Forsetinn pollrólegur þó tíma taki að skrúfa saman ríkisstjórn Jakob Bjarnar skrifar 19. nóvember 2021 13:06 Frá ríkisráðsfundi á Bessastöðum 2019. Guðni Th. Jóhannesson fylgist vel með því hvernig stjónarmyndunarviðræðum líður en ýmsir furða sig á hægagangi sem einkennir viðræðurnar. vísir/vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir þetta ástand, það er hinar löngu stjórnarmyndunarviðræður, sannarlega ekki til eftirbreytni en það eigi sér þó sínar skýringar. „Ég hef fylgst vel með gangi mála. Brýnt er að hafa í huga að ríkisstjórnin, sem komst til valda 2017, hélt velli í nýliðnum kosningum og forystusveitir þeirra þriggja flokka, sem að henni standa, höfðu lýst yfir þeim eindregna vilja að vinna áfram saman að þeim loknum ef þeir fengju til þess fylgi. Sú var raunin og vel það. Umboð ríkisstjórna er ekki bundið við fjögur ár. Forsætisráðherra þurfti því ekki að biðjast lausnar, þurfti ekki heldur umboð forseta til stjórnarmyndunar og ríkisstjórnin hélt sínu striki,“ segir Guðni í svari við fyrirspurn Vísis. Sérstakar stjórnarmyndunarviðræður Nú liggur fyrir að þau Katrín Jakobsdóttir formaður Vg, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins eru að slá tímamet í því hversu langan tíma tekið hefur að skrúfa saman ríkisstjórn. Viðræðurnar hafa tekið þrjár vikur og þing ekki komið saman í hálft ár. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata segir viðræðurnar ganga „hættulega hægt“. Þá má þessi hægagangur heita athyglisverður meðal annars í ljósi þess að þessir flokkar sátu heilt kjörtímabil í ríkisstjórn og gengu til kosninga í einskonar kosningabandalagi; fyrir lá að ef þau fengju nægan þingstyrk myndu þau stefna að áframhaldandi samstarfi. Þannig að ekki er þetta eins og þremenningarnir, sem halda spilum þétt að sér, séu að hittast fyrst núna. Forseti og forsætisráðherra hittust fyrir mánuði þar sem farið var yfir gang mála. En hversu langan tíma þetta hefur tekið á þó ekki að þurfa að koma á óvart ef að er gáð. Forsetinn segir að einmitt vegna þessa sé ekki rétt að tala um stjórnarmyndunarviðræður í sama skilningi og gert er þegar forsætisráðherra hefur orðið að biðjast lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. „Nú hafa átt sér stað viðræður um frekara samstarf sömu flokka sem hafa drjúgan meirihluta á þingi og á þessu tvennu er reginmunur.“ Ekki ástand til eftirbreytni Þannig er ekkert óvenjulegt við þetta í sögulegu ljósi. „Það vill kannski gleymast af því að stjórnarskipti hafa verið eftir kosningar lengst af þessari öld. Þar að auki hafa eftirmál kosninga og talningar í norðvesturkjördæmi sett strik í reikninginn eins og öllum er kunnugt. Af þeim sökum helst hefur orðið dráttur á því að tilkynnt verði um nýjan stjórnarsáttmála, nýja ráðherraskipan og setningu Alþingis.“ Guðni bætir því við að þetta sé ekki ákjósanlegt. „Þetta er svo sannarlega ekki ástand til eftirbreytni en þó eru fordæmi fyrir því að langan tíma hafi tekið að semja um áframhaldandi samstarf stjórnarflokka þótt allt hafi verið í sóma með framkvæmd kosninga. Kemur þá kannski helst í hugann árið 1953 og dráttur á því að Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn næðu þá samkomulagi um að vinna áfram saman.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
„Ég hef fylgst vel með gangi mála. Brýnt er að hafa í huga að ríkisstjórnin, sem komst til valda 2017, hélt velli í nýliðnum kosningum og forystusveitir þeirra þriggja flokka, sem að henni standa, höfðu lýst yfir þeim eindregna vilja að vinna áfram saman að þeim loknum ef þeir fengju til þess fylgi. Sú var raunin og vel það. Umboð ríkisstjórna er ekki bundið við fjögur ár. Forsætisráðherra þurfti því ekki að biðjast lausnar, þurfti ekki heldur umboð forseta til stjórnarmyndunar og ríkisstjórnin hélt sínu striki,“ segir Guðni í svari við fyrirspurn Vísis. Sérstakar stjórnarmyndunarviðræður Nú liggur fyrir að þau Katrín Jakobsdóttir formaður Vg, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins eru að slá tímamet í því hversu langan tíma tekið hefur að skrúfa saman ríkisstjórn. Viðræðurnar hafa tekið þrjár vikur og þing ekki komið saman í hálft ár. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata segir viðræðurnar ganga „hættulega hægt“. Þá má þessi hægagangur heita athyglisverður meðal annars í ljósi þess að þessir flokkar sátu heilt kjörtímabil í ríkisstjórn og gengu til kosninga í einskonar kosningabandalagi; fyrir lá að ef þau fengju nægan þingstyrk myndu þau stefna að áframhaldandi samstarfi. Þannig að ekki er þetta eins og þremenningarnir, sem halda spilum þétt að sér, séu að hittast fyrst núna. Forseti og forsætisráðherra hittust fyrir mánuði þar sem farið var yfir gang mála. En hversu langan tíma þetta hefur tekið á þó ekki að þurfa að koma á óvart ef að er gáð. Forsetinn segir að einmitt vegna þessa sé ekki rétt að tala um stjórnarmyndunarviðræður í sama skilningi og gert er þegar forsætisráðherra hefur orðið að biðjast lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. „Nú hafa átt sér stað viðræður um frekara samstarf sömu flokka sem hafa drjúgan meirihluta á þingi og á þessu tvennu er reginmunur.“ Ekki ástand til eftirbreytni Þannig er ekkert óvenjulegt við þetta í sögulegu ljósi. „Það vill kannski gleymast af því að stjórnarskipti hafa verið eftir kosningar lengst af þessari öld. Þar að auki hafa eftirmál kosninga og talningar í norðvesturkjördæmi sett strik í reikninginn eins og öllum er kunnugt. Af þeim sökum helst hefur orðið dráttur á því að tilkynnt verði um nýjan stjórnarsáttmála, nýja ráðherraskipan og setningu Alþingis.“ Guðni bætir því við að þetta sé ekki ákjósanlegt. „Þetta er svo sannarlega ekki ástand til eftirbreytni en þó eru fordæmi fyrir því að langan tíma hafi tekið að semja um áframhaldandi samstarf stjórnarflokka þótt allt hafi verið í sóma með framkvæmd kosninga. Kemur þá kannski helst í hugann árið 1953 og dráttur á því að Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn næðu þá samkomulagi um að vinna áfram saman.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira