Körfuboltakvöld um Þóri: „Fáir íslenskir leikmenn með sama vopnabúr“ | „Eins og hálfgerð ofurhetja“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2021 10:45 Þórir Guðmundur var magnaður í sigri KR á Stjörnunni. Vísir/Hulda Margrét Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, eða Tóti Túrbó eins og hann er betur þekktur sem vestur í bæ, fór mikinn er KR lagði Stjörnuna í framlengdum leik í Subway-deild karla í körfubolta í gærkvöld. KR vann átta stiga sigur, 98-90, í framlengdum leik í Vesturbænum í gærkvöld. Þórir Guðmundur skoraði 28 stig, tók 15 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hann var framlagshæstur í liði KR með 35 í framlag. Strákarnir í Körfuboltakvöldi halda vart vatni yfir frammistöðum drengsins þessa dagana en ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni þáttastjórnanda voru þeir Sævar Sævarsson og Jón Halldór Eðvaldsson, Jonni. „Hann er bara kominn með allan pakkann og honum vex eiginlega með hverjum leiknum. Það sem mér finnst hann búinn að vera bæta frá því í fyrra er sjálfstraust í skotum, hann er set up skotmaður og tilbúinn að taka skot – akkúrat þarna kemur dæmi – með mann svona ekki alveg í andlitinu á sér en tiltölulega mikið í sér,“ sagði Sævar og bætti svo við: „Það eru ósköp fáir leikmenn á Íslandi í dag, sérstaklega íslenskir, sem hafa þetta vopnabúr sem Þórir hefur.“ „Svo er hann að taka fráköst, ef við skoðum leikina hans í vetur. Níu fráköst í fyrsta leik, svo 13, 9, 8, 16 og 15. Hann er með 11,7 fráköst að meðaltali í leik úr vængstöðu, það er algjörlega magnað,“ sagði Kjartan Atli um fjölhæfni þessa ótrúlega leikmanns. Klippa: Fóru fögrum orðum yfir Þóri Guðmund „Mér finnst þessi strákur bara vera að stimpla sig inn sem einn af betri íslensku leikmönnunum í þessari deild. Hann fer erlendis í skóla, kemur heim og er smá stund að finna sína stöðu í þessum bolta sem við erum að spila hérna.“ „Síðan er hann búinn að … þetta er eins og hálfgerð ofurhetja. Hann fær alltaf meiri og meiri kraft, hann er að gera alltaf meira og meira. Hann tók þetta lið bakið í dag,“ sagði Jonni, að endingu um frammistöðu Þóris Guðmundar gegn Stjörnunni. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla KR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Er að byggja feril sinn upp á nýtt sem tilvonandi atvinnumaður ef hann heldur rétt á spilunum“ Frammistaða Þóris Guðmundar Þorbjarnarsonar – eða Tóta Túrbó eins og hann er kallaður í Vesturbænum – í sigri KR á Njarðvík var til umræðu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. 30. október 2021 23:31 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sjá meira
KR vann átta stiga sigur, 98-90, í framlengdum leik í Vesturbænum í gærkvöld. Þórir Guðmundur skoraði 28 stig, tók 15 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hann var framlagshæstur í liði KR með 35 í framlag. Strákarnir í Körfuboltakvöldi halda vart vatni yfir frammistöðum drengsins þessa dagana en ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni þáttastjórnanda voru þeir Sævar Sævarsson og Jón Halldór Eðvaldsson, Jonni. „Hann er bara kominn með allan pakkann og honum vex eiginlega með hverjum leiknum. Það sem mér finnst hann búinn að vera bæta frá því í fyrra er sjálfstraust í skotum, hann er set up skotmaður og tilbúinn að taka skot – akkúrat þarna kemur dæmi – með mann svona ekki alveg í andlitinu á sér en tiltölulega mikið í sér,“ sagði Sævar og bætti svo við: „Það eru ósköp fáir leikmenn á Íslandi í dag, sérstaklega íslenskir, sem hafa þetta vopnabúr sem Þórir hefur.“ „Svo er hann að taka fráköst, ef við skoðum leikina hans í vetur. Níu fráköst í fyrsta leik, svo 13, 9, 8, 16 og 15. Hann er með 11,7 fráköst að meðaltali í leik úr vængstöðu, það er algjörlega magnað,“ sagði Kjartan Atli um fjölhæfni þessa ótrúlega leikmanns. Klippa: Fóru fögrum orðum yfir Þóri Guðmund „Mér finnst þessi strákur bara vera að stimpla sig inn sem einn af betri íslensku leikmönnunum í þessari deild. Hann fer erlendis í skóla, kemur heim og er smá stund að finna sína stöðu í þessum bolta sem við erum að spila hérna.“ „Síðan er hann búinn að … þetta er eins og hálfgerð ofurhetja. Hann fær alltaf meiri og meiri kraft, hann er að gera alltaf meira og meira. Hann tók þetta lið bakið í dag,“ sagði Jonni, að endingu um frammistöðu Þóris Guðmundar gegn Stjörnunni.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla KR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Er að byggja feril sinn upp á nýtt sem tilvonandi atvinnumaður ef hann heldur rétt á spilunum“ Frammistaða Þóris Guðmundar Þorbjarnarsonar – eða Tóta Túrbó eins og hann er kallaður í Vesturbænum – í sigri KR á Njarðvík var til umræðu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. 30. október 2021 23:31 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sjá meira
„Er að byggja feril sinn upp á nýtt sem tilvonandi atvinnumaður ef hann heldur rétt á spilunum“ Frammistaða Þóris Guðmundar Þorbjarnarsonar – eða Tóta Túrbó eins og hann er kallaður í Vesturbænum – í sigri KR á Njarðvík var til umræðu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. 30. október 2021 23:31