Að stunda Kintsugi Maarit Kaipainen skrifar 11. nóvember 2021 09:00 Kintsugi er heiti yfir sérstaka Japanska hefð fyrir keramik viðgerðir sem ná aftur til 15. aldar þegar Ashikaga Yoshimasa var shogun (ísl. arfgengur herforingi). Samkvæmt sagnfræðingum braut hann uppáhalds te bollann sinn og ákvað þ.a.l að senda hann til Kína til viðgerðar. Þegar hann fékk loksins ástkæra bollan aftur í hendurnar, varð hann hneykslaður á því hversu klaufalega hefði verið gert við bollann. Menn Ashikaga fengu þá hugmynd að fylla sprungurnar á bollanum með gull-blönduðu lakki til að leggja áherslu á einstaka sögu hans. Ekki til að fela sprungurnar, heldur vegna þess að þeir voru stoltir af sprungunum og sögunni sem þær höfðu að segja. Ashikaga varð svo ánægður með þessa lausn að þetta þróaðist yfir í listform sem er enn stundað í dag og ber heitið Kintsugi. Allir hlutir hafa meðfætt gildi Kintsugi hefur sterka tengingu til trúarbragða frumbyggja Japans, shintóisma, þar sem öll náttúra og allir manngerðir hlutir eru taldir hafa anda eða kami. Allir hlutir hafa þannig meðfætt gildi og þeim má aldrei farga af virðingarleysi. Mottanai er orð yfir eftirsjá þegar einhverju dýrmætu er sóað og mushin lýsir þörfinni til að sætta sig við breytingar sem við öll göngum í gegnum og faðma þær frekar að sér heldur en að berjast á móti þeim. Öll þessi hugtök eiga djúpar rætur að rekja inn í japanskt samfélag og það kemur því ekki óvart að Japanarnir eru leiðandi í innleiðingu á R-unum þremur – draga úr, endurnýta og endurvinna (e. reduce, reuse, recycle). Ég braut uppáhalds te bollann minn, alveg eins og Ashikaga fyrir yfir 500 árum síðan. Ég lagði upp með að laga bollann minn með Kintsugi aðferðinni síðasta vor. Mér fannst Ashikaga hafa rétt fyrir sér með því að bera virðingu fyrir bollanum sínum og krefjast þess að gert yrði við hann á fallegan hátt. Gullna ,,hobby’’ lakkið sem ég notaði tekur tíma að pensla á og tekur talsverðan tíma til að þorna á milli umferða. Þetta er hægt og róandi ferli, ákveðin hugleiðsla. Þetta reynir á þolinmæðina, sérstaklega fyrir byrjendur eins og mig, en heilandi á sama tíma. Ég er alveg að verða búin að laga bollann, hlaða hann með verðmætum. Náttúruhagfræði og hamingja Kintsugi gaf mér einnig fullkomna myndlíkingu til þess að lýsa sýn minni á því hvernig heilbrigt hagkerfi gæti litið út. Hvað þyrfti til þess að við yrðum sjálfbærir íbúar á þessari plánetu? Við ættum að beita aðferðum Kintsugi og bera heilbrigða virðingu fyrir öllum hlutum, mannlegum og náttúrulegum. Þegar öllu er á botnin hvolft kemur allt okkar úr náttúrunni, unnið úr auðlindum náttúrunnar og er því með kami. Samt finnst okkur, enn þann dag í dag, erfitt að meta verðmæti náttúrunnar í fjárhagsáætlunum og aðgerðaráætlunum. Kannski ættum við að hætta að hugsa um verðmæti út frá peningum, eitthvað sem við getum talið í krónum. Hendum landsframleiðslunni og/eða krónu upphæðinna á bankareikningnum sem mælikvörðum á hversu vel við höfum það. Teljum saman það sem raunverulega skapar okkur verðmæti, hamingja og lífsgæði og gerum plönin okkar með það markmiði í huga að auka raunveruleg verðmæti. Við vitum að náttúruauðlindir okkar eru takmarkaðar. Við höfum öll orðið fyrir áfalli vegna frétta um hvernig mannkynið er að brjóta þolmörk plánetunnar og um hversu hratt áhrif loftslagsbreytingar hafa orðið partur af lífi okkar, sérstaklega á norðurslóðum. Gullið okkar Ég legg til að mikilvægasta breytingin sem við þurfum að tileinka okkur til að koma á fót nýju sjálfbæru hagkerfi sé að læra góðvild, iðka virðingu og finna samkennd við náttúrulegt umhverfi okkar - læra af kerfum þess. Við skulum anda í okkur mottanai og stöðva sóun, nota kraftinn í mushin - þörf okkar til að tileinka okkur til heilbrigðar breytingar - og byggja sjálfbær kerfi - hringlaga kerfi gagnkvæmrar virðingar. Kannski getum við mannkynið notað þetta gull okkar, sumt sem við höfum gleymt og þurfum að endurlæra, til að líma brotna plánetu okkar saman. Eins og ég er að laga krúsina mína og Shogun Ashikaga Yoshimasa lagaði krúsið sitt fyrir fimm aldir síðan, með því að stunda listina að Kintsugi. Höfundur er viðskiptafræðingur, meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræði í HÍ og starfsmaður hjá Festu - miðstöð fyrir sjálfbærni. Guðbjörg Lára Másdóttir, meistaranemi í Umhverfisstjórnun og starfsnemi hjá Festu las yfir textan og lagaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Kintsugi er heiti yfir sérstaka Japanska hefð fyrir keramik viðgerðir sem ná aftur til 15. aldar þegar Ashikaga Yoshimasa var shogun (ísl. arfgengur herforingi). Samkvæmt sagnfræðingum braut hann uppáhalds te bollann sinn og ákvað þ.a.l að senda hann til Kína til viðgerðar. Þegar hann fékk loksins ástkæra bollan aftur í hendurnar, varð hann hneykslaður á því hversu klaufalega hefði verið gert við bollann. Menn Ashikaga fengu þá hugmynd að fylla sprungurnar á bollanum með gull-blönduðu lakki til að leggja áherslu á einstaka sögu hans. Ekki til að fela sprungurnar, heldur vegna þess að þeir voru stoltir af sprungunum og sögunni sem þær höfðu að segja. Ashikaga varð svo ánægður með þessa lausn að þetta þróaðist yfir í listform sem er enn stundað í dag og ber heitið Kintsugi. Allir hlutir hafa meðfætt gildi Kintsugi hefur sterka tengingu til trúarbragða frumbyggja Japans, shintóisma, þar sem öll náttúra og allir manngerðir hlutir eru taldir hafa anda eða kami. Allir hlutir hafa þannig meðfætt gildi og þeim má aldrei farga af virðingarleysi. Mottanai er orð yfir eftirsjá þegar einhverju dýrmætu er sóað og mushin lýsir þörfinni til að sætta sig við breytingar sem við öll göngum í gegnum og faðma þær frekar að sér heldur en að berjast á móti þeim. Öll þessi hugtök eiga djúpar rætur að rekja inn í japanskt samfélag og það kemur því ekki óvart að Japanarnir eru leiðandi í innleiðingu á R-unum þremur – draga úr, endurnýta og endurvinna (e. reduce, reuse, recycle). Ég braut uppáhalds te bollann minn, alveg eins og Ashikaga fyrir yfir 500 árum síðan. Ég lagði upp með að laga bollann minn með Kintsugi aðferðinni síðasta vor. Mér fannst Ashikaga hafa rétt fyrir sér með því að bera virðingu fyrir bollanum sínum og krefjast þess að gert yrði við hann á fallegan hátt. Gullna ,,hobby’’ lakkið sem ég notaði tekur tíma að pensla á og tekur talsverðan tíma til að þorna á milli umferða. Þetta er hægt og róandi ferli, ákveðin hugleiðsla. Þetta reynir á þolinmæðina, sérstaklega fyrir byrjendur eins og mig, en heilandi á sama tíma. Ég er alveg að verða búin að laga bollann, hlaða hann með verðmætum. Náttúruhagfræði og hamingja Kintsugi gaf mér einnig fullkomna myndlíkingu til þess að lýsa sýn minni á því hvernig heilbrigt hagkerfi gæti litið út. Hvað þyrfti til þess að við yrðum sjálfbærir íbúar á þessari plánetu? Við ættum að beita aðferðum Kintsugi og bera heilbrigða virðingu fyrir öllum hlutum, mannlegum og náttúrulegum. Þegar öllu er á botnin hvolft kemur allt okkar úr náttúrunni, unnið úr auðlindum náttúrunnar og er því með kami. Samt finnst okkur, enn þann dag í dag, erfitt að meta verðmæti náttúrunnar í fjárhagsáætlunum og aðgerðaráætlunum. Kannski ættum við að hætta að hugsa um verðmæti út frá peningum, eitthvað sem við getum talið í krónum. Hendum landsframleiðslunni og/eða krónu upphæðinna á bankareikningnum sem mælikvörðum á hversu vel við höfum það. Teljum saman það sem raunverulega skapar okkur verðmæti, hamingja og lífsgæði og gerum plönin okkar með það markmiði í huga að auka raunveruleg verðmæti. Við vitum að náttúruauðlindir okkar eru takmarkaðar. Við höfum öll orðið fyrir áfalli vegna frétta um hvernig mannkynið er að brjóta þolmörk plánetunnar og um hversu hratt áhrif loftslagsbreytingar hafa orðið partur af lífi okkar, sérstaklega á norðurslóðum. Gullið okkar Ég legg til að mikilvægasta breytingin sem við þurfum að tileinka okkur til að koma á fót nýju sjálfbæru hagkerfi sé að læra góðvild, iðka virðingu og finna samkennd við náttúrulegt umhverfi okkar - læra af kerfum þess. Við skulum anda í okkur mottanai og stöðva sóun, nota kraftinn í mushin - þörf okkar til að tileinka okkur til heilbrigðar breytingar - og byggja sjálfbær kerfi - hringlaga kerfi gagnkvæmrar virðingar. Kannski getum við mannkynið notað þetta gull okkar, sumt sem við höfum gleymt og þurfum að endurlæra, til að líma brotna plánetu okkar saman. Eins og ég er að laga krúsina mína og Shogun Ashikaga Yoshimasa lagaði krúsið sitt fyrir fimm aldir síðan, með því að stunda listina að Kintsugi. Höfundur er viðskiptafræðingur, meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræði í HÍ og starfsmaður hjá Festu - miðstöð fyrir sjálfbærni. Guðbjörg Lára Másdóttir, meistaranemi í Umhverfisstjórnun og starfsnemi hjá Festu las yfir textan og lagaði.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar