Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 30-27 | FH-ingar upp í 2. sætið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. nóvember 2021 20:25 Ásbjörn Friðriksson var frábær gegn Fram og skoraði ellefu mörk. vísir/hulda margrét FH komst upp í 2. sæti Olís-deildar karla með sigri á Fram, 30-27, í Kaplakrika í kvöld. Þetta var fimmti sigur FH-inga í síðustu sex leikjum. Fram, sem hefur tapað þremur leikjum í röð, er áfram í 7. sæti deildarinnar. FH var miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var með sjö marka forskot að honum loknum, 17-10. Fram sótti í sig veðrið í seinni hálfleik og þjarmaði að FH. Heimamenn hleyptu gestunum þó aldrei nær sér en tveimur mörkum og unnu á endanum þriggja marka sigur, 30-27. Ásbjörn Friðriksson var langbesti maður vallarins og skoraði ellefu mörk fyrir FH, þar af nokkur afar mikilvæg mörk undir lokin. Jón Bjarni Ólafsson, Ágúst Birgisson og Egill Magnússon skoruðu fjögur mörk hver. Svavar Ingi Sigmundsson, sem lék í marki FH í stað Phils Döhler, varði ellefu skot (31 prósent), þar af níu í fyrri hálfleik. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, Breki Dagsson, Stefán Darri Þórsson og Vilhelm Poulsen skoruðu allir fimm mörk fyrir Fram. Markverðir gestanna, þeir Valtýr Már Hákonarson og Aron Máni Daðason vörðu samtals fimmtán skot (33 prósent). FH gaf tóninn strax í upphafi leiks. Vörn heimamanna var öflug og þeir héldu Vilhelm, markahæsta manni deildarinnar, í skefjum. Sóknarleikur FH var svo gríðarlega skilvirkur. Þeir galopnuðu Framvörnina hvað eftir annað og skoruðu nánast í hverri sókn. Frammarar voru linir og lélegir og vörn þeirra var engin fyrirstaða fyrir FH-inga. Vilhelm minnkaði muninn í fjögur mörk, 14-10, en FH skoraði fimm af síðustu sjö mörkum fyrri hálfleiks og leiddi með sjö mörkum að honum loknum, 17-10. Þrátt fyrir erfiða stöðu lögðu Frammarar ekki árar í bát og unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn. Vörn gestanna styrktist og í sókninni fór Breki mikinn og skoraði öll fimm mörk sín í seinni hálfleik. Þegar sex mínútur voru eftir minnkaði Þorvaldur Tryggvason muninn í tvö mörk, 26-24. Í kjölfarið fékk Jón Bjarni svo tveggja mínútna brottvísun. Einum fleiri opnuðu Frammarar vinstra hornið fyrir Kristin Hrannar Bjarkason en skot hans geigaði. Ágúst jók muninn í þrjú mörk og eftir annað klikk hjá Kristni og skot Ólafs Jóhanns Magnússonar framhjá tómu marki FH kláraði Ásbjörn leikinn með sínu ellefta marki. FH komst fimm mörkum yfir, 30-25, en Fram skoraði síðustu tvö mörk leiksins og lokatölur því 30-27, heimamönnum í vil. Af hverju vann FH? Frammistaða FH-inga í fyrri hálfleik var frábær, bæði í vörn og sókn og þá var Svavar með í kringum helmingsmarkvörslu. Þrátt fyrir góðan vilja og miklu betri spilamennsku í seinni hálfleik en þeim fyrri var brekkan einfaldlega of brött fyrir Frammara. Vilhelm hefur verið einn allra besti leikmaður Olís-deildarinnar í vetur en vörn FH-inga hélt honum eins vel niðri og nokkurt lið hefur gert til þessa á tímabilinu. Hverjir stóðu upp úr? Ásbjörn var yfirburðamaður á vellinum, skoraði ellefu mörk úr fjórtán skotum, og tók af skarið undir lokin þegar Frammarar voru farnir að sækja verulega hart að FH-ingum. Línumenn FH, Jón Bjarni og Ágúst, skiluðu báðir fjórum mörkum og voru öflugir í vörninni. Þá varði Svavar mjög vel í fyrri hálfleik. Eftir að hafa verið mjög rólegur í fyrri hálfleik vaknaði Breki til lífsins í þeim seinni og skoraði þá öll fimm mörkin sín. Valtýr varði svo ágætlega eftir að hann kom aftur í markið um miðbik seinni hálfleiks. Hvað gekk illa? Frammistaða gestanna úr Safamýrinni í fyrri hálfleik var afleit, sérstaklega varnarmegin. FH-ingar galopnuðu vörn Frammara trekk í trekk og skoruðu að vild. Það lagaðist í seinni hálfleik en skaðinn var skeður. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga útileiki eftir viku. FH sækir þá Aftureldingu heim á meðan Fram mætir Stjörnunni í Garðabænum. Sigursteinn: Langaði að vera fyrsta liðið til slökkva aðeins í Vilhelm FH-ingarnir hans Sigursteins Arndal hafa unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum.vísir/hulda margrét Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sagði að grunnurinn að sigrinum gegn Fram hefði verið lagður í fyrri hálfleik. „Engin spurning. Við mættum vel inn í leikinn, spiluðum hörkuvörn og hlupum vel á þá. Við spiluðum líka flottan sóknarleik þannig að fyrri hálfleikurinn var mjög góður,“ sagði Sigursteinn. FH spilaði mjög stífa vörn á Vilhelm Poulsen, markahæsta leikmann Olís-deildarinnar í vetur, og hélt honum í „aðeins“ fimm mörkum. Sigursteinn vildi ekki ljóstra upp leyndarmálinu að því að stoppa Færeyinginn. „Ég ætla ekki að fara yfir það í smáatriðum en við fórum vel yfir það fyrir leik og langaði að vera fyrsta liðið sem slekkur aðeins í honum. Ég held að það hafi gengið vel,“ sagði Sigursteinn. Phil Döhler var fjarri góðu gamni en Svavar Ingi Sigmundsson stóð vaktina í FH-markinu í hans stað. Akureyringurinn var frábær í fyrri hálfleik þar sem hann varði níu af ellefu skotum sínum. „Svavar var með fimmtíu prósent vörslu í fyrri hálfleik og nýtti sér það að spila á bak við frábæra vörn. Hann leit vel út,“ sagði Sigursteinn. FH gaf aðeins eftir í seinni hálfleik en gerði nóg til að halda Fram í skefjum. „Við sýndum ekki sama aga og í fyrri hálfleik. Þegar sóknin klikkar gefa menn eftir í vörninni. Þetta var ekki nógu gott af okkar hálfu en stigin tvö virkilega góð,“ sagði Sigursteinn að lokum. Einar: Það slakasta sem ég hef séð í vetur Einar Jónsson hafði ekkert gott um frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik að segja.vísir/Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram, var langt frá því að vera sáttur með sína menn í fyrri hálfleik gegn FH í kvöld. Frammarar voru sjö mörkum undir að honum loknum, 17-10. „Í hálfleik sagði ég að þessi leikur væri sjálfsagt búinn. Við gátum ekki sýnt annað eins í seinni hálfleik og við gerðum í þeim fyrri. Þvílíkt andleysi og karaktersleysi. Við grófum okkur ansi djúpa holu en komum til baka og gátum minnkað muninn í eitt mark. Það er hægt að taka það sem jákvætt út úr þessum leik en fyrri hálfleikurinn var vægast sagt lélegur,“ sagði Einar eftir leikinn í Kaplakrika. Hann er á því að frammistaðan í fyrri hálfleik sé sú versta sem Fram hefur sýnt á þessu tímabili. „Við höfum ekki verið stórkostlegir í síðustu tveimur leikjum. Við ætluðum að berja okkur saman en gerðum eiginlega þveröfugt við það. Það er óhætt að segja að þetta sé það slakasta sem ég hef séð í vetur. Vonandi er þetta víti til varnaðar,“ sagði Einar. Frammarar þjörmuðu verulega að FH-ingum í seinni hálfleik og undir lokin fékk liðið tækifæri til að minnka muninn í eitt mark, þá manni fleiri. En tvö upplögð færi fóru forgörðum og FH-ingar sigu aftur fram úr. „Við fengum mjög góð færi til að minnka muninn niður í eitt mark og jafnvel að jafna. En það má ekki mikið út af bregða þegar maður er búinn að grafa sér djúpa holu. Leikurinn fór ekkert þarna, hann fór í fyrri hálfleik,“ sagði Einar að endingu. Olís-deild karla FH Fram
FH komst upp í 2. sæti Olís-deildar karla með sigri á Fram, 30-27, í Kaplakrika í kvöld. Þetta var fimmti sigur FH-inga í síðustu sex leikjum. Fram, sem hefur tapað þremur leikjum í röð, er áfram í 7. sæti deildarinnar. FH var miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var með sjö marka forskot að honum loknum, 17-10. Fram sótti í sig veðrið í seinni hálfleik og þjarmaði að FH. Heimamenn hleyptu gestunum þó aldrei nær sér en tveimur mörkum og unnu á endanum þriggja marka sigur, 30-27. Ásbjörn Friðriksson var langbesti maður vallarins og skoraði ellefu mörk fyrir FH, þar af nokkur afar mikilvæg mörk undir lokin. Jón Bjarni Ólafsson, Ágúst Birgisson og Egill Magnússon skoruðu fjögur mörk hver. Svavar Ingi Sigmundsson, sem lék í marki FH í stað Phils Döhler, varði ellefu skot (31 prósent), þar af níu í fyrri hálfleik. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, Breki Dagsson, Stefán Darri Þórsson og Vilhelm Poulsen skoruðu allir fimm mörk fyrir Fram. Markverðir gestanna, þeir Valtýr Már Hákonarson og Aron Máni Daðason vörðu samtals fimmtán skot (33 prósent). FH gaf tóninn strax í upphafi leiks. Vörn heimamanna var öflug og þeir héldu Vilhelm, markahæsta manni deildarinnar, í skefjum. Sóknarleikur FH var svo gríðarlega skilvirkur. Þeir galopnuðu Framvörnina hvað eftir annað og skoruðu nánast í hverri sókn. Frammarar voru linir og lélegir og vörn þeirra var engin fyrirstaða fyrir FH-inga. Vilhelm minnkaði muninn í fjögur mörk, 14-10, en FH skoraði fimm af síðustu sjö mörkum fyrri hálfleiks og leiddi með sjö mörkum að honum loknum, 17-10. Þrátt fyrir erfiða stöðu lögðu Frammarar ekki árar í bát og unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn. Vörn gestanna styrktist og í sókninni fór Breki mikinn og skoraði öll fimm mörk sín í seinni hálfleik. Þegar sex mínútur voru eftir minnkaði Þorvaldur Tryggvason muninn í tvö mörk, 26-24. Í kjölfarið fékk Jón Bjarni svo tveggja mínútna brottvísun. Einum fleiri opnuðu Frammarar vinstra hornið fyrir Kristin Hrannar Bjarkason en skot hans geigaði. Ágúst jók muninn í þrjú mörk og eftir annað klikk hjá Kristni og skot Ólafs Jóhanns Magnússonar framhjá tómu marki FH kláraði Ásbjörn leikinn með sínu ellefta marki. FH komst fimm mörkum yfir, 30-25, en Fram skoraði síðustu tvö mörk leiksins og lokatölur því 30-27, heimamönnum í vil. Af hverju vann FH? Frammistaða FH-inga í fyrri hálfleik var frábær, bæði í vörn og sókn og þá var Svavar með í kringum helmingsmarkvörslu. Þrátt fyrir góðan vilja og miklu betri spilamennsku í seinni hálfleik en þeim fyrri var brekkan einfaldlega of brött fyrir Frammara. Vilhelm hefur verið einn allra besti leikmaður Olís-deildarinnar í vetur en vörn FH-inga hélt honum eins vel niðri og nokkurt lið hefur gert til þessa á tímabilinu. Hverjir stóðu upp úr? Ásbjörn var yfirburðamaður á vellinum, skoraði ellefu mörk úr fjórtán skotum, og tók af skarið undir lokin þegar Frammarar voru farnir að sækja verulega hart að FH-ingum. Línumenn FH, Jón Bjarni og Ágúst, skiluðu báðir fjórum mörkum og voru öflugir í vörninni. Þá varði Svavar mjög vel í fyrri hálfleik. Eftir að hafa verið mjög rólegur í fyrri hálfleik vaknaði Breki til lífsins í þeim seinni og skoraði þá öll fimm mörkin sín. Valtýr varði svo ágætlega eftir að hann kom aftur í markið um miðbik seinni hálfleiks. Hvað gekk illa? Frammistaða gestanna úr Safamýrinni í fyrri hálfleik var afleit, sérstaklega varnarmegin. FH-ingar galopnuðu vörn Frammara trekk í trekk og skoruðu að vild. Það lagaðist í seinni hálfleik en skaðinn var skeður. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga útileiki eftir viku. FH sækir þá Aftureldingu heim á meðan Fram mætir Stjörnunni í Garðabænum. Sigursteinn: Langaði að vera fyrsta liðið til slökkva aðeins í Vilhelm FH-ingarnir hans Sigursteins Arndal hafa unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum.vísir/hulda margrét Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sagði að grunnurinn að sigrinum gegn Fram hefði verið lagður í fyrri hálfleik. „Engin spurning. Við mættum vel inn í leikinn, spiluðum hörkuvörn og hlupum vel á þá. Við spiluðum líka flottan sóknarleik þannig að fyrri hálfleikurinn var mjög góður,“ sagði Sigursteinn. FH spilaði mjög stífa vörn á Vilhelm Poulsen, markahæsta leikmann Olís-deildarinnar í vetur, og hélt honum í „aðeins“ fimm mörkum. Sigursteinn vildi ekki ljóstra upp leyndarmálinu að því að stoppa Færeyinginn. „Ég ætla ekki að fara yfir það í smáatriðum en við fórum vel yfir það fyrir leik og langaði að vera fyrsta liðið sem slekkur aðeins í honum. Ég held að það hafi gengið vel,“ sagði Sigursteinn. Phil Döhler var fjarri góðu gamni en Svavar Ingi Sigmundsson stóð vaktina í FH-markinu í hans stað. Akureyringurinn var frábær í fyrri hálfleik þar sem hann varði níu af ellefu skotum sínum. „Svavar var með fimmtíu prósent vörslu í fyrri hálfleik og nýtti sér það að spila á bak við frábæra vörn. Hann leit vel út,“ sagði Sigursteinn. FH gaf aðeins eftir í seinni hálfleik en gerði nóg til að halda Fram í skefjum. „Við sýndum ekki sama aga og í fyrri hálfleik. Þegar sóknin klikkar gefa menn eftir í vörninni. Þetta var ekki nógu gott af okkar hálfu en stigin tvö virkilega góð,“ sagði Sigursteinn að lokum. Einar: Það slakasta sem ég hef séð í vetur Einar Jónsson hafði ekkert gott um frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik að segja.vísir/Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram, var langt frá því að vera sáttur með sína menn í fyrri hálfleik gegn FH í kvöld. Frammarar voru sjö mörkum undir að honum loknum, 17-10. „Í hálfleik sagði ég að þessi leikur væri sjálfsagt búinn. Við gátum ekki sýnt annað eins í seinni hálfleik og við gerðum í þeim fyrri. Þvílíkt andleysi og karaktersleysi. Við grófum okkur ansi djúpa holu en komum til baka og gátum minnkað muninn í eitt mark. Það er hægt að taka það sem jákvætt út úr þessum leik en fyrri hálfleikurinn var vægast sagt lélegur,“ sagði Einar eftir leikinn í Kaplakrika. Hann er á því að frammistaðan í fyrri hálfleik sé sú versta sem Fram hefur sýnt á þessu tímabili. „Við höfum ekki verið stórkostlegir í síðustu tveimur leikjum. Við ætluðum að berja okkur saman en gerðum eiginlega þveröfugt við það. Það er óhætt að segja að þetta sé það slakasta sem ég hef séð í vetur. Vonandi er þetta víti til varnaðar,“ sagði Einar. Frammarar þjörmuðu verulega að FH-ingum í seinni hálfleik og undir lokin fékk liðið tækifæri til að minnka muninn í eitt mark, þá manni fleiri. En tvö upplögð færi fóru forgörðum og FH-ingar sigu aftur fram úr. „Við fengum mjög góð færi til að minnka muninn niður í eitt mark og jafnvel að jafna. En það má ekki mikið út af bregða þegar maður er búinn að grafa sér djúpa holu. Leikurinn fór ekkert þarna, hann fór í fyrri hálfleik,“ sagði Einar að endingu.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti