Átján þúsund strandaðir vegna flóðanna Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2021 23:13 Flóðin ollu gífurlegu tjóni í Bresku-Kólumbíu. AP/Jonathan Hayward Um það bil átján þúsund manns eru strandaðir vegna gífurlegra flóða í Bresku-Kólumbíu í Kanada. Þar af einhverjir á fjöllum en vegir, brýr og hús eyðilögðust í flóðum og aurskriðum í fylkinu eftir að óveður fór þar yfir um síðustu helgi. Minnst einn er dáinn en fjölmargra er saknað og er búist við því að tala látinna muni hækka á næstu dögum, samkvæmt frétt Ríkisútvarps Kanada (CBC). Reuters fréttaveitan segir mögulegt að engar aðrar náttúruhamfarir hafi valdið eins kostnaðarsömu tjóni í sögu Kanada. Vatn er nú að hörfa en aðstæður er samt erfiðar fyrir björgunarsveitir og er takmarkað aðgengi að fjölda bæja í fylkinu. Neyðarástandi hefur veri lýst yfir og ríkisstjórn Kanada hefur heitið því að koma íbúum til hjálpar og aðstoða við endurbyggingu. Verið er að kalla út hermenn og senda til aðstoðar við íbúa og á verkefni hersins að standa yfir í minnst 30 daga. Hér má sjá sjónvarpsfrétt Stöðvar 4 sem sýnir meðal annars bændur á sæsleðum koma kúm til bjargar í flóðunum. Skógareldar gera flóðin verri Í frétt CBC segir að umfangsmiklir skógareldar í Bresku-Kólumbíu að undanförnu eigi stóran þátt í flóðunum. Rigningin hefur verið gífurleg frá síðustu helgi og þá mikil á svæðum þar sem skógar- og gróðureldar hafa skilið eftir sig sviðna jörð. Sú jörð dregur í sig mun minna vatn en eðlilegt getur talist og þá sérstaklega í kjölfar þurrka, eins og hafa verið í Bresku-Kólumbíu. Til marks um það bendir CBC á að í Washington-ríki í Bandaríkjunum, þar sem miklir skógar- og gróðureldar hafa einnig logað, flæddi einnig mikið vegna sama óveðurs. Bob Freitag, sérfræðingur sem CBC ræddi við, segir að efni frá brunnum trjám sem eru að grotna niður skilji nokkurs konar vax-húð á jörðinni. Vatn renni á henni í stað þess að sökkva í jörðina og tekur með sér mjög mikið efni. Þannig myndist mikil og stórhættuleg flóð. Kanada Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Ein látin eftir ógurleg flóð í Kanada og Bandaríkjunum Kona fórst í aurskriðu á hraðbraut utan við Vancouver í Kanada eftir metúrkomu á svæðinu. Að minnsta kosti tveggja er saknað til viðbótar þar. Stanslaus rigning síðustu daga hefur valdið miklum flóðum í norðvestanverðum Bandaríkjunum og suðvestanverðu Kanada sem urðu illa úti í fordæmalausri hitabylgju í sumar. 17. nóvember 2021 08:45 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Minnst einn er dáinn en fjölmargra er saknað og er búist við því að tala látinna muni hækka á næstu dögum, samkvæmt frétt Ríkisútvarps Kanada (CBC). Reuters fréttaveitan segir mögulegt að engar aðrar náttúruhamfarir hafi valdið eins kostnaðarsömu tjóni í sögu Kanada. Vatn er nú að hörfa en aðstæður er samt erfiðar fyrir björgunarsveitir og er takmarkað aðgengi að fjölda bæja í fylkinu. Neyðarástandi hefur veri lýst yfir og ríkisstjórn Kanada hefur heitið því að koma íbúum til hjálpar og aðstoða við endurbyggingu. Verið er að kalla út hermenn og senda til aðstoðar við íbúa og á verkefni hersins að standa yfir í minnst 30 daga. Hér má sjá sjónvarpsfrétt Stöðvar 4 sem sýnir meðal annars bændur á sæsleðum koma kúm til bjargar í flóðunum. Skógareldar gera flóðin verri Í frétt CBC segir að umfangsmiklir skógareldar í Bresku-Kólumbíu að undanförnu eigi stóran þátt í flóðunum. Rigningin hefur verið gífurleg frá síðustu helgi og þá mikil á svæðum þar sem skógar- og gróðureldar hafa skilið eftir sig sviðna jörð. Sú jörð dregur í sig mun minna vatn en eðlilegt getur talist og þá sérstaklega í kjölfar þurrka, eins og hafa verið í Bresku-Kólumbíu. Til marks um það bendir CBC á að í Washington-ríki í Bandaríkjunum, þar sem miklir skógar- og gróðureldar hafa einnig logað, flæddi einnig mikið vegna sama óveðurs. Bob Freitag, sérfræðingur sem CBC ræddi við, segir að efni frá brunnum trjám sem eru að grotna niður skilji nokkurs konar vax-húð á jörðinni. Vatn renni á henni í stað þess að sökkva í jörðina og tekur með sér mjög mikið efni. Þannig myndist mikil og stórhættuleg flóð.
Kanada Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Ein látin eftir ógurleg flóð í Kanada og Bandaríkjunum Kona fórst í aurskriðu á hraðbraut utan við Vancouver í Kanada eftir metúrkomu á svæðinu. Að minnsta kosti tveggja er saknað til viðbótar þar. Stanslaus rigning síðustu daga hefur valdið miklum flóðum í norðvestanverðum Bandaríkjunum og suðvestanverðu Kanada sem urðu illa úti í fordæmalausri hitabylgju í sumar. 17. nóvember 2021 08:45 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Ein látin eftir ógurleg flóð í Kanada og Bandaríkjunum Kona fórst í aurskriðu á hraðbraut utan við Vancouver í Kanada eftir metúrkomu á svæðinu. Að minnsta kosti tveggja er saknað til viðbótar þar. Stanslaus rigning síðustu daga hefur valdið miklum flóðum í norðvestanverðum Bandaríkjunum og suðvestanverðu Kanada sem urðu illa úti í fordæmalausri hitabylgju í sumar. 17. nóvember 2021 08:45