Vísar ummælum björgunarsveitarmanns alfarið á bug Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 20:30 Reynisfjara er einn vinsælasti áningarstaður ferðamanna hér á landi. Vísir/Friðrik Þór Landeigandi í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær, vísar því alfarið á bug að landeigendur standi í vegi fyrir öryggisúrbótum á svæðinu. Þeir hafi þvert á móti tekið þátt í að setja upp gönguleiðir og lagt til sérstakar merkingar í öryggisátt. Ung kínversk kona lést eftir að hún barst á haf út með öldu í Reynisfjöru í gær. Að minnsta kosti fjögur banaslys hafa nú orðið í fjörunni undanfarinn rúman áratug. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að það væri ótækt að ekki hefði enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði og sagði málið stranda á landeigendum. Því hafnar Halla Ólafsdóttir, einn landeigenda og rekstrarstjóri Svörtu fjörunnar í Reynisfjöru, alfarið. „Við erum boðin og búin að fara í samstarf og viljum að sjálfsögðu koma að því borði, hvernig þetta er framkvæmt og hvernig hlutirnir eru,“ segir Halla. „Á ég að fórna sonum mínum þremur? Þeir eru allir í björgunarsveitinni. Væri það ekki hagur minn ef ég gætti öryggis þeirra líka, að þeir þurfi ekki að fara út í einhverja óvissu?“ Fólk fer þangað sem það ætlar sér Þau séu til að mynda hlynnt því að bæta við ljósabúnaði, sem alltaf yrði logandi til að tákna hættu í fjörunni. Dóttir Höllu, öryggisverkfræðingur, hafi meira að segja komið að hönnun á tilheyrandi skilti með slíkum búnaði - en verkefnið hafi strandað hjá einhverri stofnuninni. Þá sé það hreinlega ómögulegt að stjórna því hvað fólk geri. „Það kom bara á daginn eftir að ungi Kínverjinn fór 2016 að þá voru hérna tveir og þrír uppábúnir lögreglumenn að reyna að halda fólki frá. Ef þeir sneru sér í austur þá fór fólk vestan megin við þá en ef þeir sneru sér í vestur fór fólk austanmegin við þá. Fólk fer þangað sem það ætlar sér,“ segir Halla. Vinkonur í áfalli leituðu hjálpar Það sé alltaf mikið áfall þegar slys verði. „Það tekur virkilega á. Í tvö skipti sem mann hefur tekið út hér niðri í fjöru eftir að við opnum þá hafa aðstandendur komið hér inn. Eins og í gær, stelpur sem voru með þessari ungu konu í ferð. Þá reynir maður að hlúa að og gerir eins og maður getur. Starfsfólkið verður vitni að því og það þarf að hlúa að því.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.Vísir/Sigurjón Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir veitingu fjármagns til öryggisúrbóta hafa strandað á því að ekki fengust heimildir til að setja niður hlið. „Þarna þarf að ég tel að ganga lengra til þess að hægt sé að tryggja að einhverja daga á ári sé fjörunni einfaldlega lokað vegna aðstæðna,“ segir Þórdís. Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Ung kínversk kona lést eftir að hún barst á haf út með öldu í Reynisfjöru í gær. Að minnsta kosti fjögur banaslys hafa nú orðið í fjörunni undanfarinn rúman áratug. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að það væri ótækt að ekki hefði enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði og sagði málið stranda á landeigendum. Því hafnar Halla Ólafsdóttir, einn landeigenda og rekstrarstjóri Svörtu fjörunnar í Reynisfjöru, alfarið. „Við erum boðin og búin að fara í samstarf og viljum að sjálfsögðu koma að því borði, hvernig þetta er framkvæmt og hvernig hlutirnir eru,“ segir Halla. „Á ég að fórna sonum mínum þremur? Þeir eru allir í björgunarsveitinni. Væri það ekki hagur minn ef ég gætti öryggis þeirra líka, að þeir þurfi ekki að fara út í einhverja óvissu?“ Fólk fer þangað sem það ætlar sér Þau séu til að mynda hlynnt því að bæta við ljósabúnaði, sem alltaf yrði logandi til að tákna hættu í fjörunni. Dóttir Höllu, öryggisverkfræðingur, hafi meira að segja komið að hönnun á tilheyrandi skilti með slíkum búnaði - en verkefnið hafi strandað hjá einhverri stofnuninni. Þá sé það hreinlega ómögulegt að stjórna því hvað fólk geri. „Það kom bara á daginn eftir að ungi Kínverjinn fór 2016 að þá voru hérna tveir og þrír uppábúnir lögreglumenn að reyna að halda fólki frá. Ef þeir sneru sér í austur þá fór fólk vestan megin við þá en ef þeir sneru sér í vestur fór fólk austanmegin við þá. Fólk fer þangað sem það ætlar sér,“ segir Halla. Vinkonur í áfalli leituðu hjálpar Það sé alltaf mikið áfall þegar slys verði. „Það tekur virkilega á. Í tvö skipti sem mann hefur tekið út hér niðri í fjöru eftir að við opnum þá hafa aðstandendur komið hér inn. Eins og í gær, stelpur sem voru með þessari ungu konu í ferð. Þá reynir maður að hlúa að og gerir eins og maður getur. Starfsfólkið verður vitni að því og það þarf að hlúa að því.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.Vísir/Sigurjón Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir veitingu fjármagns til öryggisúrbóta hafa strandað á því að ekki fengust heimildir til að setja niður hlið. „Þarna þarf að ég tel að ganga lengra til þess að hægt sé að tryggja að einhverja daga á ári sé fjörunni einfaldlega lokað vegna aðstæðna,“ segir Þórdís.
Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira