Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Grótta 22-26 | Víkingar enn stigalausir Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 21. nóvember 2021 20:36 Vísir/Hulda Margrét Um hörkuspennandi leik var að ræða er Víkingur fékk Gróttu í heimsókn í Víkina í 9. umferð Olís deildar karla í kvöld. Fyrir leikinn hafði Víkingur tapað öllum sínum átta leikjum í röð en Grótta vann sinn fyrsta sigur í sínum síðasta leik gegn Stjörnunni á heimavelli. Var því um ágætis botnslag að ræða sem endaði þó með fjögurra marka sigri Seltjarnarnesinga, 22-26. Leikurinn hófst með miklu hraði þar sem Víkingur skoraði fyrsta markið á aðeins nokkrum sekúndum. Grótta svaraði þó strax í sömu mynt en var fljót að komast fram úr Víking en eftir tíu mínútur var staðan orðin 3-7. Víkingur náði þá ágætis áhlaupi og tókst að minnka stöðuna niður í tvö mörk. Grótta hélt sér samt sem áður einu skrefi á undan þar til líða fór á lok fyrri hálfleiksins en þegar rétt um þrjár mínútur voru eftir lifnaði Víkingur við og tókst að jafna stöðuna. Hamza Kablouti, sem er nýgenginn til liðs við Víking, fór á eld við lok fyrri hálfleiks og skoraði þrjú mörk í röð. Liðin skildu jödn í hálfleik en hálfleikstölur voru 13-13. Víkingur mætti virkilega vel til baka úr hálfleiknum en þeir náðu forskoti strax í upphafi síðari hálfleiks en þeir náðu mest tveggja marka forystu. Grótta gafst þó ekki upp og náði að jafna um miðbik síðari hálfleiksins og tók þaðan við keflinu um forskotið er hún náði frábærum 6-1 kafla. Þegar um tíu mínútur voru til leiksloka var munurinn orðinn fimm mörk, Gróttu í vil. Víkingur börðust samt sem áður áfram þar til á lokasekúndu sem munurinn reyndist þeim um megn og voru lokatölur 22-26. Afhverju vann Grótta? Bæði lið sýndu virkilega góð tilþrif og aga í kvöld en 6-1 kafli Gróttu í síðari hálfleik var það sem skildi liðin að. Markvarslan hjá Gróttu var einnig virkilega stór hluti sigursins. Þrátt fyrir að skipulag sóknarleiksins hafi á köflum dottið niður fundu þeir sig alltaf aftur og komu oftar en ekki sterkari til baka ef eitthvað fór úrskeiðis. Karakterinn í liðinu var heilt yfir frábær. Hverjir stóðu upp úr? Einar Baldvin Baldvinsson var klárlega maður leiksins í kvöld. Hann var frábær í marki Gróttu en hann var með 20 varða bolta, eða 48% markvörslu. Ágúst Emil Grétarsson var virkilega flottur í kvöld en hann var markahæstur hjá Gróttu með átta mörk. Andri Þór Helgason skoraði fimm mörk og var gaman að fylgjast með honum á vellinum. Jóhannes Berg Andrason var flottur í liði Víkings í dag en hann var með sex mörk. Hamza Kablouti var einnig með sex mörk. Hvað gekk illa? Heilt yfir var spilamennska beggja liða góð og er því ekki mikið hægt að setja út á hana þó svo að glufur hafi verið hér og þar. Það sem varð til þess að leikurinn fór eins og hann fór var vegna frábærs kafla Gróttu í seinni hálfleik en Víkingur voru komnir í tveggja marka forystu þegar þeir fóru að slaka aðeins á leiknum. Varnarleikurinn hjá þeim var töluvert betri í fyrri hálfleik heldur en í þeim seinni og það vantaði einnig örlítið upp á markvörsluna í kvöld hjá Víking. Hvað gerist næst? Grótta spilar sinn næsta leik á fimmtudaginn en sá leikur er við Selfoss á heimavelli. Leikurinn er úr 6. umferð en honum var frestað vegna Covid. Víkingur leikur aftur á heimavelli næstkomandi mánudag en þá mæta þeir HK sem hafa einnig tapað öllum sínum leikjum í deildinni. Jón Gunnlaugur: Ég er gríðarlega svekktur því við ætluðum okkur að taka sigur hérna í kvöld „Mér líður ekki nógu vel eftir þennan leik. Ég er nátturlega ánægður með framlagið hjá strákunum, sérstaklega í fyrri hálfleik. En mér finnst við detta full mikið niður á hælanna á kafla í seinni hálfleik. Það svolítið skilar okkur bara í því að rétta þeim þetta bara á silfurfati.“ Sagði Jón Gunnlaugur eftir leik. „Við erum með fimmtán lögleg fríköst í fyrri hálfleik. En aðeins sex lögleg fríköst í seinni hálfleik. Þannig það munar gríðarlega þar. Við erum bara með níu varða bolta í leiknum og þar af erum við bara með þrjá varða bolta í seinni hálfleik. Þannig það skiptir alveg gríðarlega miklu máli, bæði að nýta færin sín og að fá markvörslu og vörnina til þess að kikka saman. Ég held að það hafi verið það sem var að klikka hjá okkur.“ „Ég er ánægður með framlagið hjá strákunum. Maður sá það alveg að þeir voru virkilega að berjast. Miðað við síðustu þrjá leiki, þar sem við gáfum full mikið eftir, þá eru margir góðir punktar til þess að taka úr þessum leik. En ég er gríðarlega svekktur því við ætluðum okkur að taka sigur hérna í kvöld. Við þurfum bara að taka sigur þar.“ „Vörnin okkar var gríðarlega sterk í fyrri hálfleik. Og þeir voru í stökustu vandræðum. Við duttum bara niður á hælana í seinni hálfleik og þeir ná þarna 6-1 kafla. Við gáfum aðeins of mikið eftir þar. En framlagið sem við sýndum í 50 mínútur var gott. Það eru þessar tíu mínútur sem vantaði upp á til þess að taka sigur.“ Víkingur fær HK til sín í heimsókn í næsta leik sem verður á mánudaginn eftir viku. HK hefur einnig tapað öllum sínum leikjum á tímabilinu. „Það er allt undir í næsta leik og það verður gaman að fá HK í heimsókn. Og við ætlum okkur að gefa 60 mínútna leik þar.“ Olís-deild karla Víkingur Reykjavík Grótta Tengdar fréttir Arnar Daði: Er ekki vanur að hrósa andstæðingnum Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, var að vonum sáttur með sitt lið er þeir sigruðu sinn annan leik í röð á tímabilinu gegn Víking á útivelli sem leikinn var fyrr í kvöld. 21. nóvember 2021 20:10
Um hörkuspennandi leik var að ræða er Víkingur fékk Gróttu í heimsókn í Víkina í 9. umferð Olís deildar karla í kvöld. Fyrir leikinn hafði Víkingur tapað öllum sínum átta leikjum í röð en Grótta vann sinn fyrsta sigur í sínum síðasta leik gegn Stjörnunni á heimavelli. Var því um ágætis botnslag að ræða sem endaði þó með fjögurra marka sigri Seltjarnarnesinga, 22-26. Leikurinn hófst með miklu hraði þar sem Víkingur skoraði fyrsta markið á aðeins nokkrum sekúndum. Grótta svaraði þó strax í sömu mynt en var fljót að komast fram úr Víking en eftir tíu mínútur var staðan orðin 3-7. Víkingur náði þá ágætis áhlaupi og tókst að minnka stöðuna niður í tvö mörk. Grótta hélt sér samt sem áður einu skrefi á undan þar til líða fór á lok fyrri hálfleiksins en þegar rétt um þrjár mínútur voru eftir lifnaði Víkingur við og tókst að jafna stöðuna. Hamza Kablouti, sem er nýgenginn til liðs við Víking, fór á eld við lok fyrri hálfleiks og skoraði þrjú mörk í röð. Liðin skildu jödn í hálfleik en hálfleikstölur voru 13-13. Víkingur mætti virkilega vel til baka úr hálfleiknum en þeir náðu forskoti strax í upphafi síðari hálfleiks en þeir náðu mest tveggja marka forystu. Grótta gafst þó ekki upp og náði að jafna um miðbik síðari hálfleiksins og tók þaðan við keflinu um forskotið er hún náði frábærum 6-1 kafla. Þegar um tíu mínútur voru til leiksloka var munurinn orðinn fimm mörk, Gróttu í vil. Víkingur börðust samt sem áður áfram þar til á lokasekúndu sem munurinn reyndist þeim um megn og voru lokatölur 22-26. Afhverju vann Grótta? Bæði lið sýndu virkilega góð tilþrif og aga í kvöld en 6-1 kafli Gróttu í síðari hálfleik var það sem skildi liðin að. Markvarslan hjá Gróttu var einnig virkilega stór hluti sigursins. Þrátt fyrir að skipulag sóknarleiksins hafi á köflum dottið niður fundu þeir sig alltaf aftur og komu oftar en ekki sterkari til baka ef eitthvað fór úrskeiðis. Karakterinn í liðinu var heilt yfir frábær. Hverjir stóðu upp úr? Einar Baldvin Baldvinsson var klárlega maður leiksins í kvöld. Hann var frábær í marki Gróttu en hann var með 20 varða bolta, eða 48% markvörslu. Ágúst Emil Grétarsson var virkilega flottur í kvöld en hann var markahæstur hjá Gróttu með átta mörk. Andri Þór Helgason skoraði fimm mörk og var gaman að fylgjast með honum á vellinum. Jóhannes Berg Andrason var flottur í liði Víkings í dag en hann var með sex mörk. Hamza Kablouti var einnig með sex mörk. Hvað gekk illa? Heilt yfir var spilamennska beggja liða góð og er því ekki mikið hægt að setja út á hana þó svo að glufur hafi verið hér og þar. Það sem varð til þess að leikurinn fór eins og hann fór var vegna frábærs kafla Gróttu í seinni hálfleik en Víkingur voru komnir í tveggja marka forystu þegar þeir fóru að slaka aðeins á leiknum. Varnarleikurinn hjá þeim var töluvert betri í fyrri hálfleik heldur en í þeim seinni og það vantaði einnig örlítið upp á markvörsluna í kvöld hjá Víking. Hvað gerist næst? Grótta spilar sinn næsta leik á fimmtudaginn en sá leikur er við Selfoss á heimavelli. Leikurinn er úr 6. umferð en honum var frestað vegna Covid. Víkingur leikur aftur á heimavelli næstkomandi mánudag en þá mæta þeir HK sem hafa einnig tapað öllum sínum leikjum í deildinni. Jón Gunnlaugur: Ég er gríðarlega svekktur því við ætluðum okkur að taka sigur hérna í kvöld „Mér líður ekki nógu vel eftir þennan leik. Ég er nátturlega ánægður með framlagið hjá strákunum, sérstaklega í fyrri hálfleik. En mér finnst við detta full mikið niður á hælanna á kafla í seinni hálfleik. Það svolítið skilar okkur bara í því að rétta þeim þetta bara á silfurfati.“ Sagði Jón Gunnlaugur eftir leik. „Við erum með fimmtán lögleg fríköst í fyrri hálfleik. En aðeins sex lögleg fríköst í seinni hálfleik. Þannig það munar gríðarlega þar. Við erum bara með níu varða bolta í leiknum og þar af erum við bara með þrjá varða bolta í seinni hálfleik. Þannig það skiptir alveg gríðarlega miklu máli, bæði að nýta færin sín og að fá markvörslu og vörnina til þess að kikka saman. Ég held að það hafi verið það sem var að klikka hjá okkur.“ „Ég er ánægður með framlagið hjá strákunum. Maður sá það alveg að þeir voru virkilega að berjast. Miðað við síðustu þrjá leiki, þar sem við gáfum full mikið eftir, þá eru margir góðir punktar til þess að taka úr þessum leik. En ég er gríðarlega svekktur því við ætluðum okkur að taka sigur hérna í kvöld. Við þurfum bara að taka sigur þar.“ „Vörnin okkar var gríðarlega sterk í fyrri hálfleik. Og þeir voru í stökustu vandræðum. Við duttum bara niður á hælana í seinni hálfleik og þeir ná þarna 6-1 kafla. Við gáfum aðeins of mikið eftir þar. En framlagið sem við sýndum í 50 mínútur var gott. Það eru þessar tíu mínútur sem vantaði upp á til þess að taka sigur.“ Víkingur fær HK til sín í heimsókn í næsta leik sem verður á mánudaginn eftir viku. HK hefur einnig tapað öllum sínum leikjum á tímabilinu. „Það er allt undir í næsta leik og það verður gaman að fá HK í heimsókn. Og við ætlum okkur að gefa 60 mínútna leik þar.“
Olís-deild karla Víkingur Reykjavík Grótta Tengdar fréttir Arnar Daði: Er ekki vanur að hrósa andstæðingnum Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, var að vonum sáttur með sitt lið er þeir sigruðu sinn annan leik í röð á tímabilinu gegn Víking á útivelli sem leikinn var fyrr í kvöld. 21. nóvember 2021 20:10
Arnar Daði: Er ekki vanur að hrósa andstæðingnum Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, var að vonum sáttur með sitt lið er þeir sigruðu sinn annan leik í röð á tímabilinu gegn Víking á útivelli sem leikinn var fyrr í kvöld. 21. nóvember 2021 20:10
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti