Umfjöllun : Þór Ak. - Keflavík 56-70 | Skyldusigur hjá Keflavík í afleitum körfuboltaleik Árni Jóhannsson skrifar 11. nóvember 2021 21:25 vísir/bára Keflvíkingar unnu sigur á Þór frá Akureyri 56-70 í leik sem, eins og tölurnar bera með sér, náði aldrei neinu flugi. Skyldusigur og líklega voru menn með hugann við að klára verkið með sem minnstum átökum. Sóknarleikur beggja liða var mjög stirður í upphafi leiks en það var eins og það væri ískalt í höllinni en frí sniðskot og stökkskot bara vildu ekki niður hjá hvorugu liðinu. Staðan 8-4 fyrir heimamenn þegar fimm mínútur voru liðnar af leiknum en þá tóku heimamenn við sér og náðu að setja 13 stig á móti átta stigum gestanna áður en fyrsta leikhluta lauk. Gestirnir voru sterkir varnarlega í leikhlutanum og þess vegna misstu þeir heimamenn ekki lengra frá sér en raun bar vitni. Keflvíkingar hittu einungis úr 29% skota sinna en voru búnir að stela fjórum boltum. Í öðrum leikhluta þá juku gestirnir ákafann í varnarleik sínum en áttu enn erfitt með sóknarleik sinn og náðu ekki að jafna metin fyrr en að sjö mínútur voru búnar af öðrum leikhluta í stöðuna 26-26 og á þeim tímapunkti voru heimamenn búnir að tapa boltanum 10 sinnum. Keflvíkingar sigu fram úr á þessum tímapunkti og héldu til búningsherbergja í stöðunni 31-37 fyrir gestina að sunnan. Keflvíkingar höfðu stolið boltanum átta sinnum og varið fimm skot en Þórsarar voru komnir með 12 tapaða bolta í háflleik. Eric Etienne Fongue var með 13 stig í hálfleik fyrir heimamenn en öll stigin komu í fyrsta leikhluta og urðu ekki fleiri í leiknum. Halldór Garðar Hermannsson var stigahæstur gestanna með átta stig. Þriðji leikhluti hófst á því að liðin skiptust á körfum en á mjög löngu tímabili og var staðan 39-42 þegar sex mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en þá komust gestirnir á smá sprett og var staðan orðin 39-49 þremur mínútum seinna og svo 43-54 þegar þriðja fjórðung var lokið. Heimamenn komnir með 17 tapaða bolta á þessum tímapunkti í leiknum og leikurinn virtist ætla bara að fjara út án einhverra flugelda. Það varð raunin. Keflvíkingar gerðu rétt svo nóg sóknarlega til að halda muninum í 11-16 stigum en voru mjög fínir varnarlega. Leiknum lauk síðan í stöðunni 56-70 og var tilfinningin þannig að Keflvíkingar hefðu tapað á móti öllum öðrum liðum í dag en Þórsurum er vorkunn náttúrlega af þeim sökum að þeir hafa ekki fullskipað lið og hafa þurft að gera breytingar á erlendum leikmönnum og nýjir menn ekki komnir inn í liðið. Það vantar því helling í liðið og ekki hægt að dæma þá að fullu fyrir þennan leik. Afhverju vann Keflavík? Þeir eru betra körfuboltalið og eru fullmannaðir annað en Þórsarar. Þeir náðu að spila varnarleik sinn af eðlilegri getu en voru afleitir sóknarlega þó þeir hafi náð að gera nóg á þeim enda vallarins. Hvað gekk vel? Varnarleikur Keflvíkinga gekk vel á löngum köflum. Heimamenn töpuðu 23 boltum í leiknum, Keflvíkingar stálu boltanum 16 sinnum og sex sinnum vörðu þeir skot. Eftir þessa töpuðu bolta skoruðu gestirnir 17 stig móti fjórum slíkum stigum frá heimamönnum og það fer langt með að útskýra muninn. Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska í kvöld. Bæði lið voru með u.þ.b. 33% skotnýtingu í heild sem verður að teljast frekar slakt og hitti Dominykas Milka úr einu af níu skottilraunum sínum þar sem mörg hver voru opin sniðskot undir körfunni. Milka kom af bekknum í kvöld en honum hefur ekki gengið vel það sem af er tímabili. Bestir á vellinum? Hér verðum við að taka pláss til að hrósa Dúa Þór Jónssyni en hann spilaði virkilega vel og var í raun og veru sá eini sem spilaði af eðlilegri getu. Dúi spilaði hverja einustu sekúndu í þessum leik, skoraði 20 stig, tók átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Þá var hann með bestu skotnýtinguna og var með flesta framlagspunkta. Hjá Keflavík var David Okeke sem skoraði 10 stig en 10 leikmenn af 12 komust á blað hjá Keflvíkingum og var Valur Orri Valsson sá eini sem spilaði meira en 25 mínútur hjá þeim. Það var kannski málið í kvöld hjá Keflavík að sleppa frá þessu verkefni með sem minnsta álagi. Hvað næst? Það bíður annað erfitt verkefni hjá Þór en þeir mæta nöfnum sínum frá Þorlákshöfn eftir átta daga og sama kvöld mæta Keflvíkingar Val í verkefni sem verður mun erfiðara en það sem þeir leystu í kvöld. Subway-deild karla Þór Akureyri Keflavík ÍF
Keflvíkingar unnu sigur á Þór frá Akureyri 56-70 í leik sem, eins og tölurnar bera með sér, náði aldrei neinu flugi. Skyldusigur og líklega voru menn með hugann við að klára verkið með sem minnstum átökum. Sóknarleikur beggja liða var mjög stirður í upphafi leiks en það var eins og það væri ískalt í höllinni en frí sniðskot og stökkskot bara vildu ekki niður hjá hvorugu liðinu. Staðan 8-4 fyrir heimamenn þegar fimm mínútur voru liðnar af leiknum en þá tóku heimamenn við sér og náðu að setja 13 stig á móti átta stigum gestanna áður en fyrsta leikhluta lauk. Gestirnir voru sterkir varnarlega í leikhlutanum og þess vegna misstu þeir heimamenn ekki lengra frá sér en raun bar vitni. Keflvíkingar hittu einungis úr 29% skota sinna en voru búnir að stela fjórum boltum. Í öðrum leikhluta þá juku gestirnir ákafann í varnarleik sínum en áttu enn erfitt með sóknarleik sinn og náðu ekki að jafna metin fyrr en að sjö mínútur voru búnar af öðrum leikhluta í stöðuna 26-26 og á þeim tímapunkti voru heimamenn búnir að tapa boltanum 10 sinnum. Keflvíkingar sigu fram úr á þessum tímapunkti og héldu til búningsherbergja í stöðunni 31-37 fyrir gestina að sunnan. Keflvíkingar höfðu stolið boltanum átta sinnum og varið fimm skot en Þórsarar voru komnir með 12 tapaða bolta í háflleik. Eric Etienne Fongue var með 13 stig í hálfleik fyrir heimamenn en öll stigin komu í fyrsta leikhluta og urðu ekki fleiri í leiknum. Halldór Garðar Hermannsson var stigahæstur gestanna með átta stig. Þriðji leikhluti hófst á því að liðin skiptust á körfum en á mjög löngu tímabili og var staðan 39-42 þegar sex mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en þá komust gestirnir á smá sprett og var staðan orðin 39-49 þremur mínútum seinna og svo 43-54 þegar þriðja fjórðung var lokið. Heimamenn komnir með 17 tapaða bolta á þessum tímapunkti í leiknum og leikurinn virtist ætla bara að fjara út án einhverra flugelda. Það varð raunin. Keflvíkingar gerðu rétt svo nóg sóknarlega til að halda muninum í 11-16 stigum en voru mjög fínir varnarlega. Leiknum lauk síðan í stöðunni 56-70 og var tilfinningin þannig að Keflvíkingar hefðu tapað á móti öllum öðrum liðum í dag en Þórsurum er vorkunn náttúrlega af þeim sökum að þeir hafa ekki fullskipað lið og hafa þurft að gera breytingar á erlendum leikmönnum og nýjir menn ekki komnir inn í liðið. Það vantar því helling í liðið og ekki hægt að dæma þá að fullu fyrir þennan leik. Afhverju vann Keflavík? Þeir eru betra körfuboltalið og eru fullmannaðir annað en Þórsarar. Þeir náðu að spila varnarleik sinn af eðlilegri getu en voru afleitir sóknarlega þó þeir hafi náð að gera nóg á þeim enda vallarins. Hvað gekk vel? Varnarleikur Keflvíkinga gekk vel á löngum köflum. Heimamenn töpuðu 23 boltum í leiknum, Keflvíkingar stálu boltanum 16 sinnum og sex sinnum vörðu þeir skot. Eftir þessa töpuðu bolta skoruðu gestirnir 17 stig móti fjórum slíkum stigum frá heimamönnum og það fer langt með að útskýra muninn. Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska í kvöld. Bæði lið voru með u.þ.b. 33% skotnýtingu í heild sem verður að teljast frekar slakt og hitti Dominykas Milka úr einu af níu skottilraunum sínum þar sem mörg hver voru opin sniðskot undir körfunni. Milka kom af bekknum í kvöld en honum hefur ekki gengið vel það sem af er tímabili. Bestir á vellinum? Hér verðum við að taka pláss til að hrósa Dúa Þór Jónssyni en hann spilaði virkilega vel og var í raun og veru sá eini sem spilaði af eðlilegri getu. Dúi spilaði hverja einustu sekúndu í þessum leik, skoraði 20 stig, tók átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Þá var hann með bestu skotnýtinguna og var með flesta framlagspunkta. Hjá Keflavík var David Okeke sem skoraði 10 stig en 10 leikmenn af 12 komust á blað hjá Keflvíkingum og var Valur Orri Valsson sá eini sem spilaði meira en 25 mínútur hjá þeim. Það var kannski málið í kvöld hjá Keflavík að sleppa frá þessu verkefni með sem minnsta álagi. Hvað næst? Það bíður annað erfitt verkefni hjá Þór en þeir mæta nöfnum sínum frá Þorlákshöfn eftir átta daga og sama kvöld mæta Keflvíkingar Val í verkefni sem verður mun erfiðara en það sem þeir leystu í kvöld.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti