„Ég gerði það sem ég þurfti að gera“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2021 23:30 Kyle Rittenhouse brotnaði saman er hann svaraði spurningum verjenda síns. Sean Krajacic/The Kenosha News via AP Kyle Rittenhouse, maðurinn sem ákærður er fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra, segir að hann hafi gert það til að verja sjálfan sig. Þetta er á meðal þess sem kom fram í vitnisburði Rittenhouse í réttarhöldunum yfir honum sem fara fram þessa dagana í Bandaríkjunum. Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha síðasta sumar. Hófust þau eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið. Rittenhouse, sem þá var sautján ára gamall, lagði leið sína til borgarinnar, úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Þegar kvöldinu lauk hafði Rittenhouse skotið tvo menn til bana og sært þann þriðja, sem var vopnaður skammbyssu. Kyle Rittenhouse í dómsal í dag.Sean Krajacic/The Kenosha News via AP Hann var ákærður fyrir tvö morð, morðtilraun og fyrir að vera flytja skotvopn milli ríkja, verandi undir lögaldri. Rittenhouse hefur neitað sök í öllum ákæruliðum en hann stendur frammi fyrir mögulegu lífstíðarfangelsi. Sagðist hafa verið að beita sjálfsvörn Í vitnisburðinum reyndi Rittenhouse að mála þá mynd að hann hefði verið á staðnum til að aðstoða aðra og til þess að reyna að slökkva elda sem höfðu verið kveiktir í mótmælunum. Hann hafi aðeins notað skotvopnið þegar á hann var ráðist. „Ég gerði ekkert rangt, ég var að verja sjálfan mig,“ sagði hinn átján ára Rittenhouse. Saksóknarar drógu þó upp aðra mynd af Rittenhouse, og sögðu hann hafa mætt með byssuna til þess að nota hana. Hann hafi verið sjálfskipaður löggæslumaður sem hafi skotið menn til bana án réttlætingar. „Ég gerði það sem ég þurfti að gera til þess að stöðva þann sem var að ráðast á mig“, sagði Rittenhouse þegar saksóknarinn í málinu spurði hann út í atburði kvöldsins. „Með því að drepa þá?,“ spurði saksóknarinn. „Tveir af þeim létust en ég kom í veg fyrir að þeir réðust á mig“, svaraði Rittenhouse. Framan af vitnisburðinum var Rittenhouse yfirvegaður en þegar lögmaður hans spurði hann út í hvað hafi orðið til þess að hann hafi skotið Joseph Rosenbaum til bana, brotnaði Rittenhouse saman. Myndband af því má sjá hér að ofan. Talið er að réttarhöldin muni taka tvær vikur. Saksóknarar í málinu hafa verið sagðir í vandræðum í réttarsal, þar sem þeim hafi hingað til gengið illa að sýna fram á að Rittenhouse hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt áður en hann skaut mennina til bana. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Saksóknarar sagðir í vandræðum í máli Rittenhouse Saksóknarar í málinu gegn Kyle Rittenhouse luku málflutningi sínum í gær. Þeir kölluðu til 22 vitni en gekk illa að sýna fram á að Rittenhouse hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt þegar hann skaut þrjá menn. 10. nóvember 2021 10:55 Réttarhöldin gegn Rittenhouse hafin: Flestir höfðu þegar gert upp hug sinn Réttarhöldin gegn Kyle Rittenhouse hófust í gær. Hann var ákærður fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra. Illa gekk að finna kviðdómendur til að meta sekt eða sakleysi Rittenhouse. 2. nóvember 2021 10:42 Segja Rittenhouse hetju og föðurlandsvin Samkvæmt lögmönnum Kyle Rittenhouse var hann ekki hræddur táningur sem skaut tvo til bana í sjálfsvörn í Kenosha í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hann var föðurlandsvinur. Hann var verjandi frelsis síns og réttinda sinna til að bera vopn inn um óeirðir á götum borgarinnar. 24. september 2020 22:45 Þorri atburðarásarinnar í Kenosha fangaður á myndband Lögreglan í Kenosha í Bandaríkjunum handtók í gær Kyle Rittenhouse, sem er sautján ára, fyrir að skjóta tvo til bana og særa þriðja í mótmælum í borginni á dögunum. Atburðarásin náðist að stórum hluta á myndbönd. 27. ágúst 2020 10:36 Lögreglumaðurinn sem skaut Jacob Blake ekki ákærður Enginn lögreglumannanna sem voru viðriðnir mál Jacobs Blake verður ákærður. Blake, sem er svartur, var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í águst og er lamaður fyrir neðan mitti í kjölfar þess. 5. janúar 2021 22:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kom fram í vitnisburði Rittenhouse í réttarhöldunum yfir honum sem fara fram þessa dagana í Bandaríkjunum. Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha síðasta sumar. Hófust þau eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið. Rittenhouse, sem þá var sautján ára gamall, lagði leið sína til borgarinnar, úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Þegar kvöldinu lauk hafði Rittenhouse skotið tvo menn til bana og sært þann þriðja, sem var vopnaður skammbyssu. Kyle Rittenhouse í dómsal í dag.Sean Krajacic/The Kenosha News via AP Hann var ákærður fyrir tvö morð, morðtilraun og fyrir að vera flytja skotvopn milli ríkja, verandi undir lögaldri. Rittenhouse hefur neitað sök í öllum ákæruliðum en hann stendur frammi fyrir mögulegu lífstíðarfangelsi. Sagðist hafa verið að beita sjálfsvörn Í vitnisburðinum reyndi Rittenhouse að mála þá mynd að hann hefði verið á staðnum til að aðstoða aðra og til þess að reyna að slökkva elda sem höfðu verið kveiktir í mótmælunum. Hann hafi aðeins notað skotvopnið þegar á hann var ráðist. „Ég gerði ekkert rangt, ég var að verja sjálfan mig,“ sagði hinn átján ára Rittenhouse. Saksóknarar drógu þó upp aðra mynd af Rittenhouse, og sögðu hann hafa mætt með byssuna til þess að nota hana. Hann hafi verið sjálfskipaður löggæslumaður sem hafi skotið menn til bana án réttlætingar. „Ég gerði það sem ég þurfti að gera til þess að stöðva þann sem var að ráðast á mig“, sagði Rittenhouse þegar saksóknarinn í málinu spurði hann út í atburði kvöldsins. „Með því að drepa þá?,“ spurði saksóknarinn. „Tveir af þeim létust en ég kom í veg fyrir að þeir réðust á mig“, svaraði Rittenhouse. Framan af vitnisburðinum var Rittenhouse yfirvegaður en þegar lögmaður hans spurði hann út í hvað hafi orðið til þess að hann hafi skotið Joseph Rosenbaum til bana, brotnaði Rittenhouse saman. Myndband af því má sjá hér að ofan. Talið er að réttarhöldin muni taka tvær vikur. Saksóknarar í málinu hafa verið sagðir í vandræðum í réttarsal, þar sem þeim hafi hingað til gengið illa að sýna fram á að Rittenhouse hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt áður en hann skaut mennina til bana.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Saksóknarar sagðir í vandræðum í máli Rittenhouse Saksóknarar í málinu gegn Kyle Rittenhouse luku málflutningi sínum í gær. Þeir kölluðu til 22 vitni en gekk illa að sýna fram á að Rittenhouse hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt þegar hann skaut þrjá menn. 10. nóvember 2021 10:55 Réttarhöldin gegn Rittenhouse hafin: Flestir höfðu þegar gert upp hug sinn Réttarhöldin gegn Kyle Rittenhouse hófust í gær. Hann var ákærður fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra. Illa gekk að finna kviðdómendur til að meta sekt eða sakleysi Rittenhouse. 2. nóvember 2021 10:42 Segja Rittenhouse hetju og föðurlandsvin Samkvæmt lögmönnum Kyle Rittenhouse var hann ekki hræddur táningur sem skaut tvo til bana í sjálfsvörn í Kenosha í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hann var föðurlandsvinur. Hann var verjandi frelsis síns og réttinda sinna til að bera vopn inn um óeirðir á götum borgarinnar. 24. september 2020 22:45 Þorri atburðarásarinnar í Kenosha fangaður á myndband Lögreglan í Kenosha í Bandaríkjunum handtók í gær Kyle Rittenhouse, sem er sautján ára, fyrir að skjóta tvo til bana og særa þriðja í mótmælum í borginni á dögunum. Atburðarásin náðist að stórum hluta á myndbönd. 27. ágúst 2020 10:36 Lögreglumaðurinn sem skaut Jacob Blake ekki ákærður Enginn lögreglumannanna sem voru viðriðnir mál Jacobs Blake verður ákærður. Blake, sem er svartur, var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í águst og er lamaður fyrir neðan mitti í kjölfar þess. 5. janúar 2021 22:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Saksóknarar sagðir í vandræðum í máli Rittenhouse Saksóknarar í málinu gegn Kyle Rittenhouse luku málflutningi sínum í gær. Þeir kölluðu til 22 vitni en gekk illa að sýna fram á að Rittenhouse hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt þegar hann skaut þrjá menn. 10. nóvember 2021 10:55
Réttarhöldin gegn Rittenhouse hafin: Flestir höfðu þegar gert upp hug sinn Réttarhöldin gegn Kyle Rittenhouse hófust í gær. Hann var ákærður fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra. Illa gekk að finna kviðdómendur til að meta sekt eða sakleysi Rittenhouse. 2. nóvember 2021 10:42
Segja Rittenhouse hetju og föðurlandsvin Samkvæmt lögmönnum Kyle Rittenhouse var hann ekki hræddur táningur sem skaut tvo til bana í sjálfsvörn í Kenosha í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hann var föðurlandsvinur. Hann var verjandi frelsis síns og réttinda sinna til að bera vopn inn um óeirðir á götum borgarinnar. 24. september 2020 22:45
Þorri atburðarásarinnar í Kenosha fangaður á myndband Lögreglan í Kenosha í Bandaríkjunum handtók í gær Kyle Rittenhouse, sem er sautján ára, fyrir að skjóta tvo til bana og særa þriðja í mótmælum í borginni á dögunum. Atburðarásin náðist að stórum hluta á myndbönd. 27. ágúst 2020 10:36
Lögreglumaðurinn sem skaut Jacob Blake ekki ákærður Enginn lögreglumannanna sem voru viðriðnir mál Jacobs Blake verður ákærður. Blake, sem er svartur, var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í águst og er lamaður fyrir neðan mitti í kjölfar þess. 5. janúar 2021 22:38