Kennir „blindum beitusala“ um og segir Stjörnuna enn eiga eftir að vinna titilinn Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2021 08:30 Jón Rúnar Halldórsson segir Stjörnuna í raun enn eiga eftir að vinna Íslandsmeistaratitil, þó að hann hafi þurft að horfa upp á Veigar Pál Gunnarsson handleika Íslandsmeistarabikarinn í Kaplakrika 2014. „Ég sé rautt þegar það er talað um þetta,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, bæði í gríni og alvöru, um leikinn fræga á milli Stjörnunnar og FH þegar Stjarnan tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fótbolta karla árið 2014, á kostnað FH. Jón Rúnar, sem lengi var formaður knattspyrnudeildar FH og þar á meðal á mesta gullaldarskeiði liðsins, var gestur Henrys Birgis Gunnarssonar í fyrsta þætti Foringjanna, á Stöð 2 Sport. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Foringjarnir: Jón Rúnar um Stjörnuleikinn Í þættinum, sem sýndur var á sunnudagskvöld, viðurkenndi Jón Rúnar að tapið gegn Stjörnunni í Kaplakrika 2014 sæti enn í sér: „Auðvitað gerir það það. Allir sanngjarnir menn vita hvernig þetta hefði endað hefði allt verið spilað eftir reglunum sem á að fara eftir. Hefðum við ekki verið með blindan beitusala á línunni, þá hefði þetta farið allt öðruvísi,“ segir Jón Rúnar. Þar vísaði hann til fyrra marks Stjörnunnar í leiknum en það hefði ekki átt að standa vegna þess að Ólafur Karl Finsen var rangstæður. Aðstoðardómarinn Sigurður Óli Þorleifsson var á hliðarlínunni en gerði mistök sem að mati Jóns Rúnars kostuðu FH-inga Íslandsmeistaratitil. Heimir Guðjónsson, þáverandi þjálfari FH, hefur lýst leiknum sem „dómaraskandal frá upphafi til enda“ og Jón Rúnar lítur svo á að Stjarnan eigi í raun enn eftir að vinna Íslandsmeistaratitil: „Ég held að Garðbæingar, margir hverjir ágætir vinir mínir, viti það sjálfir að þeir eiga eftir að vinna Íslandsmeistaratitil. Ég segi þetta ekki til þess að gefa mér einhverja hugarró. Það er bara þannig í þessu „geimi“, að það vilja allir gera hlutina eftir reglunum. Það er enginn sem vill hafa þetta hinsegin,“ segir Jón Rúnar og bætir við: „Þetta situr í manni, þegar þetta er borið upp, en ég sef alveg fyrir þessu. Þetta var ótrúleg stund.“ Foringjarnir eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports á sunnudagskvöldum en þar ræðir Henry Birgir Gunnarsson við nokkra af helstu íþróttaforingjum landsins síðustu áratugi. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+. Pepsi Max-deild karla FH Foringjarnir Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sjá meira
Jón Rúnar, sem lengi var formaður knattspyrnudeildar FH og þar á meðal á mesta gullaldarskeiði liðsins, var gestur Henrys Birgis Gunnarssonar í fyrsta þætti Foringjanna, á Stöð 2 Sport. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Foringjarnir: Jón Rúnar um Stjörnuleikinn Í þættinum, sem sýndur var á sunnudagskvöld, viðurkenndi Jón Rúnar að tapið gegn Stjörnunni í Kaplakrika 2014 sæti enn í sér: „Auðvitað gerir það það. Allir sanngjarnir menn vita hvernig þetta hefði endað hefði allt verið spilað eftir reglunum sem á að fara eftir. Hefðum við ekki verið með blindan beitusala á línunni, þá hefði þetta farið allt öðruvísi,“ segir Jón Rúnar. Þar vísaði hann til fyrra marks Stjörnunnar í leiknum en það hefði ekki átt að standa vegna þess að Ólafur Karl Finsen var rangstæður. Aðstoðardómarinn Sigurður Óli Þorleifsson var á hliðarlínunni en gerði mistök sem að mati Jóns Rúnars kostuðu FH-inga Íslandsmeistaratitil. Heimir Guðjónsson, þáverandi þjálfari FH, hefur lýst leiknum sem „dómaraskandal frá upphafi til enda“ og Jón Rúnar lítur svo á að Stjarnan eigi í raun enn eftir að vinna Íslandsmeistaratitil: „Ég held að Garðbæingar, margir hverjir ágætir vinir mínir, viti það sjálfir að þeir eiga eftir að vinna Íslandsmeistaratitil. Ég segi þetta ekki til þess að gefa mér einhverja hugarró. Það er bara þannig í þessu „geimi“, að það vilja allir gera hlutina eftir reglunum. Það er enginn sem vill hafa þetta hinsegin,“ segir Jón Rúnar og bætir við: „Þetta situr í manni, þegar þetta er borið upp, en ég sef alveg fyrir þessu. Þetta var ótrúleg stund.“ Foringjarnir eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports á sunnudagskvöldum en þar ræðir Henry Birgir Gunnarsson við nokkra af helstu íþróttaforingjum landsins síðustu áratugi. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+.
Pepsi Max-deild karla FH Foringjarnir Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn