Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 26-33 | Öruggur sigur FH-inga Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 16. nóvember 2021 22:11 Egill Magnússon er öllum hnútum kunnugur í Garðabæ. vísir/hulda margrét FH-ingar unnu í kvöld öruggan sjö marka sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Olís-deild karla, 26-33. Fimleikafélagið lyfti sér upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum. Jafnræði var með liðunum á fyrstu mínútum leiksins og var sóknarleikur beggja liða í basli. Þegar um stundarfjórðungur var liðin missa FH-ingar Phild Döhler útaf vegna meiðsla og Svavar Ingi kemur í hans stað. Svavar gerði sér lítið fyrir og varði þrjú skot í röð. Það virtist kveikja í FH-ingum sem tóku forystuna og litu aldrei til baka. Sóknarleikur Stjörnumanna var slakur og virtust þeir ekki ætla ná sér á strik. Stjörnumenn skoruðu ekki í 12 mínútur og var staðan orðin 4-8 fyrir FH þegar þeir loksins náðu að koma boltanum í netið. Þegar Stjörnumenn fóru í 7-6 fengu þeir ódýr mörk í bakið og voru FH-ingar við það að draga úr þeim vígtennurnar í fyrri hálfleik. Hálfleikstölur 11-15. FH-ingar héldu áfram uppteknum hætti í seinni hálfleik. Stjörnumenn voru enn þá í basli og til að mynda töpuðu nánast allri yfirtölu. Þegar stundarfjórðungur var liðin af seinni hálfleik var staða 18-23. Þá tekur Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar leikhlé og var langt frá því að vera sáttur með spilamennsku sinna manna. Það gekk ekki betur en að í fyrstu sókninni eftir leikhlé skýtur Hafþór Vignisson yfir. Spennustigið hækkaði mikið hjá báðum liðum á síðustu 10 mínútum leikins. Hraðar sóknir og á köflum voru bæði lið að flýta sér aðeins of mikið og misstu í kjölfarið boltann. Það bitnaði þó ekki á forystu FH-ingar sem unnu leikinn með 7 mörkum. 26-33. Afhverju vann FH? Þeir voru mjög líklega búnir að fara vel og vandlega yfir Valsleikinn og laga það sem þurfti að laga. Þeir mættu agaðir í þennan leik, sóknarleikurinn var góður og vörnin miklu betri heldur en í síðasta leik. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Stjörnunni var það Leó Snær Pétursson sem var atkvæðamestur með 6 mörk. Arnór Freyr Stefánsson var góður í markinu með 12 bolta varða, 32% markvörslu. Hjá FH-ingum var það Birgir Már Birgirsson sem var atkvæðamestur með 7 mörk . Svavar Ingi Sigumundsson var með góða innkomu í markinu og varði 8 bolta varða, 27% markvörslu ásamt því að verja víti og skora tvö mörk. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Stjörnunar gekk ekki vel í kvöld. Þeir tóku kafla þar sem þeir skora ekki mark í 12 mínútur. Ásamt því að tapa nánast öllum yfirtölum. Þeir voru að vinna með mismunandi varnartaktíkir sem virtist heldur ekki ganga. Það var bara andleysi yfir þeim. Hvað gerist næst? Í 9. umferð sækja Stjörnumenn HK heim, leikurinn fer fram 20. nóvember kl 14:00. FH-ingar fá Fram í heimsókn 21. nóvember kl 18:00. Patrekur Jóhannesson: Við vorum bara svo miklir aular sóknarlega Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar var ekki sáttur með úrslit kvöldsins. Vísir: Elín Björg Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar í handbolta var ekki sáttur eftir tap á móti FH-ingum í kvöld. Þetta er annað tap Stjörnunnar í röð en þeir voru á ágætis siglingu fyrir það. „Við vorum skelfilegir sóknarlega í fyrri hálfleik. Við náðum ekki að sækja almennilega á markið, þetta var hægt og menn voru hikandi. Varnarlega frábærir og gekk vörnin vel. Við vorum bara svo miklir aular sóknarlega að við fengum mörk í bakið þegar við skorum hraðaupphlaup. Við förum með þetta sóknarlega. Það var möguleiki þegar við vorum tveimur fleiri að minnka þetta í 3-4 mörk, þá hefði þetta getað orðið leikur.“ Sóknarleikur Stjörnunnar náði sér nánast aldrei á strik í leiknum þrátt fyrir að lenda í yfirtölu á köflum. „Þegar við erum tveimur fleiri. Þá var möguleiki að komast inni í leikinn. Þessir strákar eru búnir að standa sig vel sóknarlega en núna í dag og eins og kannski á móti Gróttu líka, í seinni hálfleik þá lendum við á vegg. FH-ingarnir voru þéttir og hann stóð sig vel ungi markmaðurinn hjá þeim.“ Stjörnumenn fóru í 7 á 6 í fyrri hálfleik. Aðspurður hvort það hefði borgað sig sagði Patrekur þetta: „Það þurfti að reyna eitthvað. Ef hlutirnir ganga ekki upp þá verður maður að breyta og ég tók ákvörðun að fara í 7 á 6. Þegar maður tekur hana þá verður maður að standa og falla með henni. Hvort hún virkar eða ekki, á köflum jú en við fengum líka mörk í bakið. Þetta var svona 50/50.“ Næsti leikur er HK og vill Patrekur helst gleyma þessum leik en samt sem áður fara yfir hann. „Við þurfum að gleyma og fara yfir þennan leik en það verður töluvert erfiðari leikur heldur en þessi. Við þurfum að safna kröftum og koma vel undirbúnir í það. Það verður mjög krefjandi verkefni eins og staðan er í dag.“ Olís-deild karla Stjarnan FH Tengdar fréttir Sigursteinn Arndal: Mér fannst við helvíti graðir í dag Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í handbolta var sáttur með sína menn eftir góðan sigur á móti Stjörnunni í kvöld. FH-ingar voru með yfirhöndina allan leikinn og unnu góðan sjö marka sigur, 26-33. 16. nóvember 2021 21:27
FH-ingar unnu í kvöld öruggan sjö marka sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Olís-deild karla, 26-33. Fimleikafélagið lyfti sér upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum. Jafnræði var með liðunum á fyrstu mínútum leiksins og var sóknarleikur beggja liða í basli. Þegar um stundarfjórðungur var liðin missa FH-ingar Phild Döhler útaf vegna meiðsla og Svavar Ingi kemur í hans stað. Svavar gerði sér lítið fyrir og varði þrjú skot í röð. Það virtist kveikja í FH-ingum sem tóku forystuna og litu aldrei til baka. Sóknarleikur Stjörnumanna var slakur og virtust þeir ekki ætla ná sér á strik. Stjörnumenn skoruðu ekki í 12 mínútur og var staðan orðin 4-8 fyrir FH þegar þeir loksins náðu að koma boltanum í netið. Þegar Stjörnumenn fóru í 7-6 fengu þeir ódýr mörk í bakið og voru FH-ingar við það að draga úr þeim vígtennurnar í fyrri hálfleik. Hálfleikstölur 11-15. FH-ingar héldu áfram uppteknum hætti í seinni hálfleik. Stjörnumenn voru enn þá í basli og til að mynda töpuðu nánast allri yfirtölu. Þegar stundarfjórðungur var liðin af seinni hálfleik var staða 18-23. Þá tekur Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar leikhlé og var langt frá því að vera sáttur með spilamennsku sinna manna. Það gekk ekki betur en að í fyrstu sókninni eftir leikhlé skýtur Hafþór Vignisson yfir. Spennustigið hækkaði mikið hjá báðum liðum á síðustu 10 mínútum leikins. Hraðar sóknir og á köflum voru bæði lið að flýta sér aðeins of mikið og misstu í kjölfarið boltann. Það bitnaði þó ekki á forystu FH-ingar sem unnu leikinn með 7 mörkum. 26-33. Afhverju vann FH? Þeir voru mjög líklega búnir að fara vel og vandlega yfir Valsleikinn og laga það sem þurfti að laga. Þeir mættu agaðir í þennan leik, sóknarleikurinn var góður og vörnin miklu betri heldur en í síðasta leik. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Stjörnunni var það Leó Snær Pétursson sem var atkvæðamestur með 6 mörk. Arnór Freyr Stefánsson var góður í markinu með 12 bolta varða, 32% markvörslu. Hjá FH-ingum var það Birgir Már Birgirsson sem var atkvæðamestur með 7 mörk . Svavar Ingi Sigumundsson var með góða innkomu í markinu og varði 8 bolta varða, 27% markvörslu ásamt því að verja víti og skora tvö mörk. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Stjörnunar gekk ekki vel í kvöld. Þeir tóku kafla þar sem þeir skora ekki mark í 12 mínútur. Ásamt því að tapa nánast öllum yfirtölum. Þeir voru að vinna með mismunandi varnartaktíkir sem virtist heldur ekki ganga. Það var bara andleysi yfir þeim. Hvað gerist næst? Í 9. umferð sækja Stjörnumenn HK heim, leikurinn fer fram 20. nóvember kl 14:00. FH-ingar fá Fram í heimsókn 21. nóvember kl 18:00. Patrekur Jóhannesson: Við vorum bara svo miklir aular sóknarlega Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar var ekki sáttur með úrslit kvöldsins. Vísir: Elín Björg Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar í handbolta var ekki sáttur eftir tap á móti FH-ingum í kvöld. Þetta er annað tap Stjörnunnar í röð en þeir voru á ágætis siglingu fyrir það. „Við vorum skelfilegir sóknarlega í fyrri hálfleik. Við náðum ekki að sækja almennilega á markið, þetta var hægt og menn voru hikandi. Varnarlega frábærir og gekk vörnin vel. Við vorum bara svo miklir aular sóknarlega að við fengum mörk í bakið þegar við skorum hraðaupphlaup. Við förum með þetta sóknarlega. Það var möguleiki þegar við vorum tveimur fleiri að minnka þetta í 3-4 mörk, þá hefði þetta getað orðið leikur.“ Sóknarleikur Stjörnunnar náði sér nánast aldrei á strik í leiknum þrátt fyrir að lenda í yfirtölu á köflum. „Þegar við erum tveimur fleiri. Þá var möguleiki að komast inni í leikinn. Þessir strákar eru búnir að standa sig vel sóknarlega en núna í dag og eins og kannski á móti Gróttu líka, í seinni hálfleik þá lendum við á vegg. FH-ingarnir voru þéttir og hann stóð sig vel ungi markmaðurinn hjá þeim.“ Stjörnumenn fóru í 7 á 6 í fyrri hálfleik. Aðspurður hvort það hefði borgað sig sagði Patrekur þetta: „Það þurfti að reyna eitthvað. Ef hlutirnir ganga ekki upp þá verður maður að breyta og ég tók ákvörðun að fara í 7 á 6. Þegar maður tekur hana þá verður maður að standa og falla með henni. Hvort hún virkar eða ekki, á köflum jú en við fengum líka mörk í bakið. Þetta var svona 50/50.“ Næsti leikur er HK og vill Patrekur helst gleyma þessum leik en samt sem áður fara yfir hann. „Við þurfum að gleyma og fara yfir þennan leik en það verður töluvert erfiðari leikur heldur en þessi. Við þurfum að safna kröftum og koma vel undirbúnir í það. Það verður mjög krefjandi verkefni eins og staðan er í dag.“
Olís-deild karla Stjarnan FH Tengdar fréttir Sigursteinn Arndal: Mér fannst við helvíti graðir í dag Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í handbolta var sáttur með sína menn eftir góðan sigur á móti Stjörnunni í kvöld. FH-ingar voru með yfirhöndina allan leikinn og unnu góðan sjö marka sigur, 26-33. 16. nóvember 2021 21:27
Sigursteinn Arndal: Mér fannst við helvíti graðir í dag Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í handbolta var sáttur með sína menn eftir góðan sigur á móti Stjörnunni í kvöld. FH-ingar voru með yfirhöndina allan leikinn og unnu góðan sjö marka sigur, 26-33. 16. nóvember 2021 21:27