta átt. Þá þriðju kemur óvæntur glaðningur sem breytir öllum þessum plönum,“ skrifar Erna undir óléttutilkynninguna á Instagram-síðu sinni.

„Lífið er óútreiknanlegur rússíbani & það er það sem gerir það svona skemmtilegt. Fjölskyldan stækkar....& ekki bara um eitt heldur eru TVÍBURAR á leiðinni.“

Hún segist enn vera að átta sig á því að um tvíbura sé að ræða en þessi óvænti glaðningur sé engu að síður afar velkominn.

Erna hefur verið áberandi sem öflugur talsmaður jákvæðrar líkamsímyndar og bæði deilt miklu efni á Instagram og haldið fjölda fyrirlestra víðs vegar um landið. Þá hefur hún einnig gefið út bækurnar Ég vel mig og Ófullkomlega fullkomin.

Saman eiga þau Erna og Bassi soninn Leon Bassa, sjö ára. En Bassi á dótturina Önju, sextán ára úr fyrra sambandi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×