Skilorðsbundið fangelsi fyrir að taka upp kynlíf í óleyfi Árni Sæberg skrifar 12. nóvember 2021 18:55 Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms að mestu. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag dæmdur til sextíu daga fangelsisvistar fyrir blygðunarsemisbrot, en fullnustu refsingar var frestað til tveggja ára. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa tekið, án samþykkis, myndir og myndbönd af sér stunda kynlíf með konu. Í dómi Landsréttar, sem lesa má í heild sinni hér, segir að konan hafi leitað á neyðarmóttöku Landspítalans daginn eftir atvikið vegna kynferðisbrots. Hún hafi sagt lögreglu að hún hafi verið að skemmta sé á ótilgreindum skemmtistað og hitt þar fyrir manninn. Þau hafi þekkst og ákveðið að fara saman að heimili mannsins þar sem þau hafi stundað kynlíf með samþykki beggja. Hins vegar hafi hún, á meðan kynlífinu stóð, tekið eftir því að maðurinn væri að taka myndir og myndbönd af henni á farsíma sinn. Hún hafi ekki veitt leyfi fyrir slíkri myndatöku og því hafi hún sagt manninum að hætta og eyða myndefninu. Hann hafi orðið að ósk hennar en að hún hafi þó óttast að hann ætti afrit af efninu annars staðar í símanum eða í skýinu. Hún hafi þá tjáð honum að hún hyggðist leita til neyðarmóttöku og yfirgefið íbúðina. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði maðurinn að hann hefði verið að skipta um tónlist í síma sínum á meðan á kynlífinu stóð. „Eftir stutta stund hefði hann í kæruleysi byrjað að taka myndir og stutt myndskeið,“ er haft eftir honum í dóminum. Hann segist hafa hætt að taka upp og eytt myndunum og myndböndunum fyrir framan konuna þegar hann varð þess áskynja að henni líkaði ekki athæfi hans. Fór fram á tvær og hálfa milljón í bætur Auk skilorðsbundins fangelsis var maðurinn dæmdur til að greiða konunni þrjú hundruð þúsund krónur í miskabætur. Konan hafði farið fram á tvær og hálfa milljón króna í miskabætur úr hendi mannsins. Þá var manninum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, um 975 þúsund krónur. Hann hafði áður verið dæmdur til að bera málskostnað í héraði, um 1,850 þúsund krónur. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Í dómi Landsréttar, sem lesa má í heild sinni hér, segir að konan hafi leitað á neyðarmóttöku Landspítalans daginn eftir atvikið vegna kynferðisbrots. Hún hafi sagt lögreglu að hún hafi verið að skemmta sé á ótilgreindum skemmtistað og hitt þar fyrir manninn. Þau hafi þekkst og ákveðið að fara saman að heimili mannsins þar sem þau hafi stundað kynlíf með samþykki beggja. Hins vegar hafi hún, á meðan kynlífinu stóð, tekið eftir því að maðurinn væri að taka myndir og myndbönd af henni á farsíma sinn. Hún hafi ekki veitt leyfi fyrir slíkri myndatöku og því hafi hún sagt manninum að hætta og eyða myndefninu. Hann hafi orðið að ósk hennar en að hún hafi þó óttast að hann ætti afrit af efninu annars staðar í símanum eða í skýinu. Hún hafi þá tjáð honum að hún hyggðist leita til neyðarmóttöku og yfirgefið íbúðina. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði maðurinn að hann hefði verið að skipta um tónlist í síma sínum á meðan á kynlífinu stóð. „Eftir stutta stund hefði hann í kæruleysi byrjað að taka myndir og stutt myndskeið,“ er haft eftir honum í dóminum. Hann segist hafa hætt að taka upp og eytt myndunum og myndböndunum fyrir framan konuna þegar hann varð þess áskynja að henni líkaði ekki athæfi hans. Fór fram á tvær og hálfa milljón í bætur Auk skilorðsbundins fangelsis var maðurinn dæmdur til að greiða konunni þrjú hundruð þúsund krónur í miskabætur. Konan hafði farið fram á tvær og hálfa milljón króna í miskabætur úr hendi mannsins. Þá var manninum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, um 975 þúsund krónur. Hann hafði áður verið dæmdur til að bera málskostnað í héraði, um 1,850 þúsund krónur.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira