Körfubolti

ÍR fær liðs­styrk frá Króatíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Igor Marić er mættur í Breiðholtið.
Igor Marić er mættur í Breiðholtið. ABA-Liga

Króatinn Igor Marić hefur samið við ÍR og mun leika með liðinu í Subway-deild karla í körfubolta út þetta tímabil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild ÍR.

ÍR hefur aðeins unnið einn af sex leikjum sínum til þessa í deildinni og skipti nýverið um þjálfara. 

Liðið situr sem stendur í 10. sæti deildarinnar en aðeins eru tvö stig í 8. sætið sem gefur þátttöku í úrslitakeppninni. Því hafa ÍR-ingar ákveðið að styrkja liðið og hafa nú fundið leikmanninn sem á að koma þeim á beinu brautina.

Igor Marić er 36 ára gamall skotbakvörður sem kemur frá króatíska liðinu Furnir. Hann er 1.96 metri á hæð og skilaði að meðaltali 13 stigum og sex fráköstum í leik með Furnir. Einnig hefur hann leikið með liðum í Slóvakíu, Slóveníu og Tékklandi.

ÍR mætir KR í Subway-deild karla í körfubolta klukkan 18.15 annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×