Þungt hljóð í sjómönnum sem horfa til óhefðbundinna aðgerða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2021 10:02 Þing Sjómannasambandsins skoraði á útgerðarmenn að bæta samskipti sín við sjómenn og samtök þeirra en vantraust milli aðila heðfi verið vaxandi síðustu misseri og ár. „Í sumum tilfellum er um algeran trúnaðarbrest að ræða,“ segir í ályktun þingsins. Vísir/Vilhelm „Það er mjög að þyngjast hljóðið í mönnum, enda búnir að vera samningslausir í tvö ár,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, um stöðu mála í kjaraviðræðum sjómanna. „Síðast voru þetta sex ár. Nú er þetta rétt að byrja en þetta er samt ömurlegt. Og menn eru svona að íhuga til hvað er hægt að gera, til hvaða ráða er hægt að grípa, til að knýja fram kjarasamning. Menn eru svo sem ekki spenntir fyrir að fara í alsherjarverkfall,“ segir hann. Á þingi Sjómannasambandsins sem fram fór 4. og 5. nóvember síðastliðinn var samþykkt ályktun þar sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eru ávítt harðlega fyrir að gera ekki kjarasamning við sjómenn í áraraðir „um þau sjálfsögðu réttindamál sem önnur samtök launafólks hafa þegar samið um“. Vegna þvergirðingsháttar útgerðarinnar sé ekki útlit fyrir að samningar náist án átaka, segir í ályktuninni. Valmundur segir óábyrgt að ráðast í verkfallsaðgerðir á meðan loðnuvertíðinni stendur þegar horft er til ástandsins í þjóðfélaginu. Það þýði hins vegar ekki að sjómenn ætli að samþykkja það þegjandi og hljóðalaust að fá kjör sín ekki bætt. „Nú fara menn af þinginu og fara að funda, og það verður líklega mjög mikið fundað á milli jóla og nýárs, og þá heyra menn betur hljóðið í sjómönnum og við bara hlýðum því þegar þar að kemur,“ segir Valmundur. Verið sé að skoða ýmsar leiðir sem hægt er að fara aðrar en beinar verkfallsaðgerðir, enda allar líkur á að komið yrði í veg fyrir þær með lagasetningu. Hann vill ekki tjá sig um hvers konar aðgerðir sé að ræða en segir þær mögulega munu koma á óvart. Kjara- og öryggismál voru þau mál sem hæst bar á þinginu. „Við teljum það ekki forsvaranlegt að útgerðarmenn einir komist undan því að greiða 3,5 prósent til viðbótar í lífeyrissparnað. Þetta er nú sú atvinnugrein sem ber mest úr býtum á Íslandi og ef það er nóg til hjá öðrum atvinnurekendum þá er yfirdrifið nóg til þarna,“ segir Vilmundur. Í ályktun sem samþykt var á þinginu vísar Sjómannasambandið á bug kröfu útgerðarmanna um að sjómenn taki þátt í greiðslu veiðigalda. Þetta ítrekar Vilmundur í samtali við Vísi. „Það verður bara að bregðast við svona bulli. Því veiðigjöldin eru ekkert annað en skattur á útgerðirnar. Við buðumst til að taka þátt í þessu ef við fengjum þá hluta af hagnaðinum á móti. En það er ekkert í boði.“ Vilmundur segir útgerðarmenn einnig gleyma að laun sjómanna séu dregin frá áður en veiðigjöldin eru reiknuð út. „Þannig að það væri miklu nær að hækka launin, því þeir fá það að fullu til baka.“ Sjávarútvegur Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
„Síðast voru þetta sex ár. Nú er þetta rétt að byrja en þetta er samt ömurlegt. Og menn eru svona að íhuga til hvað er hægt að gera, til hvaða ráða er hægt að grípa, til að knýja fram kjarasamning. Menn eru svo sem ekki spenntir fyrir að fara í alsherjarverkfall,“ segir hann. Á þingi Sjómannasambandsins sem fram fór 4. og 5. nóvember síðastliðinn var samþykkt ályktun þar sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eru ávítt harðlega fyrir að gera ekki kjarasamning við sjómenn í áraraðir „um þau sjálfsögðu réttindamál sem önnur samtök launafólks hafa þegar samið um“. Vegna þvergirðingsháttar útgerðarinnar sé ekki útlit fyrir að samningar náist án átaka, segir í ályktuninni. Valmundur segir óábyrgt að ráðast í verkfallsaðgerðir á meðan loðnuvertíðinni stendur þegar horft er til ástandsins í þjóðfélaginu. Það þýði hins vegar ekki að sjómenn ætli að samþykkja það þegjandi og hljóðalaust að fá kjör sín ekki bætt. „Nú fara menn af þinginu og fara að funda, og það verður líklega mjög mikið fundað á milli jóla og nýárs, og þá heyra menn betur hljóðið í sjómönnum og við bara hlýðum því þegar þar að kemur,“ segir Valmundur. Verið sé að skoða ýmsar leiðir sem hægt er að fara aðrar en beinar verkfallsaðgerðir, enda allar líkur á að komið yrði í veg fyrir þær með lagasetningu. Hann vill ekki tjá sig um hvers konar aðgerðir sé að ræða en segir þær mögulega munu koma á óvart. Kjara- og öryggismál voru þau mál sem hæst bar á þinginu. „Við teljum það ekki forsvaranlegt að útgerðarmenn einir komist undan því að greiða 3,5 prósent til viðbótar í lífeyrissparnað. Þetta er nú sú atvinnugrein sem ber mest úr býtum á Íslandi og ef það er nóg til hjá öðrum atvinnurekendum þá er yfirdrifið nóg til þarna,“ segir Vilmundur. Í ályktun sem samþykt var á þinginu vísar Sjómannasambandið á bug kröfu útgerðarmanna um að sjómenn taki þátt í greiðslu veiðigalda. Þetta ítrekar Vilmundur í samtali við Vísi. „Það verður bara að bregðast við svona bulli. Því veiðigjöldin eru ekkert annað en skattur á útgerðirnar. Við buðumst til að taka þátt í þessu ef við fengjum þá hluta af hagnaðinum á móti. En það er ekkert í boði.“ Vilmundur segir útgerðarmenn einnig gleyma að laun sjómanna séu dregin frá áður en veiðigjöldin eru reiknuð út. „Þannig að það væri miklu nær að hækka launin, því þeir fá það að fullu til baka.“
Sjávarútvegur Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira