Ákall til persónuverndar- og lögregluyfirvalda Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 11:31 Eins og flest vita birti Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögfræðingur brot úr lögregluskýrslunum mínum á Facebook síðu sinni fyrir um það bil tveim mánuðum síðan. Ég hef kært hann til persónuverndar og lögreglu fyrir athæfið. Sigurður Örn Hilmarsson formaður lögmannafélagsins sagði um málið í viðtali: „Mér var sjálfum mjög brugðið þegar ég las þetta í morgun og fæ ekki skilið hvernig lögmanni getur dottið í hug að birta lögregluskýrslur eða viðkvæm gögn úr sakamálarannsókn á samfélagsmiðlum“. Einnig sagði hann „Í öllu falli fæ ég ekki séð að svona lagað eigi erindi á samfélagsmiðlum...“. Þess má geta að þetta var til umfjöllunar í tvígang í fréttum Stöðvar 2 þar sem ég fékk þær upplýsingar persónulega frá fréttastofunni að gögnin úr lögregluskýrslunni minni yrðu blörruð. Ofangreind dæmi benda til þess að hegðun Sigurðar G hafi verið fordæmd af hinum ýmsu aðilum og í grein sem birtist á Vísi kemur meðal annars fram „Margir gagnrýna birtingu gagnanna í viðkvæmu máli á borð við þetta...“. Þann 2. nóvember síðastliðinn birtist aðsendur pistill á Vísi með innihaldi úr lögregluskýrslu þolanda í opnu dómsmáli. Höfundur pistilsins er Jón Baldvin Hannibalsson og greinin hans var birt viku áður en dómur var kveðinn upp og hann sýknaður. Þessi pistill minn er skrifaður í þeim tilgangi að gagnrýna fjölmiðla sem fordæmdu hegðun Sigurðar G en taka síðan þátt í aðför að þolanda í öðru ofbeldismáli með því að birta gögn úr hennar lögregluskýrslu á fréttasíðu sinni. Samkvæmt ritstjórnarstefnu fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar kemur fram að í umfjöllun um viðkvæm málefni skuli „Fréttastofan forðast að birta ... persónugreinanlegar upplýsingar“. Í pistli Jón Baldvins, þar sem hann birtir brot úr lögregluskýrslu Carmenar Jóhannsdóttur, eru persónugreinanlegar upplýsingar um vitni hennar í málinu sem Jón Baldvin nafngreinir svo síðar í pistlinum. Ég geri mér grein fyrir að þessi pistill var ekki skrifaður af blaðamanni en ritstjórnarstefnan hlýtur að eiga við um alla fréttamennsku Vísis og því ættu aðsendar greinar að falla þar undir. Það eru til fyrri dæmi um að gögnum úr sakamálum sé lekið til fjölmiðla og birtist grein eftir hæstaréttarlögfræðing þess efnis í lögmannablaðinu fyrir 16 árum síðan, eða árið 2005. Í greininni er það meðal annars gagnrýnt þegar lögregluskýrslum er lekið í fjölmiðla; „Öllu alvarlegra hlýtur þó að vera þegar upplýsingar úr lögregluskýrslum á rannsóknarstigi máls hafa ratað í fjölmiðla...“. Í byrjun þessa árs birtist frétt um að gögnum úr viðkvæmri rannsókn á starfsemi lögreglufulltrúa hafi verið lekið, þar á meðal persónugreinanlegum upplýsingum um aðra lögreglumenn og yfirmenn innan lögreglunnar úr lögregluskýrslum þeirra. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, staðfesti í fréttinni að málið væri strax komið til skoðunar hjá embættinu og litið alvarlegum augum. Í tengslum við sama mál greindi Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, frá því að það væri mjög slæmt þegar persónugreinanlegum upplýsingum úr rannsókn sakamáls sé dreift. Vert er að taka fram að þegar þessi leki átti sér stað var búið að taka málið fyrir og hafði lekinn því ekki áhrif á rannsókn málsins. Leki á lögregluskýrslum getur verið mjög skaðlegur fyrir þá sem fyrir því verða og getur haft áhrif á málið sjálft ef það er á rannsóknarstigi. Að leka persónurekjanlegum upplýsingum um brotaþola ofbeldis út frá lögregluskýrslu getur einnig stofnað viðkomandi í lífshættu. Afhverju er það litið alvarlegri augum þegar persónurekjanlegum upplýsingum úr skýrslu lögreglumanna er lekið? Ætlum við sem samfélag bara að leyfa því að gerast að lögregluskýrslum brotaþola í ofbeldismálum sé lekið á internetið og í fjölmiðla án nokkurskonar afleiðinga? Hversu mörgum lögregluskýrslum þolanda ofbeldis þarf að vera lekið áður en gripið verður til einhverskonar aðgerða? Í tilfelli Jóns Baldvins var ekki komin úrlausn í dómsmálinu þegar hann tekur ákvörðun um að leka broti úr lögregluskýrslu Carmenar í fjölmiðla. Þann 14. nóvember síðastliðinn gerði Sigurður G grein fyrir því í viðtali á Bylgjunni að hann hafi ekki enn fengið kærurnar birtar, tveimur mánuðum eftir að þær voru lagðar fram. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Persónuverndar kemur fram að áætlaður afgreiðslutími kvartana sé 9 – 15 mánuðir. Við þekkjum það vel að mál hjá lögregluyfirvöldum taka oft langan tíma en hvernig væri að taka þessi mál hraðar fyrir til að fordæma þessa hegðun? Ég velti því fyrir mér hvers vegna þolendur ofbeldis njóta ekki verndar hjá lögreglu- og persónuverndaryfirvöldum og af hverju raunin sé sú að auðvelt sé að leka lögregluskýrslum þeirra. Höfundur er meistaranemi í félagsráðgjöf og baráttukona fyrir þolendum ofbeldis og þöggunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Eins og flest vita birti Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögfræðingur brot úr lögregluskýrslunum mínum á Facebook síðu sinni fyrir um það bil tveim mánuðum síðan. Ég hef kært hann til persónuverndar og lögreglu fyrir athæfið. Sigurður Örn Hilmarsson formaður lögmannafélagsins sagði um málið í viðtali: „Mér var sjálfum mjög brugðið þegar ég las þetta í morgun og fæ ekki skilið hvernig lögmanni getur dottið í hug að birta lögregluskýrslur eða viðkvæm gögn úr sakamálarannsókn á samfélagsmiðlum“. Einnig sagði hann „Í öllu falli fæ ég ekki séð að svona lagað eigi erindi á samfélagsmiðlum...“. Þess má geta að þetta var til umfjöllunar í tvígang í fréttum Stöðvar 2 þar sem ég fékk þær upplýsingar persónulega frá fréttastofunni að gögnin úr lögregluskýrslunni minni yrðu blörruð. Ofangreind dæmi benda til þess að hegðun Sigurðar G hafi verið fordæmd af hinum ýmsu aðilum og í grein sem birtist á Vísi kemur meðal annars fram „Margir gagnrýna birtingu gagnanna í viðkvæmu máli á borð við þetta...“. Þann 2. nóvember síðastliðinn birtist aðsendur pistill á Vísi með innihaldi úr lögregluskýrslu þolanda í opnu dómsmáli. Höfundur pistilsins er Jón Baldvin Hannibalsson og greinin hans var birt viku áður en dómur var kveðinn upp og hann sýknaður. Þessi pistill minn er skrifaður í þeim tilgangi að gagnrýna fjölmiðla sem fordæmdu hegðun Sigurðar G en taka síðan þátt í aðför að þolanda í öðru ofbeldismáli með því að birta gögn úr hennar lögregluskýrslu á fréttasíðu sinni. Samkvæmt ritstjórnarstefnu fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar kemur fram að í umfjöllun um viðkvæm málefni skuli „Fréttastofan forðast að birta ... persónugreinanlegar upplýsingar“. Í pistli Jón Baldvins, þar sem hann birtir brot úr lögregluskýrslu Carmenar Jóhannsdóttur, eru persónugreinanlegar upplýsingar um vitni hennar í málinu sem Jón Baldvin nafngreinir svo síðar í pistlinum. Ég geri mér grein fyrir að þessi pistill var ekki skrifaður af blaðamanni en ritstjórnarstefnan hlýtur að eiga við um alla fréttamennsku Vísis og því ættu aðsendar greinar að falla þar undir. Það eru til fyrri dæmi um að gögnum úr sakamálum sé lekið til fjölmiðla og birtist grein eftir hæstaréttarlögfræðing þess efnis í lögmannablaðinu fyrir 16 árum síðan, eða árið 2005. Í greininni er það meðal annars gagnrýnt þegar lögregluskýrslum er lekið í fjölmiðla; „Öllu alvarlegra hlýtur þó að vera þegar upplýsingar úr lögregluskýrslum á rannsóknarstigi máls hafa ratað í fjölmiðla...“. Í byrjun þessa árs birtist frétt um að gögnum úr viðkvæmri rannsókn á starfsemi lögreglufulltrúa hafi verið lekið, þar á meðal persónugreinanlegum upplýsingum um aðra lögreglumenn og yfirmenn innan lögreglunnar úr lögregluskýrslum þeirra. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, staðfesti í fréttinni að málið væri strax komið til skoðunar hjá embættinu og litið alvarlegum augum. Í tengslum við sama mál greindi Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, frá því að það væri mjög slæmt þegar persónugreinanlegum upplýsingum úr rannsókn sakamáls sé dreift. Vert er að taka fram að þegar þessi leki átti sér stað var búið að taka málið fyrir og hafði lekinn því ekki áhrif á rannsókn málsins. Leki á lögregluskýrslum getur verið mjög skaðlegur fyrir þá sem fyrir því verða og getur haft áhrif á málið sjálft ef það er á rannsóknarstigi. Að leka persónurekjanlegum upplýsingum um brotaþola ofbeldis út frá lögregluskýrslu getur einnig stofnað viðkomandi í lífshættu. Afhverju er það litið alvarlegri augum þegar persónurekjanlegum upplýsingum úr skýrslu lögreglumanna er lekið? Ætlum við sem samfélag bara að leyfa því að gerast að lögregluskýrslum brotaþola í ofbeldismálum sé lekið á internetið og í fjölmiðla án nokkurskonar afleiðinga? Hversu mörgum lögregluskýrslum þolanda ofbeldis þarf að vera lekið áður en gripið verður til einhverskonar aðgerða? Í tilfelli Jóns Baldvins var ekki komin úrlausn í dómsmálinu þegar hann tekur ákvörðun um að leka broti úr lögregluskýrslu Carmenar í fjölmiðla. Þann 14. nóvember síðastliðinn gerði Sigurður G grein fyrir því í viðtali á Bylgjunni að hann hafi ekki enn fengið kærurnar birtar, tveimur mánuðum eftir að þær voru lagðar fram. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Persónuverndar kemur fram að áætlaður afgreiðslutími kvartana sé 9 – 15 mánuðir. Við þekkjum það vel að mál hjá lögregluyfirvöldum taka oft langan tíma en hvernig væri að taka þessi mál hraðar fyrir til að fordæma þessa hegðun? Ég velti því fyrir mér hvers vegna þolendur ofbeldis njóta ekki verndar hjá lögreglu- og persónuverndaryfirvöldum og af hverju raunin sé sú að auðvelt sé að leka lögregluskýrslum þeirra. Höfundur er meistaranemi í félagsráðgjöf og baráttukona fyrir þolendum ofbeldis og þöggunar.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar