Simmi Vill segir hið opinbera skaðabótaskylt Jakob Bjarnar skrifar 12. nóvember 2021 13:31 Simmi Vill skorar á að Bjarni láti nú til sín taka, að fyrra bragði, og reikni út hvað vert sé að greiða fyrirtækjum sem súpa þurfi seyðið af sóttvarnaraðgerðum mikið. Áður en til málsókna kemur. vísir/vilhelm Sigmar Vilhjálmsson veitingamaður og atvinnurekandi skorar á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra að bæta fyrirtækjum skaðann sem sóttvarnarráðstafanir valda. „Sem atvinnurekandi þá er mér enn og aftur gert að bregðast við með engum fyrirvara. 50 manna takmarkanir taka gildi á miðnætti. Gildir í 3 vikur. Tekjufall blasir við og framundan er Desemberuppbót starfsmanna. Umfram útgjöld sem leggjast þungt á lítil og meðalstór fyrirtæki sem hafa verið að berjast í bökkum síðustu 20 mánuði,“ segir Sigmar, sem gegnir nafninu Simmi Vill, í Facebook-færslu. Þetta eru viðbrögð hans við nýjum aðgerðum í sóttvörnum sem kynntar voru nú í hádeginu. Simmi stóð meðal annarra nýverið fyrir stofnun nýju félagi atvinnurekenda – Atvinnufjelagið –sem einkum lætur sig varða hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þetta er klofningsfélag úr Samtökum atvinnulífsins (SA) en Simmi segir að í SA ráði stærri fyrirtæki alfarið för. Hann segir að efnahagsúrræðin sem nú eru í gildi séu frá því í mars 2020. Bráðum tveggja ára gömul. „Núna skora ég á Bjarna Benediktsson opinberlega að leggjast yfir það með sínu fólki hvernig hægt er að mæta að fyrrabragði og bæta þann skaða sem þessar ákvarðanir eru að valda fyrirtækjum í landinu eina ferðina enn,“ segir Simmi og „taggar“ fjármálaráðherra í færslu sinni. Hann fullyrðir að Bjarni hafi viðurkennt opinberlega að hið opinbera sé skaðabótaskylt að einhverju marki með þessum aðgerðum. Um það eigi því ekki að þurfa að deila. „En núna er ekki tíminn til að bíða eftir málsóknum, heldur að koma að fyrrabragði með lausnir,“ segir Simmi og hvetur til samstöðu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56 Vonbrigði að þessi staða sé uppi þrátt fyrir bólusetta þjóð Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir það gríðarleg vonbrigði að staðan sé jafn slæm og raun ber vitni í kórónuveirufaraldrinum. Metfjöldi hefur greinst smitaður af veirunni nær alla daga þessarar viku og hafa sóttvarnaaðgerðir nú verið hertar til muna vegna stöðunnar . 12. nóvember 2021 13:25 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Sjá meira
„Sem atvinnurekandi þá er mér enn og aftur gert að bregðast við með engum fyrirvara. 50 manna takmarkanir taka gildi á miðnætti. Gildir í 3 vikur. Tekjufall blasir við og framundan er Desemberuppbót starfsmanna. Umfram útgjöld sem leggjast þungt á lítil og meðalstór fyrirtæki sem hafa verið að berjast í bökkum síðustu 20 mánuði,“ segir Sigmar, sem gegnir nafninu Simmi Vill, í Facebook-færslu. Þetta eru viðbrögð hans við nýjum aðgerðum í sóttvörnum sem kynntar voru nú í hádeginu. Simmi stóð meðal annarra nýverið fyrir stofnun nýju félagi atvinnurekenda – Atvinnufjelagið –sem einkum lætur sig varða hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þetta er klofningsfélag úr Samtökum atvinnulífsins (SA) en Simmi segir að í SA ráði stærri fyrirtæki alfarið för. Hann segir að efnahagsúrræðin sem nú eru í gildi séu frá því í mars 2020. Bráðum tveggja ára gömul. „Núna skora ég á Bjarna Benediktsson opinberlega að leggjast yfir það með sínu fólki hvernig hægt er að mæta að fyrrabragði og bæta þann skaða sem þessar ákvarðanir eru að valda fyrirtækjum í landinu eina ferðina enn,“ segir Simmi og „taggar“ fjármálaráðherra í færslu sinni. Hann fullyrðir að Bjarni hafi viðurkennt opinberlega að hið opinbera sé skaðabótaskylt að einhverju marki með þessum aðgerðum. Um það eigi því ekki að þurfa að deila. „En núna er ekki tíminn til að bíða eftir málsóknum, heldur að koma að fyrrabragði með lausnir,“ segir Simmi og hvetur til samstöðu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56 Vonbrigði að þessi staða sé uppi þrátt fyrir bólusetta þjóð Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir það gríðarleg vonbrigði að staðan sé jafn slæm og raun ber vitni í kórónuveirufaraldrinum. Metfjöldi hefur greinst smitaður af veirunni nær alla daga þessarar viku og hafa sóttvarnaaðgerðir nú verið hertar til muna vegna stöðunnar . 12. nóvember 2021 13:25 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Sjá meira
Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56
Vonbrigði að þessi staða sé uppi þrátt fyrir bólusetta þjóð Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir það gríðarleg vonbrigði að staðan sé jafn slæm og raun ber vitni í kórónuveirufaraldrinum. Metfjöldi hefur greinst smitaður af veirunni nær alla daga þessarar viku og hafa sóttvarnaaðgerðir nú verið hertar til muna vegna stöðunnar . 12. nóvember 2021 13:25