Vísar ummælum björgunarsveitarmanns alfarið á bug Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 20:30 Reynisfjara er einn vinsælasti áningarstaður ferðamanna hér á landi. Vísir/Friðrik Þór Landeigandi í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær, vísar því alfarið á bug að landeigendur standi í vegi fyrir öryggisúrbótum á svæðinu. Þeir hafi þvert á móti tekið þátt í að setja upp gönguleiðir og lagt til sérstakar merkingar í öryggisátt. Ung kínversk kona lést eftir að hún barst á haf út með öldu í Reynisfjöru í gær. Að minnsta kosti fjögur banaslys hafa nú orðið í fjörunni undanfarinn rúman áratug. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að það væri ótækt að ekki hefði enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði og sagði málið stranda á landeigendum. Því hafnar Halla Ólafsdóttir, einn landeigenda og rekstrarstjóri Svörtu fjörunnar í Reynisfjöru, alfarið. „Við erum boðin og búin að fara í samstarf og viljum að sjálfsögðu koma að því borði, hvernig þetta er framkvæmt og hvernig hlutirnir eru,“ segir Halla. „Á ég að fórna sonum mínum þremur? Þeir eru allir í björgunarsveitinni. Væri það ekki hagur minn ef ég gætti öryggis þeirra líka, að þeir þurfi ekki að fara út í einhverja óvissu?“ Fólk fer þangað sem það ætlar sér Þau séu til að mynda hlynnt því að bæta við ljósabúnaði, sem alltaf yrði logandi til að tákna hættu í fjörunni. Dóttir Höllu, öryggisverkfræðingur, hafi meira að segja komið að hönnun á tilheyrandi skilti með slíkum búnaði - en verkefnið hafi strandað hjá einhverri stofnuninni. Þá sé það hreinlega ómögulegt að stjórna því hvað fólk geri. „Það kom bara á daginn eftir að ungi Kínverjinn fór 2016 að þá voru hérna tveir og þrír uppábúnir lögreglumenn að reyna að halda fólki frá. Ef þeir sneru sér í austur þá fór fólk vestan megin við þá en ef þeir sneru sér í vestur fór fólk austanmegin við þá. Fólk fer þangað sem það ætlar sér,“ segir Halla. Vinkonur í áfalli leituðu hjálpar Það sé alltaf mikið áfall þegar slys verði. „Það tekur virkilega á. Í tvö skipti sem mann hefur tekið út hér niðri í fjöru eftir að við opnum þá hafa aðstandendur komið hér inn. Eins og í gær, stelpur sem voru með þessari ungu konu í ferð. Þá reynir maður að hlúa að og gerir eins og maður getur. Starfsfólkið verður vitni að því og það þarf að hlúa að því.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.Vísir/Sigurjón Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir veitingu fjármagns til öryggisúrbóta hafa strandað á því að ekki fengust heimildir til að setja niður hlið. „Þarna þarf að ég tel að ganga lengra til þess að hægt sé að tryggja að einhverja daga á ári sé fjörunni einfaldlega lokað vegna aðstæðna,“ segir Þórdís. Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Ung kínversk kona lést eftir að hún barst á haf út með öldu í Reynisfjöru í gær. Að minnsta kosti fjögur banaslys hafa nú orðið í fjörunni undanfarinn rúman áratug. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að það væri ótækt að ekki hefði enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði og sagði málið stranda á landeigendum. Því hafnar Halla Ólafsdóttir, einn landeigenda og rekstrarstjóri Svörtu fjörunnar í Reynisfjöru, alfarið. „Við erum boðin og búin að fara í samstarf og viljum að sjálfsögðu koma að því borði, hvernig þetta er framkvæmt og hvernig hlutirnir eru,“ segir Halla. „Á ég að fórna sonum mínum þremur? Þeir eru allir í björgunarsveitinni. Væri það ekki hagur minn ef ég gætti öryggis þeirra líka, að þeir þurfi ekki að fara út í einhverja óvissu?“ Fólk fer þangað sem það ætlar sér Þau séu til að mynda hlynnt því að bæta við ljósabúnaði, sem alltaf yrði logandi til að tákna hættu í fjörunni. Dóttir Höllu, öryggisverkfræðingur, hafi meira að segja komið að hönnun á tilheyrandi skilti með slíkum búnaði - en verkefnið hafi strandað hjá einhverri stofnuninni. Þá sé það hreinlega ómögulegt að stjórna því hvað fólk geri. „Það kom bara á daginn eftir að ungi Kínverjinn fór 2016 að þá voru hérna tveir og þrír uppábúnir lögreglumenn að reyna að halda fólki frá. Ef þeir sneru sér í austur þá fór fólk vestan megin við þá en ef þeir sneru sér í vestur fór fólk austanmegin við þá. Fólk fer þangað sem það ætlar sér,“ segir Halla. Vinkonur í áfalli leituðu hjálpar Það sé alltaf mikið áfall þegar slys verði. „Það tekur virkilega á. Í tvö skipti sem mann hefur tekið út hér niðri í fjöru eftir að við opnum þá hafa aðstandendur komið hér inn. Eins og í gær, stelpur sem voru með þessari ungu konu í ferð. Þá reynir maður að hlúa að og gerir eins og maður getur. Starfsfólkið verður vitni að því og það þarf að hlúa að því.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.Vísir/Sigurjón Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir veitingu fjármagns til öryggisúrbóta hafa strandað á því að ekki fengust heimildir til að setja niður hlið. „Þarna þarf að ég tel að ganga lengra til þess að hægt sé að tryggja að einhverja daga á ári sé fjörunni einfaldlega lokað vegna aðstæðna,“ segir Þórdís.
Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira