Horfir jákvæðum augum á heimavallarvandann og fagnar komu Martins og Jóns Axels Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2021 16:01 Það er gulls ígildi fyrir íslenska landsliðið að hafa endurheimt Martin Hermannsson. vísir/bára Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, fagnar að sjálfsögðu endurkomu Martins Hermannssonar í landsliðið fyrir komandi leiki gegn Hollandi og Rússlandi í undankeppni HM. KKÍ tilkynnti í dag hvaða 12 leikmenn Pedersen hefði valið í leikina tvo sem báðir fara fram á útivelli, 26. og 29. nóvember. Martin fékk leyfi frá spænska félaginu Valencia til að spila leikina eftir að hafa ekki getað spilað landsleik í tvö ár. Þjálfarinn segir að Martin hafi hins vegar átt mikilvægar æfingar með landsliðinu í sumar. „Hann er sá leikmaður okkar sem spilar á hæsta stigi og hefur síðustu ár verið að spila í Euroleague svo hann er kominn með mikla reynslu af því að spila í bestu deild Evrópu. Það mun gagnast liðinu mikið að hafa slíkan mann. Þó að Martin hafi ekki spilað með okkur undanfarið þá var hann á æfingum með okkur í sumar. Hann veit því hvað er í gangi hjá öðrum leikmönnum og passar vel saman við þá. Þessar æfingar voru mikilvægar sem undirbúningur fyrir hann og ég hlakka til að endurheimta hann í hópinn,“ segir Pedersen. Mjög gott að fá Jón Axel aftur Ísland leikur í undankeppninni eftir að hafa endað fyrir ofan Danmörku í þriggja liða riðli í forkeppninni í ágúst. Heimamenn í Svartfjallalandi unnu riðilinn, sem var allur spilaður í Podgorica, en Ísland vann báða leiki sína gegn Dönum. „Það var gott fyrir okkur að fá þessa fjóra leiki í sumar, með Kristófer Acox aftur í liðinu svo að þeir Tryggvi [Hlinason] gætu spilað saman. Það eru leikmenn í hópnum núna sem eru að spila vel að mínu mati, til að mynda Kári Jónsson hjá Val, og það er auðvitað mjög gott að fá Jón Axel [Guðmundsson] aftur eftir að hann var ekki með í sumar. Hann er sterkur bakvörður og við þurfum hans styrk til að berjast við andstæðingana,“ segir Pedersen. Þjálfarinn gat ekki valið sinn sterkasta hóp en Hörður Axel Vilhjálmsson, Sigtryggur Arnar Björnsson og Haukur Helgi Pálsson gáfu ekki kost á sér vegna meiðsla. Craig Pedersen fer yfir málin í leikhléi. Hann hefur þjálfað íslenska landsliðið frá árinu 2014.FIBA Leikir Íslands við Holland virðast fyrir fram úrslitaleikir um það að komast áfram í keppninni. Rússland og Ítalía eru einnig í riðlinum en þrjú efstu liðin komast áfram. Ísland er lægst skrifaða liðið í riðlinum og Pedersen varar við of mikilli bjartsýni á gott gengi gegn Hollendingum: „Þó að Holland sé ekki körfuboltaland með eins stór nöfn og Spánn, Ítalía, Grikkland og fleiri, þá hafa Hollendingar staðið sig frábærlega undanfarin ár. Þeir hafa sem dæmi unnið Serbíu og Tyrkland, og til þess þarftu að vera með mjög gott lið. Þeir eru sterkir, vel skipulagðir, hafa háa leikmenn, og sterka bakverði og framherja. Vonandi getum við nýtt okkar leikstíl vel, og búið til góð skot eins og við gerðum í sumar.“ Kostur að enda á tveimur heimaleikjum Til stóð að leikur Íslands við Rússland færi fram á Íslandi en KKÍ neyddist til að biðja um að skipta á leikjum við Rússa þar sem að engin lögleg körfuboltahöll er í lagi á Íslandi í dag. Vonast er til þess að Laugardalshöll verði tilbúin á fyrri hluta næsta árs, og Ísland ætti því að geta spilað heimaleiki sína við Rússland og Holland í höllinni. „Þegar ég frétti fyrst af þessu hugsaði ég bara með mér að þetta einfaldaði eiginlega bara ferðalögin. Við fáum þá að klára keppnina á tveimur heimaleikjum og það gæti verið kostur fyrir okkur, þó að það hefði kannski verið betra að mæta Rússum heima núna þegar þeir hafa úr færri leikmönnum að velja en næsta sumar. Við horfum bara jákvæðum augum á þetta en vonandi verður þá búið að leysa málin í febrúar svo að við getum spilað á heimavelli gegn Ítalíu,“ segir Pedersen en sem stendur er útlit fyrir að báðir leikir Íslands við Ítalíu, í febrúar, fari fram á Ítalíu. HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir Ekki náð hálftíma í vetur en valinn í landsliðið: „Getur gefið okkur gæðamínútur“ Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, segist sannfærður um að liðið þurfi á Ragnari Nathanaelssyni að halda vegna komandi landsleikja. Ragnar hefur aðeins spilað 22 mínútur samtals með Stjörnunni í Subway-deildinni í vetur. 18. nóvember 2021 12:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
KKÍ tilkynnti í dag hvaða 12 leikmenn Pedersen hefði valið í leikina tvo sem báðir fara fram á útivelli, 26. og 29. nóvember. Martin fékk leyfi frá spænska félaginu Valencia til að spila leikina eftir að hafa ekki getað spilað landsleik í tvö ár. Þjálfarinn segir að Martin hafi hins vegar átt mikilvægar æfingar með landsliðinu í sumar. „Hann er sá leikmaður okkar sem spilar á hæsta stigi og hefur síðustu ár verið að spila í Euroleague svo hann er kominn með mikla reynslu af því að spila í bestu deild Evrópu. Það mun gagnast liðinu mikið að hafa slíkan mann. Þó að Martin hafi ekki spilað með okkur undanfarið þá var hann á æfingum með okkur í sumar. Hann veit því hvað er í gangi hjá öðrum leikmönnum og passar vel saman við þá. Þessar æfingar voru mikilvægar sem undirbúningur fyrir hann og ég hlakka til að endurheimta hann í hópinn,“ segir Pedersen. Mjög gott að fá Jón Axel aftur Ísland leikur í undankeppninni eftir að hafa endað fyrir ofan Danmörku í þriggja liða riðli í forkeppninni í ágúst. Heimamenn í Svartfjallalandi unnu riðilinn, sem var allur spilaður í Podgorica, en Ísland vann báða leiki sína gegn Dönum. „Það var gott fyrir okkur að fá þessa fjóra leiki í sumar, með Kristófer Acox aftur í liðinu svo að þeir Tryggvi [Hlinason] gætu spilað saman. Það eru leikmenn í hópnum núna sem eru að spila vel að mínu mati, til að mynda Kári Jónsson hjá Val, og það er auðvitað mjög gott að fá Jón Axel [Guðmundsson] aftur eftir að hann var ekki með í sumar. Hann er sterkur bakvörður og við þurfum hans styrk til að berjast við andstæðingana,“ segir Pedersen. Þjálfarinn gat ekki valið sinn sterkasta hóp en Hörður Axel Vilhjálmsson, Sigtryggur Arnar Björnsson og Haukur Helgi Pálsson gáfu ekki kost á sér vegna meiðsla. Craig Pedersen fer yfir málin í leikhléi. Hann hefur þjálfað íslenska landsliðið frá árinu 2014.FIBA Leikir Íslands við Holland virðast fyrir fram úrslitaleikir um það að komast áfram í keppninni. Rússland og Ítalía eru einnig í riðlinum en þrjú efstu liðin komast áfram. Ísland er lægst skrifaða liðið í riðlinum og Pedersen varar við of mikilli bjartsýni á gott gengi gegn Hollendingum: „Þó að Holland sé ekki körfuboltaland með eins stór nöfn og Spánn, Ítalía, Grikkland og fleiri, þá hafa Hollendingar staðið sig frábærlega undanfarin ár. Þeir hafa sem dæmi unnið Serbíu og Tyrkland, og til þess þarftu að vera með mjög gott lið. Þeir eru sterkir, vel skipulagðir, hafa háa leikmenn, og sterka bakverði og framherja. Vonandi getum við nýtt okkar leikstíl vel, og búið til góð skot eins og við gerðum í sumar.“ Kostur að enda á tveimur heimaleikjum Til stóð að leikur Íslands við Rússland færi fram á Íslandi en KKÍ neyddist til að biðja um að skipta á leikjum við Rússa þar sem að engin lögleg körfuboltahöll er í lagi á Íslandi í dag. Vonast er til þess að Laugardalshöll verði tilbúin á fyrri hluta næsta árs, og Ísland ætti því að geta spilað heimaleiki sína við Rússland og Holland í höllinni. „Þegar ég frétti fyrst af þessu hugsaði ég bara með mér að þetta einfaldaði eiginlega bara ferðalögin. Við fáum þá að klára keppnina á tveimur heimaleikjum og það gæti verið kostur fyrir okkur, þó að það hefði kannski verið betra að mæta Rússum heima núna þegar þeir hafa úr færri leikmönnum að velja en næsta sumar. Við horfum bara jákvæðum augum á þetta en vonandi verður þá búið að leysa málin í febrúar svo að við getum spilað á heimavelli gegn Ítalíu,“ segir Pedersen en sem stendur er útlit fyrir að báðir leikir Íslands við Ítalíu, í febrúar, fari fram á Ítalíu.
HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir Ekki náð hálftíma í vetur en valinn í landsliðið: „Getur gefið okkur gæðamínútur“ Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, segist sannfærður um að liðið þurfi á Ragnari Nathanaelssyni að halda vegna komandi landsleikja. Ragnar hefur aðeins spilað 22 mínútur samtals með Stjörnunni í Subway-deildinni í vetur. 18. nóvember 2021 12:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Ekki náð hálftíma í vetur en valinn í landsliðið: „Getur gefið okkur gæðamínútur“ Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, segist sannfærður um að liðið þurfi á Ragnari Nathanaelssyni að halda vegna komandi landsleikja. Ragnar hefur aðeins spilað 22 mínútur samtals með Stjörnunni í Subway-deildinni í vetur. 18. nóvember 2021 12:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti