Katrín vill „svartan fössara“ Snorri Másson skrifar 16. nóvember 2021 14:35 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sínar skoðanir á Black Friday, eins og sagt var framan af. Vísir/Vilhelm/MS Íslendingar lesa töluvert mikið, staðhæfir formaður Rithöfundasambandsins á degi íslenskrar tungu. Forsætisráðherra vill að næsti hátíðisdagur í verslun verði kallaður svartur fössari. „Ég ákvað að fá mér smá göngutúr, svona á afmælisdaginn, sem nú er dagur íslenskrar tungu. Mig þyrstir að vita hvernig yður Íslendingum gengur að tala íslenskuna.“ Þannig kemst Jónas Hallgrímsson að orði í nýrri herferð Mjólkursamsölunnar í tilefni dagsins. Hér neðst má sjá túlkun Mána Arnarsonar leikara á skáldinu og náttúrufræðingnum, 214 árum eftir fæðingu hans. Fyrirtæki, samtök og já alls kyns aðilar, svo það ágæta íslenska orð sé notað, keppast í dag við að halda daginn hátíðlegan - og um leið auðvitað spá fyrir um afdrif tungumálsins á komandi tímum. Lesa í alvöru mikið af bókum Á meðal þess sem jafnan hefur verið haft til marks um stöðu íslenskunnar er lesturinn - og hann er ekkert að minnka neitt ískyggilega mikið, ef marka má niðurstöður könnunar Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Þar er niðurstaðan sú að Íslendingar lesi að meðaltali 2,3 bækur á mánuði. En getur þetta staðist? Karl Ágúst Úlfsson, formaður Rithöfundasambandsins, er sannfærður. Karl Ágúst Úlfsson leikari og rithöfundur hefur trú á bókinni.Vísir/Vilhelm „Ég held að við verðum að gera ráð fyrir að fólk segi satt í svona könnunum. Þannig að já, Íslendingar virðast vera að lesa töluvert mikið. Það svosem kemur mér ekkert á óvart ég þóttist nú vita það. Við höfum mikla þörf fyrir bækur og lesefni,“ segir Karl Ágúst í samtali við fréttastofu. Rúmur meirihluti landsmanna kveðst lesa einungis eða oftar á íslensku en öðru tungumáli. Hér gætir þó þróunar sem kynni að valda áhyggjum: Skýr fylgni er á milli ungs aldurs og þess, að lesa meira á útlensku. 43% 18-24 ára lesa þannig oftar á öðru tungumáli en íslensku en aðeins 7% 65 ára eða eldri. Singles Day ekkert sérlega íslenskt Eins miklu máli og lestur skiptir fyrir tungumálið eru aðrir þættir veigamiklir. Stjórnvöld hafa varið miklu fé í nafni íslensku á tækniöld en forsætisráðherra vill þó ekki gefa upp um hvort kveðið sé á um frekara átak af þeim toga í stjórnarsáttmála. Notkun tungumálsins í einstökum atvinnugreinum eins og ferðaþjónustu er áhyggjuefni sem Katrín Jakobsdóttir fagnar þó að verið sé að taka alvarlega. „Við sjáum það stundum að íslensk tunga gefur eftir á einstökum sviðum, að hún gefi eftir í tilteknum umdæmum, þannig að annað tungumál taki einfaldlega yfir. Þar held ég að við verðum að vera á varðbergi hvort sem er í hinum stafræna heimi eða í okkar raunheimi, því þetta er auðvitað ein stærstu verðmæti sem við eigum, að tala þetta tungumál og hugsa á þessu tungumáli,“ segir Katrín. Nýliðinn kaupæðisdagur einhleypra var víða kallaður „Singles Day“ í auglýsingum - titill sem margir unnendur góðrar íslensku hörmuðu. Þyrftu auglýsendur að taka hlutverki sínu meira alvarlega? „Ja, ég skora bæði á verslanir og auglýsingastofur að næsti dagur sem er helgaður einhvers konar afsláttum verði kallaður svartur fössari,“ leggur forsætisráðherra til. Íslenska á tækniöld Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Tengdar fréttir Orðasmiðurinn hagi Jónas Hallgrímsson Það er við hæfi að dagur íslenskrar tungu sé heiðraður minningu þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar frá Hrauni í Öxnadal og fæðingardegi hans, 16. nóvember. 16. nóvember 2021 07:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
„Ég ákvað að fá mér smá göngutúr, svona á afmælisdaginn, sem nú er dagur íslenskrar tungu. Mig þyrstir að vita hvernig yður Íslendingum gengur að tala íslenskuna.“ Þannig kemst Jónas Hallgrímsson að orði í nýrri herferð Mjólkursamsölunnar í tilefni dagsins. Hér neðst má sjá túlkun Mána Arnarsonar leikara á skáldinu og náttúrufræðingnum, 214 árum eftir fæðingu hans. Fyrirtæki, samtök og já alls kyns aðilar, svo það ágæta íslenska orð sé notað, keppast í dag við að halda daginn hátíðlegan - og um leið auðvitað spá fyrir um afdrif tungumálsins á komandi tímum. Lesa í alvöru mikið af bókum Á meðal þess sem jafnan hefur verið haft til marks um stöðu íslenskunnar er lesturinn - og hann er ekkert að minnka neitt ískyggilega mikið, ef marka má niðurstöður könnunar Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Þar er niðurstaðan sú að Íslendingar lesi að meðaltali 2,3 bækur á mánuði. En getur þetta staðist? Karl Ágúst Úlfsson, formaður Rithöfundasambandsins, er sannfærður. Karl Ágúst Úlfsson leikari og rithöfundur hefur trú á bókinni.Vísir/Vilhelm „Ég held að við verðum að gera ráð fyrir að fólk segi satt í svona könnunum. Þannig að já, Íslendingar virðast vera að lesa töluvert mikið. Það svosem kemur mér ekkert á óvart ég þóttist nú vita það. Við höfum mikla þörf fyrir bækur og lesefni,“ segir Karl Ágúst í samtali við fréttastofu. Rúmur meirihluti landsmanna kveðst lesa einungis eða oftar á íslensku en öðru tungumáli. Hér gætir þó þróunar sem kynni að valda áhyggjum: Skýr fylgni er á milli ungs aldurs og þess, að lesa meira á útlensku. 43% 18-24 ára lesa þannig oftar á öðru tungumáli en íslensku en aðeins 7% 65 ára eða eldri. Singles Day ekkert sérlega íslenskt Eins miklu máli og lestur skiptir fyrir tungumálið eru aðrir þættir veigamiklir. Stjórnvöld hafa varið miklu fé í nafni íslensku á tækniöld en forsætisráðherra vill þó ekki gefa upp um hvort kveðið sé á um frekara átak af þeim toga í stjórnarsáttmála. Notkun tungumálsins í einstökum atvinnugreinum eins og ferðaþjónustu er áhyggjuefni sem Katrín Jakobsdóttir fagnar þó að verið sé að taka alvarlega. „Við sjáum það stundum að íslensk tunga gefur eftir á einstökum sviðum, að hún gefi eftir í tilteknum umdæmum, þannig að annað tungumál taki einfaldlega yfir. Þar held ég að við verðum að vera á varðbergi hvort sem er í hinum stafræna heimi eða í okkar raunheimi, því þetta er auðvitað ein stærstu verðmæti sem við eigum, að tala þetta tungumál og hugsa á þessu tungumáli,“ segir Katrín. Nýliðinn kaupæðisdagur einhleypra var víða kallaður „Singles Day“ í auglýsingum - titill sem margir unnendur góðrar íslensku hörmuðu. Þyrftu auglýsendur að taka hlutverki sínu meira alvarlega? „Ja, ég skora bæði á verslanir og auglýsingastofur að næsti dagur sem er helgaður einhvers konar afsláttum verði kallaður svartur fössari,“ leggur forsætisráðherra til.
Íslenska á tækniöld Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Tengdar fréttir Orðasmiðurinn hagi Jónas Hallgrímsson Það er við hæfi að dagur íslenskrar tungu sé heiðraður minningu þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar frá Hrauni í Öxnadal og fæðingardegi hans, 16. nóvember. 16. nóvember 2021 07:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Orðasmiðurinn hagi Jónas Hallgrímsson Það er við hæfi að dagur íslenskrar tungu sé heiðraður minningu þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar frá Hrauni í Öxnadal og fæðingardegi hans, 16. nóvember. 16. nóvember 2021 07:00