Arnór gerir athugasemdir við vinnubrögð Auðnast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2021 14:00 Arnór Guðmundsson var skipaður forstjóri Menntamálstofnunar í annað skiptið sumarið 2020. Vísir/vilhelm Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, gerir athugasemdir við áhættumat mannauðsfyrirtækisins Auðnast á starfsumhverfi Menntamálastofnunar. Í áhættumatinu, sem Fréttablaðið greindi frá í morgun, fær Menntamálastofnun falleinkunn í sjö af ellefu áhættuþáttum. Þá segist helmingur starfsfólks telja sig hafa orðið vitni að eða upplifað einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni, eða ofbeldi á vinnustað. Arnór segir í tilkynningu til fjölmiðla að við fyrstu sýn virðist honum sem vinnubrögð, framsetning og ályktanir Auðnast standist í mörgum atriðum ekki faglegar og eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu við úrvinnslu mála af þessum toga. Þá spili fjöldi þátta inn í slæma starfsánægju. Stofnunin starfi innan þröngra fjárheimilda og upplýsingagjöf mennta- og menningarmálaráðuneytisins varðandi framhald tímabundinna verkefna skapað umtalsverðar áskoranir fyrir stofnunina. Mennta- og menningarmálaráðuneytið segir að mál sem varði stjórnun Menntamálastofnunar séu í „algjörum forgangi“ innan ráðuneytisins. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra vill þó ekki tjá sig um þau fyrr en meðferð þeirra verður lokið. Yfirlýsingu Arnórs má sjá að neðan. Menntamálastofnun telur rétt að fram komi að um tveggja ára skeið hefur hallað á starfsánægju hjá Menntamálastofnun og spilar þar inn í fjöldi þátta. Þannig hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið t.d. ekki sett reglur sem lög mæla fyrir um og eiga að marka störfum stofnunarinnar almennan ramma. Stofnunin þarf að starfa innan ramma þröngra fjárheimilda. Þá hefur upplýsingagjöf ráðuneytis varðandi framhald tímabundinna verkefna skapað umtalsverðar áskoranir fyrir stofnunina. Hefur þetta ásamt yfirstandandi heimsfaraldi og öðrum ástæðum, sem óþarfi er að rekja hér, reynst krefjandi fyrir stjórnendur og starfsfólk stofnunarinnar. Stofnunin vinnur að því hörðum höndum að bæta stjórnarhætti, starfsanda, og leiðrétta það sem aflaga hefur farið innan þeirra marka sem fjárlög og starfsheimildir setja. Stofnunin mun að sjálfsögðu taka sanngjarnt tillit til viðhorfa starfsmanna í þessum efnum og leggur áherslu á að endurvinna góðan árangur sem áður hafði náðst við að bæta starfsanda hjá stofnuninni og fyrri árangursmælingar hafa sýnt fram á. Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um áhættumat Auðnast á starfsumhverfi Menntamálastofnunar skal áréttað að því miður virðist við fyrstu sýn sem vinnubrögð, framsetning og ályktanir Auðnast standist í mörgum atriðum ekki faglegar og eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu við úrvinnslu mála af þessum toga. Loks skal áréttað að góðar vonir eru um að fljótt megi ráða bót á þeim vandamálum sem uppi eru í nánu samstarfi við starfsfólk. Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Tengdar fréttir Mun ekki tjá sig um MMS en málin í „algjörum forgangi“ Mennta- og menningarmálaráðuneytið segir að mál sem varði stjórnun Menntamálastofnunar séu í „algjörum forgangi“ innan ráðuneytisins. Ráðherrann vill þó ekki tjá sig um þau fyrr en meðferð þeirra verður lokið. 10. nóvember 2021 12:02 Svört mynd dregin upp af stjórnarháttum innan MMS Yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjórinn, Arnór Guðmundsson, fá falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuráðuneytisins. 10. nóvember 2021 07:05 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Í áhættumatinu, sem Fréttablaðið greindi frá í morgun, fær Menntamálastofnun falleinkunn í sjö af ellefu áhættuþáttum. Þá segist helmingur starfsfólks telja sig hafa orðið vitni að eða upplifað einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni, eða ofbeldi á vinnustað. Arnór segir í tilkynningu til fjölmiðla að við fyrstu sýn virðist honum sem vinnubrögð, framsetning og ályktanir Auðnast standist í mörgum atriðum ekki faglegar og eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu við úrvinnslu mála af þessum toga. Þá spili fjöldi þátta inn í slæma starfsánægju. Stofnunin starfi innan þröngra fjárheimilda og upplýsingagjöf mennta- og menningarmálaráðuneytisins varðandi framhald tímabundinna verkefna skapað umtalsverðar áskoranir fyrir stofnunina. Mennta- og menningarmálaráðuneytið segir að mál sem varði stjórnun Menntamálastofnunar séu í „algjörum forgangi“ innan ráðuneytisins. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra vill þó ekki tjá sig um þau fyrr en meðferð þeirra verður lokið. Yfirlýsingu Arnórs má sjá að neðan. Menntamálastofnun telur rétt að fram komi að um tveggja ára skeið hefur hallað á starfsánægju hjá Menntamálastofnun og spilar þar inn í fjöldi þátta. Þannig hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið t.d. ekki sett reglur sem lög mæla fyrir um og eiga að marka störfum stofnunarinnar almennan ramma. Stofnunin þarf að starfa innan ramma þröngra fjárheimilda. Þá hefur upplýsingagjöf ráðuneytis varðandi framhald tímabundinna verkefna skapað umtalsverðar áskoranir fyrir stofnunina. Hefur þetta ásamt yfirstandandi heimsfaraldi og öðrum ástæðum, sem óþarfi er að rekja hér, reynst krefjandi fyrir stjórnendur og starfsfólk stofnunarinnar. Stofnunin vinnur að því hörðum höndum að bæta stjórnarhætti, starfsanda, og leiðrétta það sem aflaga hefur farið innan þeirra marka sem fjárlög og starfsheimildir setja. Stofnunin mun að sjálfsögðu taka sanngjarnt tillit til viðhorfa starfsmanna í þessum efnum og leggur áherslu á að endurvinna góðan árangur sem áður hafði náðst við að bæta starfsanda hjá stofnuninni og fyrri árangursmælingar hafa sýnt fram á. Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um áhættumat Auðnast á starfsumhverfi Menntamálastofnunar skal áréttað að því miður virðist við fyrstu sýn sem vinnubrögð, framsetning og ályktanir Auðnast standist í mörgum atriðum ekki faglegar og eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu við úrvinnslu mála af þessum toga. Loks skal áréttað að góðar vonir eru um að fljótt megi ráða bót á þeim vandamálum sem uppi eru í nánu samstarfi við starfsfólk.
Menntamálastofnun telur rétt að fram komi að um tveggja ára skeið hefur hallað á starfsánægju hjá Menntamálastofnun og spilar þar inn í fjöldi þátta. Þannig hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið t.d. ekki sett reglur sem lög mæla fyrir um og eiga að marka störfum stofnunarinnar almennan ramma. Stofnunin þarf að starfa innan ramma þröngra fjárheimilda. Þá hefur upplýsingagjöf ráðuneytis varðandi framhald tímabundinna verkefna skapað umtalsverðar áskoranir fyrir stofnunina. Hefur þetta ásamt yfirstandandi heimsfaraldi og öðrum ástæðum, sem óþarfi er að rekja hér, reynst krefjandi fyrir stjórnendur og starfsfólk stofnunarinnar. Stofnunin vinnur að því hörðum höndum að bæta stjórnarhætti, starfsanda, og leiðrétta það sem aflaga hefur farið innan þeirra marka sem fjárlög og starfsheimildir setja. Stofnunin mun að sjálfsögðu taka sanngjarnt tillit til viðhorfa starfsmanna í þessum efnum og leggur áherslu á að endurvinna góðan árangur sem áður hafði náðst við að bæta starfsanda hjá stofnuninni og fyrri árangursmælingar hafa sýnt fram á. Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um áhættumat Auðnast á starfsumhverfi Menntamálastofnunar skal áréttað að því miður virðist við fyrstu sýn sem vinnubrögð, framsetning og ályktanir Auðnast standist í mörgum atriðum ekki faglegar og eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu við úrvinnslu mála af þessum toga. Loks skal áréttað að góðar vonir eru um að fljótt megi ráða bót á þeim vandamálum sem uppi eru í nánu samstarfi við starfsfólk.
Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Tengdar fréttir Mun ekki tjá sig um MMS en málin í „algjörum forgangi“ Mennta- og menningarmálaráðuneytið segir að mál sem varði stjórnun Menntamálastofnunar séu í „algjörum forgangi“ innan ráðuneytisins. Ráðherrann vill þó ekki tjá sig um þau fyrr en meðferð þeirra verður lokið. 10. nóvember 2021 12:02 Svört mynd dregin upp af stjórnarháttum innan MMS Yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjórinn, Arnór Guðmundsson, fá falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuráðuneytisins. 10. nóvember 2021 07:05 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Mun ekki tjá sig um MMS en málin í „algjörum forgangi“ Mennta- og menningarmálaráðuneytið segir að mál sem varði stjórnun Menntamálastofnunar séu í „algjörum forgangi“ innan ráðuneytisins. Ráðherrann vill þó ekki tjá sig um þau fyrr en meðferð þeirra verður lokið. 10. nóvember 2021 12:02
Svört mynd dregin upp af stjórnarháttum innan MMS Yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjórinn, Arnór Guðmundsson, fá falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuráðuneytisins. 10. nóvember 2021 07:05