Saka Lúkasjenka um að flytja fólk aftur að landamærunum Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2021 18:00 Þessi mynd var tekin við landamæri Hvíta-Rússlands og Póllands. AP/Maxim Guchek Yfirvöld í Póllandi segja Hvít-Rússa flytja farand- og flóttafólk í trukkum aftur að landamærum ríkjanna. Verið sé að reyna að þvinga fólkið til að gera tilraun til að fara yfir landamærin. Það gerðist nokkrum klukkustundum eftir að Hvít-Rússar rýmdu búðir fólks nærri landamærunum í gær og virtust flytja fólkið á brott. Þá var flogið með fólk frá Hvíta-Rússlandi aftur til Íraks í fyrsta sinni í mánuði í gær. Anna Michalska, talskona landamæravörslu Póllands, sagði á blaðamannafundi í dag að nokkrum klukkustundum eftir að fólkið hefði verið flutt á brott hefðu um 500 manns verið flutt aftur að landamærunum. Þá hefðu hermenn reynt að hjálpa þeim að komast yfir landamærin. Samkvæmt frétt Reuters sagði hún fjóra landamæraverði hafa særst. Undanfarnar vikur hefur mikill fjöldi farandsfólks safnast saman við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands. Ráðamenn Evrópusambandsins saka Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands um að senda fólki að landamærunum að nágrannaríkjunum Póllandi, Litháen og Lettlandi til þess að ná sér niðri á Evrópuríkjum vegna refsiaðgerða þeirra og skapa glundroða. Hvít-Rússar lokuðu búðum við landamærin í gær og fluttu fjölda fólks í vöruskemmu nærri Grodno.AP/Maxim Guchek Hann er sakaður um að laða fólk til Hvíta Rússlands með gylliboðum um auðveldan aðgang að Evrópusambandinu. Lúkasjenka hefur þó neitað því. Talið er að um fimm þúsund farand- og flóttamenn séu í Hvíta-Rússlandi, eftir að hundruðum var flogið til Íraks í gær. Sagði hermenn mögulega hafa hjálpað Í viðtali við BBC sem birt var í dag sagði Lúkasjenka að það gæti vel verið að hermenn hans hefðu hjálpað fólki yfir landamærin til Póllands. Það væri þó ekki rétt að fólkinu hefði verið boðið til Hvíta-Rússlands. „Kannski hjálpaði þeim einhver. Ég ætla ekki einu sinni að skoða þetta,“ sagði hann. Lúkasjenka sagði einnig að hann hefði sagt ráðamönnum í Evrópu að hann ætlaði ekki að stöðva fólkið og það myndi hann aldrei gera því „þau eru ekki að koma til landsins míns, þau eru að koma til ykkar“. „En ég bauð þeim ekki hingað. Í sannleikanum sagt vill ég ekki að þau fari í gegnum Hvíta-Rússland.“ Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sakaði Vladímír Pútín Rússlandsforseta fyrr í mánuðinum um að vera á bak við flóttamannakrísuna sem hefur myndast á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Sjá einnig: Sakar „höfuðpaur í Moskvu“ um að standa að baki flóttamannakrísunni Blaðamaður BBC spurði Lúkasjenka út í það að hann hefði látið loka um 270 alþjóðasamtökum í Rússlandi frá því í júlí. Við því brást einræðisherrann reiður. „Við munum slátra öllum þessum úrhrökum sem þið hafið fjármagnað. Þið eruð reið yfir því að við höfum rifið niður þessar byggingar. Þessi alþjóðasamtök eða hvað sem þau eru, sem þið hafið verið að borga fyrir.“ Hvíta-Rússland Pólland Evrópusambandið Flóttamenn Tengdar fréttir Evrópusambandið sendir flóttamönnum við landamæri Hvíta-Rússlands nauðsynjavörur Evrópusambandið ætlar að senda matvörur, fatnað og aðrar nauðsynjavörur til farenda, sem eru fastir á landamærum Hvíta-Rússlands. Sambandið boðaði þessar aðgerðir eftir að hafa verið harðlega gagnrýnt fyrir að gera of lítið fyrir fólkið sem hefur verið fast þarna í nístingskulda. 17. nóvember 2021 20:16 Leggja gaddavír á landamærin til að æfa viðbrögð við flóttamannastraumi Eistnesk stjórnvöld kölluðu hátt á annað þúsund varaliðshermenn út á fyrirvaralausa æfingu þar sem þeir eru látnir leggja gaddavír yfir tugi kílómetra af landamærum landsins að Rússlandi. Æfingin tengist flóttamannavanda sem Hvítrússar eru sakaðir um að valda. 17. nóvember 2021 14:36 Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Þá var flogið með fólk frá Hvíta-Rússlandi aftur til Íraks í fyrsta sinni í mánuði í gær. Anna Michalska, talskona landamæravörslu Póllands, sagði á blaðamannafundi í dag að nokkrum klukkustundum eftir að fólkið hefði verið flutt á brott hefðu um 500 manns verið flutt aftur að landamærunum. Þá hefðu hermenn reynt að hjálpa þeim að komast yfir landamærin. Samkvæmt frétt Reuters sagði hún fjóra landamæraverði hafa særst. Undanfarnar vikur hefur mikill fjöldi farandsfólks safnast saman við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands. Ráðamenn Evrópusambandsins saka Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands um að senda fólki að landamærunum að nágrannaríkjunum Póllandi, Litháen og Lettlandi til þess að ná sér niðri á Evrópuríkjum vegna refsiaðgerða þeirra og skapa glundroða. Hvít-Rússar lokuðu búðum við landamærin í gær og fluttu fjölda fólks í vöruskemmu nærri Grodno.AP/Maxim Guchek Hann er sakaður um að laða fólk til Hvíta Rússlands með gylliboðum um auðveldan aðgang að Evrópusambandinu. Lúkasjenka hefur þó neitað því. Talið er að um fimm þúsund farand- og flóttamenn séu í Hvíta-Rússlandi, eftir að hundruðum var flogið til Íraks í gær. Sagði hermenn mögulega hafa hjálpað Í viðtali við BBC sem birt var í dag sagði Lúkasjenka að það gæti vel verið að hermenn hans hefðu hjálpað fólki yfir landamærin til Póllands. Það væri þó ekki rétt að fólkinu hefði verið boðið til Hvíta-Rússlands. „Kannski hjálpaði þeim einhver. Ég ætla ekki einu sinni að skoða þetta,“ sagði hann. Lúkasjenka sagði einnig að hann hefði sagt ráðamönnum í Evrópu að hann ætlaði ekki að stöðva fólkið og það myndi hann aldrei gera því „þau eru ekki að koma til landsins míns, þau eru að koma til ykkar“. „En ég bauð þeim ekki hingað. Í sannleikanum sagt vill ég ekki að þau fari í gegnum Hvíta-Rússland.“ Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sakaði Vladímír Pútín Rússlandsforseta fyrr í mánuðinum um að vera á bak við flóttamannakrísuna sem hefur myndast á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Sjá einnig: Sakar „höfuðpaur í Moskvu“ um að standa að baki flóttamannakrísunni Blaðamaður BBC spurði Lúkasjenka út í það að hann hefði látið loka um 270 alþjóðasamtökum í Rússlandi frá því í júlí. Við því brást einræðisherrann reiður. „Við munum slátra öllum þessum úrhrökum sem þið hafið fjármagnað. Þið eruð reið yfir því að við höfum rifið niður þessar byggingar. Þessi alþjóðasamtök eða hvað sem þau eru, sem þið hafið verið að borga fyrir.“
Hvíta-Rússland Pólland Evrópusambandið Flóttamenn Tengdar fréttir Evrópusambandið sendir flóttamönnum við landamæri Hvíta-Rússlands nauðsynjavörur Evrópusambandið ætlar að senda matvörur, fatnað og aðrar nauðsynjavörur til farenda, sem eru fastir á landamærum Hvíta-Rússlands. Sambandið boðaði þessar aðgerðir eftir að hafa verið harðlega gagnrýnt fyrir að gera of lítið fyrir fólkið sem hefur verið fast þarna í nístingskulda. 17. nóvember 2021 20:16 Leggja gaddavír á landamærin til að æfa viðbrögð við flóttamannastraumi Eistnesk stjórnvöld kölluðu hátt á annað þúsund varaliðshermenn út á fyrirvaralausa æfingu þar sem þeir eru látnir leggja gaddavír yfir tugi kílómetra af landamærum landsins að Rússlandi. Æfingin tengist flóttamannavanda sem Hvítrússar eru sakaðir um að valda. 17. nóvember 2021 14:36 Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Evrópusambandið sendir flóttamönnum við landamæri Hvíta-Rússlands nauðsynjavörur Evrópusambandið ætlar að senda matvörur, fatnað og aðrar nauðsynjavörur til farenda, sem eru fastir á landamærum Hvíta-Rússlands. Sambandið boðaði þessar aðgerðir eftir að hafa verið harðlega gagnrýnt fyrir að gera of lítið fyrir fólkið sem hefur verið fast þarna í nístingskulda. 17. nóvember 2021 20:16
Leggja gaddavír á landamærin til að æfa viðbrögð við flóttamannastraumi Eistnesk stjórnvöld kölluðu hátt á annað þúsund varaliðshermenn út á fyrirvaralausa æfingu þar sem þeir eru látnir leggja gaddavír yfir tugi kílómetra af landamærum landsins að Rússlandi. Æfingin tengist flóttamannavanda sem Hvítrússar eru sakaðir um að valda. 17. nóvember 2021 14:36
Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06