Erlent

Níu ára drengur látinn eftir troðninginn á Astroworld

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Átta voru úrskurðaði látnir sama kvöld og tónleikarnir áttu sér stað en tveir slösuðu hafa látist síðan þá.
Átta voru úrskurðaði látnir sama kvöld og tónleikarnir áttu sér stað en tveir slösuðu hafa látist síðan þá. epa/Ken Murray

Níu ára drengur, sem hefur verið haldið sofandi frá því að hann varð undir á Astroworld-tónlistarhátíðinni í Texas í Bandaríkjunum, er látinn. Ezra Blount hlaut umtalsverðan heila- og líffæraskaða en hann er yngstur þeirra sem hafa látist.

Rapparinn Travis Scott, sem jafnframt er einn af aðstandendum hátíðarinnar, var á sviðinu þegar áhorfendur freistuðu þess að komast sem næst með þeim afleiðingum að fjöldi varð undir.

Tíu eru látnir en hundruðir særðust.

Fjöldi lögsókna á hendur Scott og öðrum tengdum Astroworld eru nú í býgerð.

Lögmaður fjölskyldu Blount staðfestu andlát hans í gær. Sagði hann dauðsfallið mikinn harmleik og að fjölskylduferð á tónleika ætti ekki að enda með slíkum hætti. Áður hafði faðir Ezra sagt að hann væri ekki tilbúinn til að missa son sinn, sem hefði verið mikill aðdáandi Scott.

Sylvester Turner, borgarstjóri Houston, þar sem tónleikarnir fóru fram, minntist Ezra á Twitter í gær:

Scott hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist miður sín vegna harmleiksins og hefur boðist til að greiða útfararkostnað fjölskyldna þeirra sem létust. Tónlistarmaðurinn hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa skemmt á sviðinu í um 40 mínútur eftir að troðningurinn byrjaði.

BBC greindi frá.


Tengdar fréttir

Slökkviliðsstjórinn segir Travis hafa átt að stöðva tónleikana

Slökkviliðsstjórinn í Houston í Texas segir að rapparinn Travis Scott hefði átt að stöðva tónleikana sína á Astroworld tónlistarhátíðinni á föstudag þegar hann varð var við að eitthvað væri að á tónleikunum. Átta fórust á þeim, á aldrinum fjórtán til 27 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×