Evrópusambandið sendir flóttamönnum við landamæri Hvíta-Rússlands nauðsynjavörur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 20:16 Úrsúla von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ábyrgan fyrir flóttamannavandanum að landamærum Hvíta-Rússlands að Evrópusambandsríkjum. AP/Aris Oikonomou Evrópusambandið ætlar að senda matvörur, fatnað og aðrar nauðsynjavörur til farenda, sem eru fastir á landamærum Hvíta-Rússlands. Sambandið boðaði þessar aðgerðir eftir að hafa verið harðlega gagnrýnt fyrir að gera of lítið fyrir fólkið sem hefur verið fast þarna í nístingskulda. Evrópusambandið mun verja minnst 700 þúsund Evrum, eða um 104 milljónum króna, í verkefnið. Angela Merkel Þýskalandskanslari ræddi í dag við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, í síma í annað skiptið á þremur dögum. Umræðuefni fundarins að sjálfsögðu að reyna að leysa úr stöðunni á landamærunum en Evrópusambandið hefur sakað Lúkasjenka um að senda fólk þangað í hernaðartilgangi (e. hybrid-warfare). Reuters greinir frá. Staðan á landamærum Hvíta-Rússlands hefur verið gríðarlega slæm í nokkra mánuði og fóru farendur og flóttamenn að safnast þar saman í byrjun ágústmánaðar. Staðan er hvað verst á landamærunum að Póllandi, þar sem landamæraverðir beittu háþrýstidælum gegn farendum sem köstuðu í þá steinum í gær. Að sögn pólskra og hvítrússneskra landamæravarða eru um tvö þúsund farendur og flóttamenn við landamærin núna. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti mannúðaraðgerðirnar í dag en sagði í tilkynningunni að það væri á ábyrgð Lúkasjenka að leysa úr flækjunni á landamærunum, flækju sem hann bjó viljandi til. Evrópusambandið vill meina að stjórnvöld í Mínsk hafi flutt flóttamenn og farendur frá Mið-Austurlöndum og Mið-Asíu í hrönnum til Hvíta-Rússlands í þeim tilgangi að leggja álag á sambandið til að aflétta viðskiptaþvingunum sem það setti á Hvíta-Rússlands fyrr á þessu ári. Hvítrússnesk stjórnvöld hafa tekið fyrir að hafa stuðlað að landamærakrísunni viljandi en segjast ekki getað stöðvað krísuna fyrr en Evrópusambandið aflétti viðskiptaþvingunum. Viðskiptaþvinganirnar voru settar á Hvíta-Rússlands vegna ítrekaðra og grófra mannréttindabrota sem farið hafa fram undir stjórn Lúkasjenka frá sigri hans í umdeildum forsetakosningum í fyrra. Mariusz Blaszczak, varnarmálaráðherra Póllands, sagði í viðtali í ríkisútvarpi Póllands í dag að líklegt sé að ástandið á landamærunum muni vara næstu mánuði. „Við verðum að vera undirbúin fyrir það að þetta ástand á landamærunum að Hvíta-Rússlandi muni ekki taka enda í náinni framtíð,“ sagði hann. Nokkur þúsund manns hafast við í skóginum við landamærin og hefur ástandið bara versnað eftir að fór að kólna. Fólkið er sagt úrvinda vegna ástandsins, enda frost farið að mælast á svæðinu. Fólkinu er meinað að fara yfir landamærin til Póllands og fær ekki að snúa aftur inn í Hvíta-Rússland. Minnst átta hafa látist við pólsku landamærin síðan fólk fór að hópast þar saman í ágúst. Þá hafa nágrannalöndin Litháen og Lettland einnig verið skotspónn Hvíta-Rússlands og hefur tilraunum til ólöglegs flutnings til landsins frá Hvíta-Rússlandi fjölgað gríðarlega undanfarið. Hvíta-Rússland Pólland Evrópusambandið Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Evrópusambandið mun verja minnst 700 þúsund Evrum, eða um 104 milljónum króna, í verkefnið. Angela Merkel Þýskalandskanslari ræddi í dag við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, í síma í annað skiptið á þremur dögum. Umræðuefni fundarins að sjálfsögðu að reyna að leysa úr stöðunni á landamærunum en Evrópusambandið hefur sakað Lúkasjenka um að senda fólk þangað í hernaðartilgangi (e. hybrid-warfare). Reuters greinir frá. Staðan á landamærum Hvíta-Rússlands hefur verið gríðarlega slæm í nokkra mánuði og fóru farendur og flóttamenn að safnast þar saman í byrjun ágústmánaðar. Staðan er hvað verst á landamærunum að Póllandi, þar sem landamæraverðir beittu háþrýstidælum gegn farendum sem köstuðu í þá steinum í gær. Að sögn pólskra og hvítrússneskra landamæravarða eru um tvö þúsund farendur og flóttamenn við landamærin núna. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti mannúðaraðgerðirnar í dag en sagði í tilkynningunni að það væri á ábyrgð Lúkasjenka að leysa úr flækjunni á landamærunum, flækju sem hann bjó viljandi til. Evrópusambandið vill meina að stjórnvöld í Mínsk hafi flutt flóttamenn og farendur frá Mið-Austurlöndum og Mið-Asíu í hrönnum til Hvíta-Rússlands í þeim tilgangi að leggja álag á sambandið til að aflétta viðskiptaþvingunum sem það setti á Hvíta-Rússlands fyrr á þessu ári. Hvítrússnesk stjórnvöld hafa tekið fyrir að hafa stuðlað að landamærakrísunni viljandi en segjast ekki getað stöðvað krísuna fyrr en Evrópusambandið aflétti viðskiptaþvingunum. Viðskiptaþvinganirnar voru settar á Hvíta-Rússlands vegna ítrekaðra og grófra mannréttindabrota sem farið hafa fram undir stjórn Lúkasjenka frá sigri hans í umdeildum forsetakosningum í fyrra. Mariusz Blaszczak, varnarmálaráðherra Póllands, sagði í viðtali í ríkisútvarpi Póllands í dag að líklegt sé að ástandið á landamærunum muni vara næstu mánuði. „Við verðum að vera undirbúin fyrir það að þetta ástand á landamærunum að Hvíta-Rússlandi muni ekki taka enda í náinni framtíð,“ sagði hann. Nokkur þúsund manns hafast við í skóginum við landamærin og hefur ástandið bara versnað eftir að fór að kólna. Fólkið er sagt úrvinda vegna ástandsins, enda frost farið að mælast á svæðinu. Fólkinu er meinað að fara yfir landamærin til Póllands og fær ekki að snúa aftur inn í Hvíta-Rússland. Minnst átta hafa látist við pólsku landamærin síðan fólk fór að hópast þar saman í ágúst. Þá hafa nágrannalöndin Litháen og Lettland einnig verið skotspónn Hvíta-Rússlands og hefur tilraunum til ólöglegs flutnings til landsins frá Hvíta-Rússlandi fjölgað gríðarlega undanfarið.
Hvíta-Rússland Pólland Evrópusambandið Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira