Lífið

Lára Ómars gefur út lag: „Mig langaði alltaf að verða rokkari“

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Lára Ómarsdóttir leikur einnig í tónlistarmyndbandi við lagið.
Lára Ómarsdóttir leikur einnig í tónlistarmyndbandi við lagið. Skjáskot

Lára Ómarsdóttir, fyrrverandi fréttakona og núverandi samskiptastjóri fjárfestingafélagsins Aztiq, var að gefa út sitt fyrsta lag í gær. Lagið ber titilinn Þá sé ég þig.

Lagið er fraumraun Láru en tónlistardraumurinn hefur lengi blundað í henni, eða alveg síðan hún var tólf ára gömul. Textann samdi hún einnig sjálf og sonur hennar, hinn sautján ára gamli Haukur Lár Hauksson, er með gítarsóló í laginu.

„Þetta var eitthvað sem mig dreymdi alltaf um að gera þegar ég var barn og unglingur, mig langaði alltaf að verða rokkari, en núna gafst tækifæri.“

Lára kveðst ekki ætla að hætta í dagvinnunni en tónlistin verður áhugamál - allavega til að byrja með. Hún segir mikilvægt að „kýla á það“ og elta drauma sína: „Ef við viljum gera hlutina, þá gerum við hlutina,“ segir Lára full af eldmóði.

Aðspurð segir hún að það sé aldrei að vita hvort hlustendur muni eiga von á fleiri lögum í framtíðinni „ef það er eftirspurn,“ segir Lára létt í bragði og kveðst hafa samið fleiri lög, en þetta lag hafi þó verið það besta.

„Maður á ekki að vera hræddur við að mistakast. Það er aldrei of seint að uppfylla gamla drauma, vonir eða markmið. Það er aldrei of seint. Það er bara þannig.“

Lagið má heyra hér að neðan.


Tengdar fréttir

Lára kveður skjáinn

Lára Ómarsdóttir fréttamaður hefur sent félögum sínum á RÚV ohf kveðjupóst og tilkynnt að hún sé á förum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.