Súperman snéri aftur með stæl, Brady tapaði og tengdasonurinn vaknaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2021 15:30 Cam Newton fagnar í sigri Panthers á toppliði Arizona Cardinals í gær. AP/Ralph Freso Óvænt úrslit og fyrsta jafntefli tímabilsins litu dagsins ljós í NFL-deildinni í gær en bæði toppliðið og ríkjandi meistarar urðu að sætta sig við töp. Tengdasonurinn Patrick Mahomes hefur átt erfiðar vikur að undanförnu en Mahomes leit mjög vel út í sannfærandi 41-14 sigri Kansas City Chiefs á Las Vegas Raiders í nótt. FIVE.@PatrickMahomes throws ANOTHER TD pass. #ChiefsKingdom : #KCvsLV on NBC : https://t.co/FF7Rvmy1OI pic.twitter.com/nLaDKq78lj— NFL (@NFL) November 15, 2021 Mahomes gaf alls fimm snertimarkssendingar í leiknum án þess að kasta boltanum frá sér einu sinni en hafði verið með samtals fjórar snertimarkssendingar og fjóra tapaða bolta í fjórum leikjum þar á undan. Chiefs vann nauma sigri síðustu tvær helgar á undan og var því að vinna sinn þriðja leik í röð en þetta var fyrsti leikur liðsins í langan tíma þar sem sýndi eitthvað af því sem menn vita að býr í liðinu. Einhverjir voru eflaust farnir að hafa áhyggjur af Mahomes og Chiefs liðinu en þetta var stór yfirlýsing frá þeim um að þeir ætla að vera með í baráttunni í vetur. Tom Brady og félagar í meistaraliði Tampa Bay Buccaneers fengu frí í síðustu viku en litu ekki vel út í 29-19 tapi á móti Washington Football Team. Hlauparinn Antonio Gibson, sem hefur verið að glíma við meiðsli, skoraði tvö snertimörk í leiknum og sóknarleikur Brady og félaga leit afar illa út fram eftir leik. TWO PLAYS. TWO TOUCHDOWNS FOR CAM! : #CARvsAZ on FOX : NFL app pic.twitter.com/fIhBfFbDUR— NFL (@NFL) November 14, 2021 Endurkoma helgarinnar var án nokkurs vafa þegar Cam Newton spilaði sinn fyrsta leik með Carolina Panthers í nokkur ár. Newton var í aukahlutverki en stal samt fyrirsögnunum. Panthers vann þá sannfærandi 34-10 á toppliði Arizona Cardinals og Súperman, eins og hann var kallaður á fyrri tímum með Carolina Panthers, átti ótrúlega byrjun. Hann hafði ekki fengið lið frá því að Patriots létu hann fara í haust en steig inn í meiðslavandræðum síns gamla félaga. CAM NEWTON IS BACK. : #CARvsAZ on FOX : NFL app pic.twitter.com/6gM8zX7UMX— NFL (@NFL) November 14, 2021 Newton minnti heldur betur á gömlu góðu dagana þegar hann skoraði snertimörk í tvö fyrstu skiptin sem hann snerti boltann. PJ Walker byrjaði sem leikstjórnandi liðsins og spilaði stærsta hluta leiksins en Newton skilaði stigunum á töfluna í upphafi leiks. Newton kom tvisvar inn á í byrjun leiks eftir að Panthers liðið var komið upp að marklínu Arizona. Fyrst skoraði Cam sjálfur með því að hlaupa með boltann í markið og svo átti hann snertimarksendingu á útherjann Robby Anderson. Eftir fyrra snertimarkið öskraði hann margoft: Ég er kominn aftur. Touchdown #2 for @ajdillon7! #GoPackGo : #SEAvsGB on CBS : NFL app pic.twitter.com/CYSkZvvneX— NFL (@NFL) November 15, 2021 Green Bay Packers er nú með besta árangurinn, við hlið Arizona Cardinals, eftir 17-0 sigur á Seattle Seahawks. Bæði lið eru með átta sigra og tvö töp. Leikstjórnendur liðanna Aaron Rodgers hjá Packers og Russell Wilson hjá Seahawks, snéru báðir aftur. Rodgers fékk kórónuveiruna en Wilson hafði misst af fjórum leikjum vegna meiðsla. Þetta var í fyrsta sinn á ferlinum sem lið Wilson skorar ekki stig. The Steelers fumble with 8 seconds left in OT and the @Lions recover #DETvsPIT pic.twitter.com/zu4rY1MqVU— NFL (@NFL) November 14, 2021 Fyrsta jafntefli tímabilsins varð þegar leikur Detroit Lions og Pittsburgh Steelers endaði 16-16 eftir framlengingu. Detroit var búið að tapa fyrstu átta leikjum sínum en er áfram eina liðið sem hefur ekki unnið leik. Buffalo Bills, Dallas Cowboys og New England Patriots unnu öll stórsigra. Bills-liðið kom til baka eftir vandræðalegt tap á móti Jacksonville með því að vinna 45-17 sigur á New York Jets. Dallas Cowboys fór á kostum í 43-3 heimasigri á Atlanta Falcons og New England Patriots sýndi mikinn styrk með því að vinna 45-7 sigur á reyndar vængbrotnu liði Cleveland Browns, sem ofan á hlauparaleysið missti leikstjórnandann Baker Mayfield meiddan af velli. Every touchdown from NFL RedZone in Week 10! pic.twitter.com/G855JaLWRJ— NFL (@NFL) November 15, 2021 Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Kansas City Chiefs 41-14 Las Vegas Raiders Atlanta Falcons 3-43 Dallas Cowboys New Orleans Saints 21-23 Tennessee Titans Jacksonville Jaguars 17-23 Indianapolis Colts Cleveland Browns 7-45 New England Patriots Buffalo Bills 45-17 New York Jets Detroit Lions 16-16 Pittsburgh Steelers (Framlengt) Tampa Bay Buccaneers 19-29 Washington Football Team Carolina Panthers 34-10 Arizona Cardinals Minnesota Vikings 27-20 Los Angeles Chargers Philadelphia Eagles 30-13 Denver Broncos Seattle Seahawks 0-17 Green Bay Packers NFL Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Sjá meira
Tengdasonurinn Patrick Mahomes hefur átt erfiðar vikur að undanförnu en Mahomes leit mjög vel út í sannfærandi 41-14 sigri Kansas City Chiefs á Las Vegas Raiders í nótt. FIVE.@PatrickMahomes throws ANOTHER TD pass. #ChiefsKingdom : #KCvsLV on NBC : https://t.co/FF7Rvmy1OI pic.twitter.com/nLaDKq78lj— NFL (@NFL) November 15, 2021 Mahomes gaf alls fimm snertimarkssendingar í leiknum án þess að kasta boltanum frá sér einu sinni en hafði verið með samtals fjórar snertimarkssendingar og fjóra tapaða bolta í fjórum leikjum þar á undan. Chiefs vann nauma sigri síðustu tvær helgar á undan og var því að vinna sinn þriðja leik í röð en þetta var fyrsti leikur liðsins í langan tíma þar sem sýndi eitthvað af því sem menn vita að býr í liðinu. Einhverjir voru eflaust farnir að hafa áhyggjur af Mahomes og Chiefs liðinu en þetta var stór yfirlýsing frá þeim um að þeir ætla að vera með í baráttunni í vetur. Tom Brady og félagar í meistaraliði Tampa Bay Buccaneers fengu frí í síðustu viku en litu ekki vel út í 29-19 tapi á móti Washington Football Team. Hlauparinn Antonio Gibson, sem hefur verið að glíma við meiðsli, skoraði tvö snertimörk í leiknum og sóknarleikur Brady og félaga leit afar illa út fram eftir leik. TWO PLAYS. TWO TOUCHDOWNS FOR CAM! : #CARvsAZ on FOX : NFL app pic.twitter.com/fIhBfFbDUR— NFL (@NFL) November 14, 2021 Endurkoma helgarinnar var án nokkurs vafa þegar Cam Newton spilaði sinn fyrsta leik með Carolina Panthers í nokkur ár. Newton var í aukahlutverki en stal samt fyrirsögnunum. Panthers vann þá sannfærandi 34-10 á toppliði Arizona Cardinals og Súperman, eins og hann var kallaður á fyrri tímum með Carolina Panthers, átti ótrúlega byrjun. Hann hafði ekki fengið lið frá því að Patriots létu hann fara í haust en steig inn í meiðslavandræðum síns gamla félaga. CAM NEWTON IS BACK. : #CARvsAZ on FOX : NFL app pic.twitter.com/6gM8zX7UMX— NFL (@NFL) November 14, 2021 Newton minnti heldur betur á gömlu góðu dagana þegar hann skoraði snertimörk í tvö fyrstu skiptin sem hann snerti boltann. PJ Walker byrjaði sem leikstjórnandi liðsins og spilaði stærsta hluta leiksins en Newton skilaði stigunum á töfluna í upphafi leiks. Newton kom tvisvar inn á í byrjun leiks eftir að Panthers liðið var komið upp að marklínu Arizona. Fyrst skoraði Cam sjálfur með því að hlaupa með boltann í markið og svo átti hann snertimarksendingu á útherjann Robby Anderson. Eftir fyrra snertimarkið öskraði hann margoft: Ég er kominn aftur. Touchdown #2 for @ajdillon7! #GoPackGo : #SEAvsGB on CBS : NFL app pic.twitter.com/CYSkZvvneX— NFL (@NFL) November 15, 2021 Green Bay Packers er nú með besta árangurinn, við hlið Arizona Cardinals, eftir 17-0 sigur á Seattle Seahawks. Bæði lið eru með átta sigra og tvö töp. Leikstjórnendur liðanna Aaron Rodgers hjá Packers og Russell Wilson hjá Seahawks, snéru báðir aftur. Rodgers fékk kórónuveiruna en Wilson hafði misst af fjórum leikjum vegna meiðsla. Þetta var í fyrsta sinn á ferlinum sem lið Wilson skorar ekki stig. The Steelers fumble with 8 seconds left in OT and the @Lions recover #DETvsPIT pic.twitter.com/zu4rY1MqVU— NFL (@NFL) November 14, 2021 Fyrsta jafntefli tímabilsins varð þegar leikur Detroit Lions og Pittsburgh Steelers endaði 16-16 eftir framlengingu. Detroit var búið að tapa fyrstu átta leikjum sínum en er áfram eina liðið sem hefur ekki unnið leik. Buffalo Bills, Dallas Cowboys og New England Patriots unnu öll stórsigra. Bills-liðið kom til baka eftir vandræðalegt tap á móti Jacksonville með því að vinna 45-17 sigur á New York Jets. Dallas Cowboys fór á kostum í 43-3 heimasigri á Atlanta Falcons og New England Patriots sýndi mikinn styrk með því að vinna 45-7 sigur á reyndar vængbrotnu liði Cleveland Browns, sem ofan á hlauparaleysið missti leikstjórnandann Baker Mayfield meiddan af velli. Every touchdown from NFL RedZone in Week 10! pic.twitter.com/G855JaLWRJ— NFL (@NFL) November 15, 2021 Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Kansas City Chiefs 41-14 Las Vegas Raiders Atlanta Falcons 3-43 Dallas Cowboys New Orleans Saints 21-23 Tennessee Titans Jacksonville Jaguars 17-23 Indianapolis Colts Cleveland Browns 7-45 New England Patriots Buffalo Bills 45-17 New York Jets Detroit Lions 16-16 Pittsburgh Steelers (Framlengt) Tampa Bay Buccaneers 19-29 Washington Football Team Carolina Panthers 34-10 Arizona Cardinals Minnesota Vikings 27-20 Los Angeles Chargers Philadelphia Eagles 30-13 Denver Broncos Seattle Seahawks 0-17 Green Bay Packers
Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Kansas City Chiefs 41-14 Las Vegas Raiders Atlanta Falcons 3-43 Dallas Cowboys New Orleans Saints 21-23 Tennessee Titans Jacksonville Jaguars 17-23 Indianapolis Colts Cleveland Browns 7-45 New England Patriots Buffalo Bills 45-17 New York Jets Detroit Lions 16-16 Pittsburgh Steelers (Framlengt) Tampa Bay Buccaneers 19-29 Washington Football Team Carolina Panthers 34-10 Arizona Cardinals Minnesota Vikings 27-20 Los Angeles Chargers Philadelphia Eagles 30-13 Denver Broncos Seattle Seahawks 0-17 Green Bay Packers
NFL Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Sjá meira