Katrín vill „svartan fössara“ Snorri Másson skrifar 16. nóvember 2021 14:35 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sínar skoðanir á Black Friday, eins og sagt var framan af. Vísir/Vilhelm/MS Íslendingar lesa töluvert mikið, staðhæfir formaður Rithöfundasambandsins á degi íslenskrar tungu. Forsætisráðherra vill að næsti hátíðisdagur í verslun verði kallaður svartur fössari. „Ég ákvað að fá mér smá göngutúr, svona á afmælisdaginn, sem nú er dagur íslenskrar tungu. Mig þyrstir að vita hvernig yður Íslendingum gengur að tala íslenskuna.“ Þannig kemst Jónas Hallgrímsson að orði í nýrri herferð Mjólkursamsölunnar í tilefni dagsins. Hér neðst má sjá túlkun Mána Arnarsonar leikara á skáldinu og náttúrufræðingnum, 214 árum eftir fæðingu hans. Fyrirtæki, samtök og já alls kyns aðilar, svo það ágæta íslenska orð sé notað, keppast í dag við að halda daginn hátíðlegan - og um leið auðvitað spá fyrir um afdrif tungumálsins á komandi tímum. Lesa í alvöru mikið af bókum Á meðal þess sem jafnan hefur verið haft til marks um stöðu íslenskunnar er lesturinn - og hann er ekkert að minnka neitt ískyggilega mikið, ef marka má niðurstöður könnunar Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Þar er niðurstaðan sú að Íslendingar lesi að meðaltali 2,3 bækur á mánuði. En getur þetta staðist? Karl Ágúst Úlfsson, formaður Rithöfundasambandsins, er sannfærður. Karl Ágúst Úlfsson leikari og rithöfundur hefur trú á bókinni.Vísir/Vilhelm „Ég held að við verðum að gera ráð fyrir að fólk segi satt í svona könnunum. Þannig að já, Íslendingar virðast vera að lesa töluvert mikið. Það svosem kemur mér ekkert á óvart ég þóttist nú vita það. Við höfum mikla þörf fyrir bækur og lesefni,“ segir Karl Ágúst í samtali við fréttastofu. Rúmur meirihluti landsmanna kveðst lesa einungis eða oftar á íslensku en öðru tungumáli. Hér gætir þó þróunar sem kynni að valda áhyggjum: Skýr fylgni er á milli ungs aldurs og þess, að lesa meira á útlensku. 43% 18-24 ára lesa þannig oftar á öðru tungumáli en íslensku en aðeins 7% 65 ára eða eldri. Singles Day ekkert sérlega íslenskt Eins miklu máli og lestur skiptir fyrir tungumálið eru aðrir þættir veigamiklir. Stjórnvöld hafa varið miklu fé í nafni íslensku á tækniöld en forsætisráðherra vill þó ekki gefa upp um hvort kveðið sé á um frekara átak af þeim toga í stjórnarsáttmála. Notkun tungumálsins í einstökum atvinnugreinum eins og ferðaþjónustu er áhyggjuefni sem Katrín Jakobsdóttir fagnar þó að verið sé að taka alvarlega. „Við sjáum það stundum að íslensk tunga gefur eftir á einstökum sviðum, að hún gefi eftir í tilteknum umdæmum, þannig að annað tungumál taki einfaldlega yfir. Þar held ég að við verðum að vera á varðbergi hvort sem er í hinum stafræna heimi eða í okkar raunheimi, því þetta er auðvitað ein stærstu verðmæti sem við eigum, að tala þetta tungumál og hugsa á þessu tungumáli,“ segir Katrín. Nýliðinn kaupæðisdagur einhleypra var víða kallaður „Singles Day“ í auglýsingum - titill sem margir unnendur góðrar íslensku hörmuðu. Þyrftu auglýsendur að taka hlutverki sínu meira alvarlega? „Ja, ég skora bæði á verslanir og auglýsingastofur að næsti dagur sem er helgaður einhvers konar afsláttum verði kallaður svartur fössari,“ leggur forsætisráðherra til. Íslenska á tækniöld Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Tengdar fréttir Orðasmiðurinn hagi Jónas Hallgrímsson Það er við hæfi að dagur íslenskrar tungu sé heiðraður minningu þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar frá Hrauni í Öxnadal og fæðingardegi hans, 16. nóvember. 16. nóvember 2021 07:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
„Ég ákvað að fá mér smá göngutúr, svona á afmælisdaginn, sem nú er dagur íslenskrar tungu. Mig þyrstir að vita hvernig yður Íslendingum gengur að tala íslenskuna.“ Þannig kemst Jónas Hallgrímsson að orði í nýrri herferð Mjólkursamsölunnar í tilefni dagsins. Hér neðst má sjá túlkun Mána Arnarsonar leikara á skáldinu og náttúrufræðingnum, 214 árum eftir fæðingu hans. Fyrirtæki, samtök og já alls kyns aðilar, svo það ágæta íslenska orð sé notað, keppast í dag við að halda daginn hátíðlegan - og um leið auðvitað spá fyrir um afdrif tungumálsins á komandi tímum. Lesa í alvöru mikið af bókum Á meðal þess sem jafnan hefur verið haft til marks um stöðu íslenskunnar er lesturinn - og hann er ekkert að minnka neitt ískyggilega mikið, ef marka má niðurstöður könnunar Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Þar er niðurstaðan sú að Íslendingar lesi að meðaltali 2,3 bækur á mánuði. En getur þetta staðist? Karl Ágúst Úlfsson, formaður Rithöfundasambandsins, er sannfærður. Karl Ágúst Úlfsson leikari og rithöfundur hefur trú á bókinni.Vísir/Vilhelm „Ég held að við verðum að gera ráð fyrir að fólk segi satt í svona könnunum. Þannig að já, Íslendingar virðast vera að lesa töluvert mikið. Það svosem kemur mér ekkert á óvart ég þóttist nú vita það. Við höfum mikla þörf fyrir bækur og lesefni,“ segir Karl Ágúst í samtali við fréttastofu. Rúmur meirihluti landsmanna kveðst lesa einungis eða oftar á íslensku en öðru tungumáli. Hér gætir þó þróunar sem kynni að valda áhyggjum: Skýr fylgni er á milli ungs aldurs og þess, að lesa meira á útlensku. 43% 18-24 ára lesa þannig oftar á öðru tungumáli en íslensku en aðeins 7% 65 ára eða eldri. Singles Day ekkert sérlega íslenskt Eins miklu máli og lestur skiptir fyrir tungumálið eru aðrir þættir veigamiklir. Stjórnvöld hafa varið miklu fé í nafni íslensku á tækniöld en forsætisráðherra vill þó ekki gefa upp um hvort kveðið sé á um frekara átak af þeim toga í stjórnarsáttmála. Notkun tungumálsins í einstökum atvinnugreinum eins og ferðaþjónustu er áhyggjuefni sem Katrín Jakobsdóttir fagnar þó að verið sé að taka alvarlega. „Við sjáum það stundum að íslensk tunga gefur eftir á einstökum sviðum, að hún gefi eftir í tilteknum umdæmum, þannig að annað tungumál taki einfaldlega yfir. Þar held ég að við verðum að vera á varðbergi hvort sem er í hinum stafræna heimi eða í okkar raunheimi, því þetta er auðvitað ein stærstu verðmæti sem við eigum, að tala þetta tungumál og hugsa á þessu tungumáli,“ segir Katrín. Nýliðinn kaupæðisdagur einhleypra var víða kallaður „Singles Day“ í auglýsingum - titill sem margir unnendur góðrar íslensku hörmuðu. Þyrftu auglýsendur að taka hlutverki sínu meira alvarlega? „Ja, ég skora bæði á verslanir og auglýsingastofur að næsti dagur sem er helgaður einhvers konar afsláttum verði kallaður svartur fössari,“ leggur forsætisráðherra til.
Íslenska á tækniöld Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Tengdar fréttir Orðasmiðurinn hagi Jónas Hallgrímsson Það er við hæfi að dagur íslenskrar tungu sé heiðraður minningu þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar frá Hrauni í Öxnadal og fæðingardegi hans, 16. nóvember. 16. nóvember 2021 07:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Orðasmiðurinn hagi Jónas Hallgrímsson Það er við hæfi að dagur íslenskrar tungu sé heiðraður minningu þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar frá Hrauni í Öxnadal og fæðingardegi hans, 16. nóvember. 16. nóvember 2021 07:00