Lækna-Tómas kallar eftir neyðarstjórn yfir Landspítalanum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 20:05 Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítala, kallar eftir að neyðarstjórn verði skipuð yfir spítalann. Vísir Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á skurðdeild Landspítalans, kallar eftir því að neyðarstjórn verði skipuð yfir Landspítalann. Hann segir stöðuna grafalvarlega á spítalanum. Tómas gagnrýndi á þriðjudag Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, fyrir hvatningu þeirra til þess að sóttvarnaaðgerðum yrði aflétt. Skrifaði hann til dæmis í pistli sem birtist á Vísi að Landspítali sé enn og aftur kominn á hættustig, gjörgæsludeildir spítalans séu fullar og staðan á smitsjúkdóma- og lungnadeild þung. Afleiðingarnar á hárri smittíðni hér á landi endurspeglist í þeirri staðreynd að önnur ríki vari nú þegna sína við ferðalögum til Íslands. „Er þetta fyrirsjáanleikinn sem ferðaþjónusta og samtök atvinnurekenda voru að auglýsa eftir, og það frá sjálfum ráðherra málaflokksins? Orðum fylgir ábyrgð. Það verður að teljast skrítið að ráðherrar skuli stíga fram undir formerkjum einstaklingsfrelsis og afnema takmarkanir sem eru nauðsynlegar og settar á með mannúð og hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi,“ skrifaði Tómas. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, hefur síðan gagnrýnt Tómas fyrir orð hans og sakað hann um karlrembulegan læknahroka. Björn Ingi og Tómas komu saman í Kastljósi á RÚV í kvöld til að ræða málið. Voru þeir sammála um að staðan á Landspítalanum sé svo slæm vegna þess að Landspítalann haldi ekki í við önnur verkefni á sama tíma og deildir eru undirlagðar af Covid-sjúklingum. Fjármagn vanti á Landspítalann til að hægt sé að greiða starfsmönnum þess laun sem þeir fallist á miðað við álag. „Við þurfum að gera hlutina í réttri röð. Við erum bara í þeirri aðstöðu núna að við getum varla leyst þetta. Það þarf þverpólitíska sátt og að allir flokkar setjist niður og það sé sett heildarstefna á málaflokkinn til lengri tíma. Ekki bara eitt kjörtímabil heilbrigðisráðherra, að menn tali saman. Jafnvel neyðarstjórn yfir spítalann, þó ég viti að sumum á spítalanum hugnist það ekki,“ sagði Tómas. „Við verðum í þessari umræðu að höfða til mannúðar, ég skil alveg þetta með frelsið og að allir séu orðnir pirraðir því það sé ekki hægt að halda tónleika. En það verður að sýna skilning og mannúð. Hvar eru Alþingismenn og ráðherrar? Af hverja koma þeir ekki upp á spítala að heimsækja okkur og sjá í auga stormsins?“ Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Tómas spyr: Er þetta fyrirsjáanleikinn sem menn voru að kalla eftir? „Það verður að teljast skrýtið að ráðherrar skuli stíga fram undir formerkjum einstaklingsfrelsis og afnema takmarkanir sem eru nauðsynlegar og settar á með mannúð og hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.“ 17. nóvember 2021 07:31 Lækna-Tómas hundskammar Áslaugu Örnu og Þórdísi Kolbrúnu „Nær daglega heyrast neyðaróp frá bráðamóttöku spítalans, þar sem ástandið er fyrir löngu orðið algjörlega óboðlegt, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Á gjörgæsludeildum spítalans er ástandið ekki síður alvarlegt, og nálgast neyðarástand.“ 11. nóvember 2021 13:35 Flaggskip með net í skrúfunni Það er sárt að sjá hvernig sumar lykildeildir Landspítala eru hægt og sígandi að sökkva í sæ. Það eru engar ýkjur að flaggskip íslenska heilbrigðiskerfisins er komið með net í skrúfuna – og virðist reka að klettóttri strönd. 10. nóvember 2021 22:30 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Sviptir Harris vernd Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Sjá meira
Tómas gagnrýndi á þriðjudag Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, fyrir hvatningu þeirra til þess að sóttvarnaaðgerðum yrði aflétt. Skrifaði hann til dæmis í pistli sem birtist á Vísi að Landspítali sé enn og aftur kominn á hættustig, gjörgæsludeildir spítalans séu fullar og staðan á smitsjúkdóma- og lungnadeild þung. Afleiðingarnar á hárri smittíðni hér á landi endurspeglist í þeirri staðreynd að önnur ríki vari nú þegna sína við ferðalögum til Íslands. „Er þetta fyrirsjáanleikinn sem ferðaþjónusta og samtök atvinnurekenda voru að auglýsa eftir, og það frá sjálfum ráðherra málaflokksins? Orðum fylgir ábyrgð. Það verður að teljast skrítið að ráðherrar skuli stíga fram undir formerkjum einstaklingsfrelsis og afnema takmarkanir sem eru nauðsynlegar og settar á með mannúð og hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi,“ skrifaði Tómas. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, hefur síðan gagnrýnt Tómas fyrir orð hans og sakað hann um karlrembulegan læknahroka. Björn Ingi og Tómas komu saman í Kastljósi á RÚV í kvöld til að ræða málið. Voru þeir sammála um að staðan á Landspítalanum sé svo slæm vegna þess að Landspítalann haldi ekki í við önnur verkefni á sama tíma og deildir eru undirlagðar af Covid-sjúklingum. Fjármagn vanti á Landspítalann til að hægt sé að greiða starfsmönnum þess laun sem þeir fallist á miðað við álag. „Við þurfum að gera hlutina í réttri röð. Við erum bara í þeirri aðstöðu núna að við getum varla leyst þetta. Það þarf þverpólitíska sátt og að allir flokkar setjist niður og það sé sett heildarstefna á málaflokkinn til lengri tíma. Ekki bara eitt kjörtímabil heilbrigðisráðherra, að menn tali saman. Jafnvel neyðarstjórn yfir spítalann, þó ég viti að sumum á spítalanum hugnist það ekki,“ sagði Tómas. „Við verðum í þessari umræðu að höfða til mannúðar, ég skil alveg þetta með frelsið og að allir séu orðnir pirraðir því það sé ekki hægt að halda tónleika. En það verður að sýna skilning og mannúð. Hvar eru Alþingismenn og ráðherrar? Af hverja koma þeir ekki upp á spítala að heimsækja okkur og sjá í auga stormsins?“
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Tómas spyr: Er þetta fyrirsjáanleikinn sem menn voru að kalla eftir? „Það verður að teljast skrýtið að ráðherrar skuli stíga fram undir formerkjum einstaklingsfrelsis og afnema takmarkanir sem eru nauðsynlegar og settar á með mannúð og hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.“ 17. nóvember 2021 07:31 Lækna-Tómas hundskammar Áslaugu Örnu og Þórdísi Kolbrúnu „Nær daglega heyrast neyðaróp frá bráðamóttöku spítalans, þar sem ástandið er fyrir löngu orðið algjörlega óboðlegt, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Á gjörgæsludeildum spítalans er ástandið ekki síður alvarlegt, og nálgast neyðarástand.“ 11. nóvember 2021 13:35 Flaggskip með net í skrúfunni Það er sárt að sjá hvernig sumar lykildeildir Landspítala eru hægt og sígandi að sökkva í sæ. Það eru engar ýkjur að flaggskip íslenska heilbrigðiskerfisins er komið með net í skrúfuna – og virðist reka að klettóttri strönd. 10. nóvember 2021 22:30 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Sviptir Harris vernd Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Sjá meira
Tómas spyr: Er þetta fyrirsjáanleikinn sem menn voru að kalla eftir? „Það verður að teljast skrýtið að ráðherrar skuli stíga fram undir formerkjum einstaklingsfrelsis og afnema takmarkanir sem eru nauðsynlegar og settar á með mannúð og hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.“ 17. nóvember 2021 07:31
Lækna-Tómas hundskammar Áslaugu Örnu og Þórdísi Kolbrúnu „Nær daglega heyrast neyðaróp frá bráðamóttöku spítalans, þar sem ástandið er fyrir löngu orðið algjörlega óboðlegt, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Á gjörgæsludeildum spítalans er ástandið ekki síður alvarlegt, og nálgast neyðarástand.“ 11. nóvember 2021 13:35
Flaggskip með net í skrúfunni Það er sárt að sjá hvernig sumar lykildeildir Landspítala eru hægt og sígandi að sökkva í sæ. Það eru engar ýkjur að flaggskip íslenska heilbrigðiskerfisins er komið með net í skrúfuna – og virðist reka að klettóttri strönd. 10. nóvember 2021 22:30