Enn einn ungi íslenski markvörðurinn að komast að hjá sterku liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2021 15:30 Adam Ingi Benediktsson, lengst til hægri, bregður hér á leik fyrir leik sautján ára landsliðsins í úrslitakeppni EM á Írlandi 2019. Getty/Seb Daly Adam Ingi Benediktsson er nýjasti ungi íslenski markvörðurinn sem kemst að hjá atvinnumannafélagi í Evrópu. Það vantar ekki unga og öfluga íslenska markverði í dag og enn bætist í hópinn. Hinn 21 árs gamli Elías Rafn Ólafsson er búinn að festa sig sessi í marki A-landsliðsins auk þess að fara á kostum með FC Midtjylland í Danmörku. IFK Göteborgs unge målvakt Adam Ingi Benediktsson har lärt sig att inte vara som alla andra: "Ibland kommer du se mig göra saker som du aldrig har sett innan". #ifkgbghttps://t.co/4FgGxq252u— GP-sporten (@GPSporten) February 13, 2020 Jafnaldri hans Patrik Sigurður Gunnarsson er að spila hjá Viking í Noregi og var á bekknum með landsliðinu og þá Hákon Rafn Valdimarsson, sem er hjá Elfsborg, kallaður inn í A-landsliðshópinn í síðasta verkefni. Hinn tvítugi Jökull Andrésson, sem spilar með Morecambe á láni frá Reading, var í marki 21 árs landsliðinu eftir að Hákon Ingi fór í A-liðið. Adam Ingi bætist nú í hóp allra þessara íslensku markvarða og það er ljóst að það verður mikil samkeppni um markvarðarstöðu landsliðsins á næstu árum. Hinn nítján ára gamli Adam Ingi var nefnilega að fá þriggja ára samning hjá sænska stórliðinu IFK Gautaborg. View this post on Instagram A post shared by IFK Go teborg (@ifkgoteborg) Göteborgs-Posten segir frá samningi Adams og segir frá því að hann hafi verið kallaður upp í A-liðið hjá IFK. Adam Ingi fær flott meðmæli frá íþróttastjóra félagsins, Pontus Farnerud, á heimasíðu IFK Gautaborgar. „Adam er ennþá hrár en hann er hæfileikaríkur með áhugaverða kosti. Hann er viljugur að æfa, tekur leiðsögn vel og er metnaðarfullur. Á vellinum er hann bæði óttalaus og mikill íþróttamaður. Adam hefur átt stóran þátt í góðu gengi nítján ára liðs félagsins og við sjáum hann vera að taka góð skref. Það verður áhugavert að sjá hversu langt Adam nær,“ sagði Pontus Farnerud. Adam Ingi á að baki fjóra leiki fyrir yngri landslið Íslands en sá síðasti af þeim var með átján ára landsliðinu í 2-0 sigri á Lettlandi í júlí 2019. Adam Ingi kom úr FH í HK árið 2017 og fór síðan til Svíþjóðar frá Kópavogsfélaginu árið 2019. Sænski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira
Það vantar ekki unga og öfluga íslenska markverði í dag og enn bætist í hópinn. Hinn 21 árs gamli Elías Rafn Ólafsson er búinn að festa sig sessi í marki A-landsliðsins auk þess að fara á kostum með FC Midtjylland í Danmörku. IFK Göteborgs unge målvakt Adam Ingi Benediktsson har lärt sig att inte vara som alla andra: "Ibland kommer du se mig göra saker som du aldrig har sett innan". #ifkgbghttps://t.co/4FgGxq252u— GP-sporten (@GPSporten) February 13, 2020 Jafnaldri hans Patrik Sigurður Gunnarsson er að spila hjá Viking í Noregi og var á bekknum með landsliðinu og þá Hákon Rafn Valdimarsson, sem er hjá Elfsborg, kallaður inn í A-landsliðshópinn í síðasta verkefni. Hinn tvítugi Jökull Andrésson, sem spilar með Morecambe á láni frá Reading, var í marki 21 árs landsliðinu eftir að Hákon Ingi fór í A-liðið. Adam Ingi bætist nú í hóp allra þessara íslensku markvarða og það er ljóst að það verður mikil samkeppni um markvarðarstöðu landsliðsins á næstu árum. Hinn nítján ára gamli Adam Ingi var nefnilega að fá þriggja ára samning hjá sænska stórliðinu IFK Gautaborg. View this post on Instagram A post shared by IFK Go teborg (@ifkgoteborg) Göteborgs-Posten segir frá samningi Adams og segir frá því að hann hafi verið kallaður upp í A-liðið hjá IFK. Adam Ingi fær flott meðmæli frá íþróttastjóra félagsins, Pontus Farnerud, á heimasíðu IFK Gautaborgar. „Adam er ennþá hrár en hann er hæfileikaríkur með áhugaverða kosti. Hann er viljugur að æfa, tekur leiðsögn vel og er metnaðarfullur. Á vellinum er hann bæði óttalaus og mikill íþróttamaður. Adam hefur átt stóran þátt í góðu gengi nítján ára liðs félagsins og við sjáum hann vera að taka góð skref. Það verður áhugavert að sjá hversu langt Adam nær,“ sagði Pontus Farnerud. Adam Ingi á að baki fjóra leiki fyrir yngri landslið Íslands en sá síðasti af þeim var með átján ára landsliðinu í 2-0 sigri á Lettlandi í júlí 2019. Adam Ingi kom úr FH í HK árið 2017 og fór síðan til Svíþjóðar frá Kópavogsfélaginu árið 2019.
Sænski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira