Snorri Steinn: „Haukar voru skrefinu á undan okkur í leiknum“ Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 18. nóvember 2021 21:42 Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var nokkuð sáttur með stigið í kvöld.. Vísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, var nokkuð brattur eftir jafntefli liðsins gegn Haukum í Olís-deild karla í kvöld. „Ég er fyrst og fremst bara ánægður. Ég er stoltur af mínu liði þrátt fyrir að vera svekktur með að hafa ekki unnið leikinn. Við vorum komnir með aðstöðu til þess að klára það en við gerum það ekki. Við erum klaufalegir annan leikinn í röð en það breytir því ekki að ég er mjög ánægður með frammistöðuna,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir jafntefli í leik Vals gegn Haukum á Ásvöllum fyrr í kvöld. Valur var með eins marks forystu og í sókn þegar rétt um 20 sekúndur voru til leiksloka. Snorri Steinn var tilbúinn að taka leikhlé en dró það á langinn og þegar að því kom að leikhlé var flautað á var búið að dæma boltann af Val. „Það sem var að fara í gegnum hausinn á mér var hvort ég ætti að taka leikhlé eða ekki. Ég hefði betur gert það. Og ég hefði kannski átt að sleppa því í síðasta leik. En svona er þetta stundum.“ Haukar voru með yfirhöndina stóran hluta leiks en Valur komst í fyrsta skipti yfir í síðari hálfleik þegar rúm mínúta var eftir að leiktímanum. „Undir lokin fórum við í tvær varnarskiptingar. Settum Alexander Örn í tvistinn og þá þéttumst við aðeins varnarlega. En það er alveg rétt, Haukar voru skrefinu á undan okkur í leiknum.“ „Við töluðum um það fyrir leik að þetta gæti orðið smá eltingarleikur hjá okkur. En við vildum ekki missa þá langt fram úr okkur. Við þurftum að halda þessu í leik. Við vildum að þegar það væru tíu mínútur eftir að þetta væri ennþá 50/50. Og það var í raun lykillinn að þessu. Þannig færðum við pressuna aðeins yfir á þá. Og mér fannst við gera það mjög vel. Mér fannst við halda áfram.“ „Við héldum nokkuð fast í okkar concept þrátt fyrir að einhverjir hlutir gengu ekki vel, eins og til dæmis sjö á sex. Miðað við skakkaföllin hjá mínu liði þá get ég ekki kvartað yfir einu stigi hér. Að mínu mati var dómgæslan ekki okkur í hag.“ Valur á leik við Aftureldningu næstkomandi mánudag og er sá leikur úr 9. umferð deildarinnar. „Það er leikur hjá okkur á mánudaginn og við þurfum að fókusera á það. Við fáum Einar Þorstein til baka þá. Það væri best ef það væri frekar langt í næsta leik því þá gæti ég safnað saman aðeins meiri mannskap. En samt sem áður erum við að gera vel. Við erum að ná í stig þrátt fyrir skakkaföll og næst er það bara leikur á mánudaginn á móti góðu liði Aftureldingar.“ Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Valur 26-26 | Valsmenn snéru taflinu við í toppslagnum Topplið Hauka tók á móti Íslandsmeisturum Vals í einvígi tveggja efstu liða Olís deildar karla í handbolta. Haukar náðu mest fimm marka forskoti í seinni hálfleik, en Valsmenn snéru taflinu við á lokamínútunum. Lokatölur 26-26, en Tjörvi Þorgeirsson jafnaði metin fyrir Hauka með seinasta skoti leiksins. 18. nóvember 2021 21:06 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst bara ánægður. Ég er stoltur af mínu liði þrátt fyrir að vera svekktur með að hafa ekki unnið leikinn. Við vorum komnir með aðstöðu til þess að klára það en við gerum það ekki. Við erum klaufalegir annan leikinn í röð en það breytir því ekki að ég er mjög ánægður með frammistöðuna,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir jafntefli í leik Vals gegn Haukum á Ásvöllum fyrr í kvöld. Valur var með eins marks forystu og í sókn þegar rétt um 20 sekúndur voru til leiksloka. Snorri Steinn var tilbúinn að taka leikhlé en dró það á langinn og þegar að því kom að leikhlé var flautað á var búið að dæma boltann af Val. „Það sem var að fara í gegnum hausinn á mér var hvort ég ætti að taka leikhlé eða ekki. Ég hefði betur gert það. Og ég hefði kannski átt að sleppa því í síðasta leik. En svona er þetta stundum.“ Haukar voru með yfirhöndina stóran hluta leiks en Valur komst í fyrsta skipti yfir í síðari hálfleik þegar rúm mínúta var eftir að leiktímanum. „Undir lokin fórum við í tvær varnarskiptingar. Settum Alexander Örn í tvistinn og þá þéttumst við aðeins varnarlega. En það er alveg rétt, Haukar voru skrefinu á undan okkur í leiknum.“ „Við töluðum um það fyrir leik að þetta gæti orðið smá eltingarleikur hjá okkur. En við vildum ekki missa þá langt fram úr okkur. Við þurftum að halda þessu í leik. Við vildum að þegar það væru tíu mínútur eftir að þetta væri ennþá 50/50. Og það var í raun lykillinn að þessu. Þannig færðum við pressuna aðeins yfir á þá. Og mér fannst við gera það mjög vel. Mér fannst við halda áfram.“ „Við héldum nokkuð fast í okkar concept þrátt fyrir að einhverjir hlutir gengu ekki vel, eins og til dæmis sjö á sex. Miðað við skakkaföllin hjá mínu liði þá get ég ekki kvartað yfir einu stigi hér. Að mínu mati var dómgæslan ekki okkur í hag.“ Valur á leik við Aftureldningu næstkomandi mánudag og er sá leikur úr 9. umferð deildarinnar. „Það er leikur hjá okkur á mánudaginn og við þurfum að fókusera á það. Við fáum Einar Þorstein til baka þá. Það væri best ef það væri frekar langt í næsta leik því þá gæti ég safnað saman aðeins meiri mannskap. En samt sem áður erum við að gera vel. Við erum að ná í stig þrátt fyrir skakkaföll og næst er það bara leikur á mánudaginn á móti góðu liði Aftureldingar.“
Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Valur 26-26 | Valsmenn snéru taflinu við í toppslagnum Topplið Hauka tók á móti Íslandsmeisturum Vals í einvígi tveggja efstu liða Olís deildar karla í handbolta. Haukar náðu mest fimm marka forskoti í seinni hálfleik, en Valsmenn snéru taflinu við á lokamínútunum. Lokatölur 26-26, en Tjörvi Þorgeirsson jafnaði metin fyrir Hauka með seinasta skoti leiksins. 18. nóvember 2021 21:06 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Valur 26-26 | Valsmenn snéru taflinu við í toppslagnum Topplið Hauka tók á móti Íslandsmeisturum Vals í einvígi tveggja efstu liða Olís deildar karla í handbolta. Haukar náðu mest fimm marka forskoti í seinni hálfleik, en Valsmenn snéru taflinu við á lokamínútunum. Lokatölur 26-26, en Tjörvi Þorgeirsson jafnaði metin fyrir Hauka með seinasta skoti leiksins. 18. nóvember 2021 21:06