Sitja fyrstu kaupendur í súpunni? Bergþóra Baldursdóttir skrifar 12. nóvember 2021 08:00 Íbúðaverð hefur hækkað um 15% undanfarið ár. Mikil eftirspurn er á íbúðamarkaði um þessar mundir sem framboðið annar ekki. Ein helsta ástæða fyrir þessari miklu eftirspurn er að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í kjölfar COVID faraldursins sem varð til þess að vextir á húsnæðislánum urðu töluvert hagstæðari en við höfum áður vanist hér á landi og þar af leiðandi jókst greiðslugeta kaupenda. Auk þess virðast ýmsir aðrir þættir tengdir breyttri hegðun í faraldrinum ýta undir eftirspurn á íbúðamarkaði hér eins og víða erlendis. Síðustu ár hafa íbúðir á landsbyggðinni hækkað hraðar í verði en íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Í faraldrinum varð breyting þar á og um þessar mundir hafa verðhækkanir að mestu verið drifnar áfram af íbúðum á höfuðborgarsvæðinu og þá sérstaklega sérbýli. Á síðastliðnu ári hefur sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 19% að nafnvirði og fjölbýli um 14%. Þegar íbúðaverð hækkar talsvert umfram laun eins og raunin hefur verið uppi á síðkastið getur orðið enn erfiðara fyrir fólk koma sér inn á markaðinn. Það er nefnilega svo að margir eru á leigumarkaði af illri nauðsyn. Samkvæmt niðurstöðum úr könnun á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar vilja 90% leigjenda fremur búa í eigin húsnæði en í leiguhúsnæði. Húseigendur sjá verðmæti eigna sinna hækka en þau sem standa utan markaðarins og hyggja á íbúðakaup sjá drauminn mögulega fjarlægjast. Hlutfall fyrstu kaupenda aldrei hærra Þrátt fyrir þessar miklu hækkanir eru fjölmargir þó að kaupa sína fyrstu íbúð þessa dagana. Samkvæmt gögnum Þjóðskrár er hlutfall fyrstu kaupenda 33% það sem af er ári og hefur aldrei verið hærra. Þetta þýðir að þrátt fyrir íbúðaverðshækkanir að undanförnu eru fyrstu kaupendur að ná að koma sér á markaðinn. En hvernig getur staðið á þessu, samhliða hækkandi verði? Helsta ástæðan er einfaldlega sú að þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi hækkað vexti frá því í vor eru vextir enn mun lægri en á árum áður. Þetta hefur orðið til þess að auka greiðslugetu fyrstu kaupenda eins og annarra og vegið upp á móti íbúðaverðshækkunum og rúmlega það. En mun það alltaf vera staðan? Vextir koma til með að hækka Seðlabankinn hefur gripið til aðgerða til að stemma stigu við hækkunum á markaði. Bankinn hefur hækkað stýrivexti ásamt því að herða á reglum um hámarks veðsetningarhlutfall og greiðslubyrði. Þessar aðgerðir eiga að róa íbúðamarkaðinn og koma í veg fyrir óhóflega skuldsetningu. Stýrivextir hafa hækkað í þrígang á undanförnum mánuðum og útlit er fyrir að hækkunarferli vaxta muni halda áfram nú þegar hagkerfið réttir úr kútnum. Þetta mun koma til með að hafa bein áhrif á húsnæðislán almennings. Ljóst er að ef að vextir verða aftur á svipuðum stað og fyrir faraldur og ef íbúðaverð fer að róast gæti orðið mjög erfitt fyrir verðandi fyrstu kaupendur að kaupa sér íbúð. Munu þeir þurfa að stíga inn í jafn dýran eða enn dýrari íbúðamarkað og nú er raunin, en með talsvert hærri vöxtum? Það gæti reynst erfið staða fyrir marga. Meira er um að fólk sé að kaupa sína fyrstu eign þessa dagana en áður og það hlýtur að teljast jákvætt, enda viljum við að fólk hafi raunverulega valkosti varðandi búsetu hér á landi. Stjórnvöld hafa í gegnum tíðina hjálpað fyrstu kaupendum inn á markaðinn með ýmsum aðgerðum. Stóra spurningin er hvort stjórnvöld þurfi jafnvel að hjálpa fyrstu kaupendum enn frekar þegar frá líður. Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergþóra Baldursdóttir Húsnæðismál Fjármál heimilisins Neytendur Fasteignamarkaður Mest lesið 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Íbúðaverð hefur hækkað um 15% undanfarið ár. Mikil eftirspurn er á íbúðamarkaði um þessar mundir sem framboðið annar ekki. Ein helsta ástæða fyrir þessari miklu eftirspurn er að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í kjölfar COVID faraldursins sem varð til þess að vextir á húsnæðislánum urðu töluvert hagstæðari en við höfum áður vanist hér á landi og þar af leiðandi jókst greiðslugeta kaupenda. Auk þess virðast ýmsir aðrir þættir tengdir breyttri hegðun í faraldrinum ýta undir eftirspurn á íbúðamarkaði hér eins og víða erlendis. Síðustu ár hafa íbúðir á landsbyggðinni hækkað hraðar í verði en íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Í faraldrinum varð breyting þar á og um þessar mundir hafa verðhækkanir að mestu verið drifnar áfram af íbúðum á höfuðborgarsvæðinu og þá sérstaklega sérbýli. Á síðastliðnu ári hefur sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 19% að nafnvirði og fjölbýli um 14%. Þegar íbúðaverð hækkar talsvert umfram laun eins og raunin hefur verið uppi á síðkastið getur orðið enn erfiðara fyrir fólk koma sér inn á markaðinn. Það er nefnilega svo að margir eru á leigumarkaði af illri nauðsyn. Samkvæmt niðurstöðum úr könnun á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar vilja 90% leigjenda fremur búa í eigin húsnæði en í leiguhúsnæði. Húseigendur sjá verðmæti eigna sinna hækka en þau sem standa utan markaðarins og hyggja á íbúðakaup sjá drauminn mögulega fjarlægjast. Hlutfall fyrstu kaupenda aldrei hærra Þrátt fyrir þessar miklu hækkanir eru fjölmargir þó að kaupa sína fyrstu íbúð þessa dagana. Samkvæmt gögnum Þjóðskrár er hlutfall fyrstu kaupenda 33% það sem af er ári og hefur aldrei verið hærra. Þetta þýðir að þrátt fyrir íbúðaverðshækkanir að undanförnu eru fyrstu kaupendur að ná að koma sér á markaðinn. En hvernig getur staðið á þessu, samhliða hækkandi verði? Helsta ástæðan er einfaldlega sú að þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi hækkað vexti frá því í vor eru vextir enn mun lægri en á árum áður. Þetta hefur orðið til þess að auka greiðslugetu fyrstu kaupenda eins og annarra og vegið upp á móti íbúðaverðshækkunum og rúmlega það. En mun það alltaf vera staðan? Vextir koma til með að hækka Seðlabankinn hefur gripið til aðgerða til að stemma stigu við hækkunum á markaði. Bankinn hefur hækkað stýrivexti ásamt því að herða á reglum um hámarks veðsetningarhlutfall og greiðslubyrði. Þessar aðgerðir eiga að róa íbúðamarkaðinn og koma í veg fyrir óhóflega skuldsetningu. Stýrivextir hafa hækkað í þrígang á undanförnum mánuðum og útlit er fyrir að hækkunarferli vaxta muni halda áfram nú þegar hagkerfið réttir úr kútnum. Þetta mun koma til með að hafa bein áhrif á húsnæðislán almennings. Ljóst er að ef að vextir verða aftur á svipuðum stað og fyrir faraldur og ef íbúðaverð fer að róast gæti orðið mjög erfitt fyrir verðandi fyrstu kaupendur að kaupa sér íbúð. Munu þeir þurfa að stíga inn í jafn dýran eða enn dýrari íbúðamarkað og nú er raunin, en með talsvert hærri vöxtum? Það gæti reynst erfið staða fyrir marga. Meira er um að fólk sé að kaupa sína fyrstu eign þessa dagana en áður og það hlýtur að teljast jákvætt, enda viljum við að fólk hafi raunverulega valkosti varðandi búsetu hér á landi. Stjórnvöld hafa í gegnum tíðina hjálpað fyrstu kaupendum inn á markaðinn með ýmsum aðgerðum. Stóra spurningin er hvort stjórnvöld þurfi jafnvel að hjálpa fyrstu kaupendum enn frekar þegar frá líður. Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun