Óttast að bráðamóttakan verði óstarfhæf Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 18:31 Vísir Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Ástandið þar hefur aldrei verið eins slæmt að mati deildarstjóra, ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. Síðustu ár hafa einu sinni eða oftar í hverjum mánuði birst fréttir of miklum þunga á bráðamóttöku Landspítalans Fyrirsagnirnar vísa iðulega til þungrar stöðu eða of mikils álags. Í gær birtist ákall frá spítalanum þar sem vakin var enn á ný athygli á miklu álagi á bráðamóttökunni. Þá ræddi fréttastofa við hjúkrunarfræðing þar sem hafði nýlokið við að segja upp stöðu sinni á vegna ástandsins. Fleiri hafa sagt upp vegna þess en síðustu tvo sólarhringa hafa fjórir aðrir hjúkrunarfræðingar sagt upp á deildinni. Helga Rósa Másdóttir deildarstjóri er farin að efast um að deildin eigi sér framtíð. „Það er ekki hægt að sjá hvernig þetta eigi að ganga svona áfram og miðað við þær uppsagnir sem ég er að fá núna og heyri að séu í bígerð. Ég er ekkert viss um að við getum rekið hér bráðamóttöku 1. mars þegar uppsagnarfrestur þessara aðila er liðinn,“ segir Helga Rósa. Marta Jóns Hjördísardóttir formaður fagráðs spítalans segir að þetta ástand sé komið til löngu áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. „Auðvitað eru að koma inn uppsagnir af því við getum þetta ekki lengur. Fólk getur ekki unnið við svona þungar aðstæður í svona langan tíma. Hjúkrunarfræðingar eru með þannig menntun að þeir geta víða gengi í önnur störf,“ segir Marta. Um 180 manns leita á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á degi hverjum að meðaltali. Þær Helga Rósa og Marta segja að yfirleitt sé deildin full af sjúklingum fyrir og því afar erfitt að koma fólki fyrir, hvað þá að sinna því svo vel sé. „Það segir sig sjálft að ef þú ert með of marga bolta á lofti þá ertu líklegri til að missa af einhverjum bolta. Við erum stöðugt að benda á þetta og það er þess vegna sem að fólk treystir sér ekki lengur til að vinna við þessar aðstæður. Hjúkrunarfræðingar geta ekki lengur mætt á vaktir í þessu álagi og ástandi sem deildin er í,“ segir Helga Rósa. Marta segir um að ræða víðtækan vanda. „Vandamálið á bráðamóttökunni endurspeglar vandann annars staðar. Fólk er lengi þar því það kemst ekki á aðrar deildir. Á deildunum er nefnilega fólk fyrir sem kemst heldur ekki áfram í önnur úrræði, hvort sem það er heim eða á aðrar stofnanir. Það er því ekki hægt að leysa þetta með einhverju einföldu úrræði eða með því að ráða fleira fólk. Það þurfa margir að leggjast á eitt til að leysa úr þessu máli,“ segir Marta. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lækna-Tómas kallar eftir neyðarstjórn yfir Landspítalanum Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á skurðdeild Landspítalans, kallar eftir því að neyðarstjórn verði skipuð yfir Landspítalann. Hann segir stöðuna grafalvarlega á spítalanum. 18. nóvember 2021 20:05 Er ekki lengur þörf fyrir bráðamóttöku? Árlega stendur Fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala fyrir Viku bráðahjúkrunar í þeim tilgangi að kynna sérgreinina bráðahjúkrun, hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku, sérhæfð verkefni þeirra, nýjustu þekkingu og verkferla auk þess að efla starfsandann meðal samstarfsfólks. 18. nóvember 2021 09:31 Nokkrir hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags. Landspítalinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann vakti athygli á miklu álagi á spítalanum sem sérstaklega birtist almenningi á bráðamóttökunni í Fossvogi. 17. nóvember 2021 18:58 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Síðustu ár hafa einu sinni eða oftar í hverjum mánuði birst fréttir of miklum þunga á bráðamóttöku Landspítalans Fyrirsagnirnar vísa iðulega til þungrar stöðu eða of mikils álags. Í gær birtist ákall frá spítalanum þar sem vakin var enn á ný athygli á miklu álagi á bráðamóttökunni. Þá ræddi fréttastofa við hjúkrunarfræðing þar sem hafði nýlokið við að segja upp stöðu sinni á vegna ástandsins. Fleiri hafa sagt upp vegna þess en síðustu tvo sólarhringa hafa fjórir aðrir hjúkrunarfræðingar sagt upp á deildinni. Helga Rósa Másdóttir deildarstjóri er farin að efast um að deildin eigi sér framtíð. „Það er ekki hægt að sjá hvernig þetta eigi að ganga svona áfram og miðað við þær uppsagnir sem ég er að fá núna og heyri að séu í bígerð. Ég er ekkert viss um að við getum rekið hér bráðamóttöku 1. mars þegar uppsagnarfrestur þessara aðila er liðinn,“ segir Helga Rósa. Marta Jóns Hjördísardóttir formaður fagráðs spítalans segir að þetta ástand sé komið til löngu áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. „Auðvitað eru að koma inn uppsagnir af því við getum þetta ekki lengur. Fólk getur ekki unnið við svona þungar aðstæður í svona langan tíma. Hjúkrunarfræðingar eru með þannig menntun að þeir geta víða gengi í önnur störf,“ segir Marta. Um 180 manns leita á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á degi hverjum að meðaltali. Þær Helga Rósa og Marta segja að yfirleitt sé deildin full af sjúklingum fyrir og því afar erfitt að koma fólki fyrir, hvað þá að sinna því svo vel sé. „Það segir sig sjálft að ef þú ert með of marga bolta á lofti þá ertu líklegri til að missa af einhverjum bolta. Við erum stöðugt að benda á þetta og það er þess vegna sem að fólk treystir sér ekki lengur til að vinna við þessar aðstæður. Hjúkrunarfræðingar geta ekki lengur mætt á vaktir í þessu álagi og ástandi sem deildin er í,“ segir Helga Rósa. Marta segir um að ræða víðtækan vanda. „Vandamálið á bráðamóttökunni endurspeglar vandann annars staðar. Fólk er lengi þar því það kemst ekki á aðrar deildir. Á deildunum er nefnilega fólk fyrir sem kemst heldur ekki áfram í önnur úrræði, hvort sem það er heim eða á aðrar stofnanir. Það er því ekki hægt að leysa þetta með einhverju einföldu úrræði eða með því að ráða fleira fólk. Það þurfa margir að leggjast á eitt til að leysa úr þessu máli,“ segir Marta.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lækna-Tómas kallar eftir neyðarstjórn yfir Landspítalanum Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á skurðdeild Landspítalans, kallar eftir því að neyðarstjórn verði skipuð yfir Landspítalann. Hann segir stöðuna grafalvarlega á spítalanum. 18. nóvember 2021 20:05 Er ekki lengur þörf fyrir bráðamóttöku? Árlega stendur Fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala fyrir Viku bráðahjúkrunar í þeim tilgangi að kynna sérgreinina bráðahjúkrun, hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku, sérhæfð verkefni þeirra, nýjustu þekkingu og verkferla auk þess að efla starfsandann meðal samstarfsfólks. 18. nóvember 2021 09:31 Nokkrir hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags. Landspítalinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann vakti athygli á miklu álagi á spítalanum sem sérstaklega birtist almenningi á bráðamóttökunni í Fossvogi. 17. nóvember 2021 18:58 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Lækna-Tómas kallar eftir neyðarstjórn yfir Landspítalanum Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á skurðdeild Landspítalans, kallar eftir því að neyðarstjórn verði skipuð yfir Landspítalann. Hann segir stöðuna grafalvarlega á spítalanum. 18. nóvember 2021 20:05
Er ekki lengur þörf fyrir bráðamóttöku? Árlega stendur Fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala fyrir Viku bráðahjúkrunar í þeim tilgangi að kynna sérgreinina bráðahjúkrun, hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku, sérhæfð verkefni þeirra, nýjustu þekkingu og verkferla auk þess að efla starfsandann meðal samstarfsfólks. 18. nóvember 2021 09:31
Nokkrir hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags. Landspítalinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann vakti athygli á miklu álagi á spítalanum sem sérstaklega birtist almenningi á bráðamóttökunni í Fossvogi. 17. nóvember 2021 18:58
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent