Hekla undir smásjá vegna skjálftahrinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. nóvember 2021 11:32 Sérfræðingar á Veðurstofu Íslands munu fylgjast vel með Heklu á næstu dögum vegna skjálftavirkni á svæðinu. Nú eru þó engin merki um yfirvofandi eldgos. vísir/Vilhelm Yfir þrjú hundruð eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu við Vatnafjöll nærri Heklu frá stóra skjálftanum í gær. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir Heklu undir smásjá vegna hrinunnar. Engin merki séu þó um yfirvofandi eldgos. Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir við Vatnafjöll í nágrenni Heklu um klukkan hálf tvö í gær. Skjálftinn fannst víða á suðvesturhorninu en jörð skalf hressilega á Suðurlandi og var íbúum nærri upptökunum nokkuð brugðið. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að yfir þrjú hundruð eftirskjálftar hafi mælst á svæðinu síðan þá. „Það hefur dregið verulega úr þeim eftir miðnætti en það má alveg búast við þeim áfram næstu daga þar sem svæðið er að jafna sig.“ Þrátt fyrir að skjálftarnir séu margir eru þeir ekki stórir. „Þeir hafa nú allir verið undir þremur að stærð og við höfum ekki fengið neinar tilkynningar um að þeir hafi fundist.“ Sá stærsti mældist 2,7 að stærð. Elísabet segir Veðurstofuna fylgjast vel með Heklu vegna hrinunnar sökum nálægðar við upptökin. „Við sjáum engin merki um að hún sé að gera sig tilbúna. En hún verður alveg pottþétt undir smásjá næstu daga hjá okkur.“ Skjálftarnir virðist hefðbundnir Suðurlandsskjálftar. „Og þarna einmitt fáum við þessa stærstu skjálfta á Íslandi,“ segir Elísabet. Skjálfti að stærðinni 3,2 varð einnig í nágrenni Keilis um klukkan fimm í nótt. Elísabet segir hann hafa fundist vel í nágrenninu en vera áframhald á skjálftavirkni síðustu vikna á því svæði. Eldgos og jarðhræringar Hekla Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir við Vatnafjöll í nágrenni Heklu um klukkan hálf tvö í gær. Skjálftinn fannst víða á suðvesturhorninu en jörð skalf hressilega á Suðurlandi og var íbúum nærri upptökunum nokkuð brugðið. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að yfir þrjú hundruð eftirskjálftar hafi mælst á svæðinu síðan þá. „Það hefur dregið verulega úr þeim eftir miðnætti en það má alveg búast við þeim áfram næstu daga þar sem svæðið er að jafna sig.“ Þrátt fyrir að skjálftarnir séu margir eru þeir ekki stórir. „Þeir hafa nú allir verið undir þremur að stærð og við höfum ekki fengið neinar tilkynningar um að þeir hafi fundist.“ Sá stærsti mældist 2,7 að stærð. Elísabet segir Veðurstofuna fylgjast vel með Heklu vegna hrinunnar sökum nálægðar við upptökin. „Við sjáum engin merki um að hún sé að gera sig tilbúna. En hún verður alveg pottþétt undir smásjá næstu daga hjá okkur.“ Skjálftarnir virðist hefðbundnir Suðurlandsskjálftar. „Og þarna einmitt fáum við þessa stærstu skjálfta á Íslandi,“ segir Elísabet. Skjálfti að stærðinni 3,2 varð einnig í nágrenni Keilis um klukkan fimm í nótt. Elísabet segir hann hafa fundist vel í nágrenninu en vera áframhald á skjálftavirkni síðustu vikna á því svæði.
Eldgos og jarðhræringar Hekla Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira