Beið afhroð í sveitarstjórnarkosningunum og opnar á formannsskipti Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2021 11:36 Kristian Thulesen Dahl tók við formennsku í Danska þjóðarflokknum af Piu Kjærsgaard árið 2012. Danski þjóðarflokkurinn beið afhroð í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í gær og hefur formaður flokksins, Kristian Thulesen Dahl, lagt til að boðað verði til aukalandsþings og nýr formaður kjörinn. Alls var gengið til kosninga í 98 sveitarfélögum og fimm stjórnsýsluumdæmum (d. region) í gær. Kosningarnar reyndust einnig Jafnaðarmannaflokki Mette Frederiksen forsætisráðherra erfiðar og er flokkurinn í fyrsta sinn í heila öld ekki stærsti flokkurinn í Kaupmannahöfn, en yfirborgarstjóri höfuðborgarinnar hefur komið úr röðum Jafnaðarmannaflokksins allt frá því að stöðunni var komið á laggirnar árið 1938. Fylgi Jafnaðarmannaflokksins dróst saman um tíu prósentustig í Kaupmannahöfn sem varð til þess að hinn rauðgræni Enhedslisten tók fram úr og er nú stærsti flokkurinn. Jafnaðarmannaflokkurinn missti álíka fylgi í öðrum stórborgum á borð við Óðinsvéum, Árósum og Álaborg. Jafnaðarmannaflokkurinn er sem fyrr stærsti flokkurinn á landsvísu og hlaut alls rúmlega 28 prósent atkvæða. Borgaralegi flokkurinn Venstre er næststærstur á landsvísu og hlaut rúmlega 21 prósent atkvæða. Íhaldsflokkurinn (d. De Konservative) er af mörgum talinn vera sigurvegari sveitarstjórnarkosninganna í gær, en fylgi flokksins jókst um 70 prósent á landsvísu frá síðustu kosningum árið 2017. Nýir borgaralegir, hægri popúlistaflokkur, vann sömuleiðis mikla sigra og náði að tryggja sér alls 64 sæti í sveitarstjórnum landsins. Fór fylgi flokksins úr 0,9 prósent árið 2017 í 3,6 prósent nú. Fylgi Danska þjóðarflokksins á landsvísu nærri helmingast milli kosninga – fer úr 8,7 prósentum árið 2017 í 4,1 prósent nú. Flokkurinn missir um sextíu prósent þeirra sæta sem flokkurinn var með í sveitarstjórnum landsins og eru nú einungis með 91 sveitarstjórnarfulltrúa. Danmörk Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Alls var gengið til kosninga í 98 sveitarfélögum og fimm stjórnsýsluumdæmum (d. region) í gær. Kosningarnar reyndust einnig Jafnaðarmannaflokki Mette Frederiksen forsætisráðherra erfiðar og er flokkurinn í fyrsta sinn í heila öld ekki stærsti flokkurinn í Kaupmannahöfn, en yfirborgarstjóri höfuðborgarinnar hefur komið úr röðum Jafnaðarmannaflokksins allt frá því að stöðunni var komið á laggirnar árið 1938. Fylgi Jafnaðarmannaflokksins dróst saman um tíu prósentustig í Kaupmannahöfn sem varð til þess að hinn rauðgræni Enhedslisten tók fram úr og er nú stærsti flokkurinn. Jafnaðarmannaflokkurinn missti álíka fylgi í öðrum stórborgum á borð við Óðinsvéum, Árósum og Álaborg. Jafnaðarmannaflokkurinn er sem fyrr stærsti flokkurinn á landsvísu og hlaut alls rúmlega 28 prósent atkvæða. Borgaralegi flokkurinn Venstre er næststærstur á landsvísu og hlaut rúmlega 21 prósent atkvæða. Íhaldsflokkurinn (d. De Konservative) er af mörgum talinn vera sigurvegari sveitarstjórnarkosninganna í gær, en fylgi flokksins jókst um 70 prósent á landsvísu frá síðustu kosningum árið 2017. Nýir borgaralegir, hægri popúlistaflokkur, vann sömuleiðis mikla sigra og náði að tryggja sér alls 64 sæti í sveitarstjórnum landsins. Fór fylgi flokksins úr 0,9 prósent árið 2017 í 3,6 prósent nú. Fylgi Danska þjóðarflokksins á landsvísu nærri helmingast milli kosninga – fer úr 8,7 prósentum árið 2017 í 4,1 prósent nú. Flokkurinn missir um sextíu prósent þeirra sæta sem flokkurinn var með í sveitarstjórnum landsins og eru nú einungis með 91 sveitarstjórnarfulltrúa.
Danmörk Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira