Dæmdur fyrir að vista og dreifa mynd af brjósti fyrrverandi sambýliskonu Atli Ísleifsson skrifar 18. nóvember 2021 13:12 Maðurinn var dæmdur í sextíu daga fangelsi, en fullnustu refsingarinnar skal fresta haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Getty Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt mann fyrir kynferðisbrot og ærumeiðingar gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni fyrir að hafa vistað mynd af brjósti konunnar og dreift sömu mynd á Snapchat og á netinu. Í ákæru segir að háttsemi mannsins hafi sært blygðunarsemi konunnar, móðgað hana og smánað. Maðurinn var dæmdur í sextíu daga fangelsi, en fullnustu refsingarinnar skal fresta haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða konunni 300 þúsund krónur, en konan fór fram á greiðslu 1,5 milljóna króna í miskabætur. Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi á sambandstímanum, sem stóð frá nóvember 2017 til september 2018, vistað mynd í símann sinn sem konan hafði sent honum á samskiptamiðlinum Snapchat og sýndi annað brjóst konunnar. Þá hafi maðurinn, í desember 2018, eða eftir að sambandi þeirra lauk, sett umrædda mynd inn á ónefnda vefsíðu með skilaboðunum: „Eitthver með fleiri ?, Hún sendir ef þú biður um.“ Maðurinn hafi svo í júlí 2019 einnig sent myndina á þriðja aðila í gegnum Snapchat. Braut gróflega gegn trúnaði konunnar Í dómi segir að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að með brotum sínum hafi maðurinn brotið gróflega gegn trúnaði konunnar. „Á hinn bóginn horfir það ákærða til málsbóta að hann er með hreint sakavottorð og hefur greiðlega gengist við brotunum og fallist á bótaskyldu. Einnig ber að taka fram að mál þetta hefur dregist úr hófi, en atvik áttu sér stað í nóvember 2017 og júlí 2019 en ákæra var gefin út í apríl 2021,“ segir í dómnum. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða tvo þriðju af samtals rúmlega 1,1 milljón króna upphæð vegna þóknunar og ferðakostnaðar skipaðs verjenda og þóknunar til réttargæslumanns konunnar. Sakarkostnaður greiðist að öðru leyti úr ríkissjóði. Dómsmál Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Starfsmaður sendi myndir á Snapchat af íbúa sambýlis handleika kynfæri sín Héraðssaksóknari hefur ákært mann sem starfaði á sambýli í Reykjavík fyrir að hafa tekið myndskeið af íbúa þar sem hann lá nakinn í rúmi og handlék kynfæri sín og sent myndskeiðið á samskiptaforritinu Snapchat. 16. nóvember 2021 07:31 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
Í ákæru segir að háttsemi mannsins hafi sært blygðunarsemi konunnar, móðgað hana og smánað. Maðurinn var dæmdur í sextíu daga fangelsi, en fullnustu refsingarinnar skal fresta haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða konunni 300 þúsund krónur, en konan fór fram á greiðslu 1,5 milljóna króna í miskabætur. Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi á sambandstímanum, sem stóð frá nóvember 2017 til september 2018, vistað mynd í símann sinn sem konan hafði sent honum á samskiptamiðlinum Snapchat og sýndi annað brjóst konunnar. Þá hafi maðurinn, í desember 2018, eða eftir að sambandi þeirra lauk, sett umrædda mynd inn á ónefnda vefsíðu með skilaboðunum: „Eitthver með fleiri ?, Hún sendir ef þú biður um.“ Maðurinn hafi svo í júlí 2019 einnig sent myndina á þriðja aðila í gegnum Snapchat. Braut gróflega gegn trúnaði konunnar Í dómi segir að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að með brotum sínum hafi maðurinn brotið gróflega gegn trúnaði konunnar. „Á hinn bóginn horfir það ákærða til málsbóta að hann er með hreint sakavottorð og hefur greiðlega gengist við brotunum og fallist á bótaskyldu. Einnig ber að taka fram að mál þetta hefur dregist úr hófi, en atvik áttu sér stað í nóvember 2017 og júlí 2019 en ákæra var gefin út í apríl 2021,“ segir í dómnum. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða tvo þriðju af samtals rúmlega 1,1 milljón króna upphæð vegna þóknunar og ferðakostnaðar skipaðs verjenda og þóknunar til réttargæslumanns konunnar. Sakarkostnaður greiðist að öðru leyti úr ríkissjóði.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Starfsmaður sendi myndir á Snapchat af íbúa sambýlis handleika kynfæri sín Héraðssaksóknari hefur ákært mann sem starfaði á sambýli í Reykjavík fyrir að hafa tekið myndskeið af íbúa þar sem hann lá nakinn í rúmi og handlék kynfæri sín og sent myndskeiðið á samskiptaforritinu Snapchat. 16. nóvember 2021 07:31 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
Starfsmaður sendi myndir á Snapchat af íbúa sambýlis handleika kynfæri sín Héraðssaksóknari hefur ákært mann sem starfaði á sambýli í Reykjavík fyrir að hafa tekið myndskeið af íbúa þar sem hann lá nakinn í rúmi og handlék kynfæri sín og sent myndskeiðið á samskiptaforritinu Snapchat. 16. nóvember 2021 07:31