Blendin viðbrögð við aðgerðum: Farsóttanefnd ánægð en veitingamenn á öðru máli Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Árni Sæberg skrifa 12. nóvember 2021 21:55 Hildur Helgadóttir er verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítalans en Hrefna Sverrisdóttir er formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Þær eru ekki sammála um ágæti aðgerða. Stöð 2 Farsóttanefnd Landspítalans lýsir yfir ánægju með aðgerðir dagsins. Það sé mjög líklegt að þær leiði til þess að hægt verði að ná tökum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. Viðburðahaldarar segjast verða fyrir tjóni en geta þó haldið jólatónleika. Fjórða daginn í röð greindist mikill fjöldi með Covid-19 í gær eða 176, ríflega helmingur var utan sóttkvíar. Nú eru 23 á sjúkrahúsi 4 á gjörgæslu og einn í öndunarvél. „Geðþjónustudeild og heila-tauga-og bæklunarskurðdeild spítalans eru lokaðar vegna smits hjá sjúklingum. Þá kom upp smit í skrifstofuhúsnæði Landspítalans í Skaftahlíð í gær þar sem yfirstjórnin starfar. Smitrakning stendur yfir,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítalans, en hún er ánægð með þær sóttvarnaraðgerðir sem kynntar voru í dag. „Okkur líst mjög vel á þessar aðgerðir og teljum mjög líklegt að með þeim náum við tökum á bylgjunni sem er það sem er bráðnauðsynlegt að gera,“ segi hún. Hún segir álag á spítalanum ekki eingöngu vegna fjölgunar sjúklinga með Covid. „Göngudeildin fjöldinn þar og vinnan í kringum þann hóp. Smitrakningin innanhúss og fjöldi starfsmanna í einangrun og sóttkví er það sem veldur okkur hvað mestum búsifjum þessa dagana,“ segir Hildur. Aðgerðirnar hlutu mun blendnari viðtökur hjá viðburðahöldurum „Þetta er enn einn hræðilegur dagurinn. Þar sem við erum að reyna að skilja reglurnar,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri viðburðasviðs Senu. Hann er þó ánægður með að ekki hafi verið gengið enn lengra í sóttvarnaraðgerðum. „Það er alveg greinilegt að það er búið að hlusta á okkur. Þau hafa okkur í huga, það er hent til okkar líflínu. Það að fá líflínu þar sem það má vera með 500 manna afmörkuð svæði gegn því að allir fari í hraðpróf. Þetta þýðir að við getum haldið jólatónleika,“ segir Ísleifur. Hins vegar er líklegt að stórtónleikum þekktasta tenórs heimsins, Andrea Bocelli, verði frestað. „Þetta er alvöru tjón því við erum búinn að fara út í svo mikinn kostnað,“ segir Ísleifur. Þungt hljóð í veitingamönnum Hrefna Sverrisdóttir, formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, segir veitingamenn hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með tíðindi dagsins. „Sérstaklega á þessum tímapunkti þar sem við erum öll að detta inn í jólavertíðina sem er stærsti mánuður ársins hjá veitingamönnum,“ segir hún. Þá telur hún að með aðgerðunum sé verið að aðlaga samfélagið að bágri stöðu Landspítalans. „Að stjórnvöld séu ekki í stakk búin að binda þannig um hnútana að við getum tekið á við þessa veiru með öðrum hætti en að setja kvaðir á atvinnulífið,“ Fyrirtæki í veitingageiranum séu rúmlega eitt þúsund og starfsmenn um tíu þúsund. Því hafi aðgerðirnar áhrif á stóran hóp fólks. Hún segir fólk í geiranum vera kvíðið og að það standi frammi fyrir mjög miklum rekstrarlegum áskorunum. „Endurskipulagning, hólfaskipting, taka niður símanúmer og annað eins. Þannig þetta hefur gríðarleg áhrif á allt, bæði reksturinn og starfsemina sjálfa en ekki síður starfsfólkið,“ segir Hrefna. Að lokum segir Hrefna að haldist sóttvarnaraðgerðir í núverandi mynd munu allir þurfa að breyta áætlunum sínum á aðventunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Veitingastaðir Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Fjórða daginn í röð greindist mikill fjöldi með Covid-19 í gær eða 176, ríflega helmingur var utan sóttkvíar. Nú eru 23 á sjúkrahúsi 4 á gjörgæslu og einn í öndunarvél. „Geðþjónustudeild og heila-tauga-og bæklunarskurðdeild spítalans eru lokaðar vegna smits hjá sjúklingum. Þá kom upp smit í skrifstofuhúsnæði Landspítalans í Skaftahlíð í gær þar sem yfirstjórnin starfar. Smitrakning stendur yfir,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítalans, en hún er ánægð með þær sóttvarnaraðgerðir sem kynntar voru í dag. „Okkur líst mjög vel á þessar aðgerðir og teljum mjög líklegt að með þeim náum við tökum á bylgjunni sem er það sem er bráðnauðsynlegt að gera,“ segi hún. Hún segir álag á spítalanum ekki eingöngu vegna fjölgunar sjúklinga með Covid. „Göngudeildin fjöldinn þar og vinnan í kringum þann hóp. Smitrakningin innanhúss og fjöldi starfsmanna í einangrun og sóttkví er það sem veldur okkur hvað mestum búsifjum þessa dagana,“ segir Hildur. Aðgerðirnar hlutu mun blendnari viðtökur hjá viðburðahöldurum „Þetta er enn einn hræðilegur dagurinn. Þar sem við erum að reyna að skilja reglurnar,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri viðburðasviðs Senu. Hann er þó ánægður með að ekki hafi verið gengið enn lengra í sóttvarnaraðgerðum. „Það er alveg greinilegt að það er búið að hlusta á okkur. Þau hafa okkur í huga, það er hent til okkar líflínu. Það að fá líflínu þar sem það má vera með 500 manna afmörkuð svæði gegn því að allir fari í hraðpróf. Þetta þýðir að við getum haldið jólatónleika,“ segir Ísleifur. Hins vegar er líklegt að stórtónleikum þekktasta tenórs heimsins, Andrea Bocelli, verði frestað. „Þetta er alvöru tjón því við erum búinn að fara út í svo mikinn kostnað,“ segir Ísleifur. Þungt hljóð í veitingamönnum Hrefna Sverrisdóttir, formaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, segir veitingamenn hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með tíðindi dagsins. „Sérstaklega á þessum tímapunkti þar sem við erum öll að detta inn í jólavertíðina sem er stærsti mánuður ársins hjá veitingamönnum,“ segir hún. Þá telur hún að með aðgerðunum sé verið að aðlaga samfélagið að bágri stöðu Landspítalans. „Að stjórnvöld séu ekki í stakk búin að binda þannig um hnútana að við getum tekið á við þessa veiru með öðrum hætti en að setja kvaðir á atvinnulífið,“ Fyrirtæki í veitingageiranum séu rúmlega eitt þúsund og starfsmenn um tíu þúsund. Því hafi aðgerðirnar áhrif á stóran hóp fólks. Hún segir fólk í geiranum vera kvíðið og að það standi frammi fyrir mjög miklum rekstrarlegum áskorunum. „Endurskipulagning, hólfaskipting, taka niður símanúmer og annað eins. Þannig þetta hefur gríðarleg áhrif á allt, bæði reksturinn og starfsemina sjálfa en ekki síður starfsfólkið,“ segir Hrefna. Að lokum segir Hrefna að haldist sóttvarnaraðgerðir í núverandi mynd munu allir þurfa að breyta áætlunum sínum á aðventunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Veitingastaðir Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira